Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2012 08:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AFP Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhenti Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliðabandið fyrir vináttulandsleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn og Aron Einar var aftur fyrirliði íslenska liðsins á móti Svíum í fyrrakvöld. Aron Einar er fæddur í apríl 1989 og því nýorðinn 23 ára gamall. Það þarf að fara 35 ár aftur í tímann til þess að finna yngri landsliðsfyrirliða hjá íslenska karlalandsliðinu. Aron Einar er yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn en tveimur árum áður hafði hann sett metið. Ásgeir bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í útileik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þá leikmaður belgíska liðsins Standard Liege og var fyrirliði á sínum eigin heimavelli. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði íslenska liðsins á þessum tíma og lék leikinn á móti Frökkum þremur dögum áður en fékk síðan ekki leyfi frá félagi sínu Celtic til að taka þátt í leiknum. „Það er glæsilegt að fá fyrirliðabandið og ég er að deyja úr stolti. Það var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir þegar ég leiddi íslenska landsliðið út á völl. Ég er sáttur og ánægður með það," sagði Aron Einar eftir leikinn á móti Svíum. Þrátt fyrir ungan aldur er Aron Einar gríðarlega reynslumikill enda hefur hann verið atvinnumaður frá 2006 og var í vetur að klára sitt fjórða tímabil í ensku b-deildinni. Aron var langt frá því að vera elsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum við Frakka og Svía en hann var aftur á móti sá leikjahæsti þegar kemur að leikjum með A-landsliðinu.ÁSgeir Sigurvinsson Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 20 ára, 3 mánaða og 29 daga gamall.Aron Einar er nefnilega búinn að spila 28 landsleiki fyrir Ísland frá því hann fékk fyrsta tækifærið hjá Ólafi Jóhannessyni í vináttulandsleik á móti Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008. Aron Einar, sem var þá ekki orðinn 19 ára gamall, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og lék alls 25 af 39 leikjum í þjálfara-tíð Ólafs, þar af 12 af 16 leikjum í keppni. Lars Lagerbäck vildi ekki gefa það upp að Aron Einar yrði framtíðarfyrirliði íslenska liðsins en Akureyringurinn hélt fyrirliðabandinu og hefur allt til þess að bera til að halda fyrirliðabandinu áfram. Þrátt fyrir að hafa fengið fyrirliðabandið svona ungur þá var Ásgeir Sigurvinsson aðeins fyrirliði í sjö landsleikjum á landsliðsferlinum og þar á meðal í síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum í Laugardalnum í september 1989. Aðalástæða þess var örugglega sú að Ásgeir lék aðeins 45 af 130 landsleikjum Íslands á landsliðsævi sinni. Í þá daga höfðu félagsliðin öll völdin og Ásgeir átti oft erfitt með að fá sig lausan í landsleiki enda algjör lykilmaður með sínum félagsliðum. Aron Einar hefur alla burði til að bera fyrirliðabandið mörgum sinnum til viðbótar enda líklegur fastamaður á miðju íslenska landsliðsins næstu árin. Það verður aftur á móti að koma í ljós hvort hann nái meti Atla Eðvaldssonar sem bar fyrirliðabandið 31 sinni á sínum landsliðsferli. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhenti Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliðabandið fyrir vináttulandsleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn og Aron Einar var aftur fyrirliði íslenska liðsins á móti Svíum í fyrrakvöld. Aron Einar er fæddur í apríl 1989 og því nýorðinn 23 ára gamall. Það þarf að fara 35 ár aftur í tímann til þess að finna yngri landsliðsfyrirliða hjá íslenska karlalandsliðinu. Aron Einar er yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn en tveimur árum áður hafði hann sett metið. Ásgeir bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í útileik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þá leikmaður belgíska liðsins Standard Liege og var fyrirliði á sínum eigin heimavelli. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði íslenska liðsins á þessum tíma og lék leikinn á móti Frökkum þremur dögum áður en fékk síðan ekki leyfi frá félagi sínu Celtic til að taka þátt í leiknum. „Það er glæsilegt að fá fyrirliðabandið og ég er að deyja úr stolti. Það var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir þegar ég leiddi íslenska landsliðið út á völl. Ég er sáttur og ánægður með það," sagði Aron Einar eftir leikinn á móti Svíum. Þrátt fyrir ungan aldur er Aron Einar gríðarlega reynslumikill enda hefur hann verið atvinnumaður frá 2006 og var í vetur að klára sitt fjórða tímabil í ensku b-deildinni. Aron var langt frá því að vera elsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum við Frakka og Svía en hann var aftur á móti sá leikjahæsti þegar kemur að leikjum með A-landsliðinu.ÁSgeir Sigurvinsson Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 20 ára, 3 mánaða og 29 daga gamall.Aron Einar er nefnilega búinn að spila 28 landsleiki fyrir Ísland frá því hann fékk fyrsta tækifærið hjá Ólafi Jóhannessyni í vináttulandsleik á móti Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008. Aron Einar, sem var þá ekki orðinn 19 ára gamall, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og lék alls 25 af 39 leikjum í þjálfara-tíð Ólafs, þar af 12 af 16 leikjum í keppni. Lars Lagerbäck vildi ekki gefa það upp að Aron Einar yrði framtíðarfyrirliði íslenska liðsins en Akureyringurinn hélt fyrirliðabandinu og hefur allt til þess að bera til að halda fyrirliðabandinu áfram. Þrátt fyrir að hafa fengið fyrirliðabandið svona ungur þá var Ásgeir Sigurvinsson aðeins fyrirliði í sjö landsleikjum á landsliðsferlinum og þar á meðal í síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum í Laugardalnum í september 1989. Aðalástæða þess var örugglega sú að Ásgeir lék aðeins 45 af 130 landsleikjum Íslands á landsliðsævi sinni. Í þá daga höfðu félagsliðin öll völdin og Ásgeir átti oft erfitt með að fá sig lausan í landsleiki enda algjör lykilmaður með sínum félagsliðum. Aron Einar hefur alla burði til að bera fyrirliðabandið mörgum sinnum til viðbótar enda líklegur fastamaður á miðju íslenska landsliðsins næstu árin. Það verður aftur á móti að koma í ljós hvort hann nái meti Atla Eðvaldssonar sem bar fyrirliðabandið 31 sinni á sínum landsliðsferli.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira