Pistillinn: Þér er boðið í stærstu veislu ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 26. maí 2012 06:00 Guðjón Valur fagnar eftir sigur á Barcelona í átta liða úrslitum. mynd/AG Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða. Pistillinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða.
Pistillinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira