Nýr tíðarandi, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar 1. júní 2012 06:00 Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun