Pistillinn: Þér er boðið í stærstu veislu ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 26. maí 2012 06:00 Guðjón Valur fagnar eftir sigur á Barcelona í átta liða úrslitum. mynd/AG Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða. Pistillinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða.
Pistillinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira