Fleiri eiga erindi til Lundúna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2012 08:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar náð Ólympíulágmarkinu og er eini íslenski sundmaðurinn sem er kominn inn á ÓL í London. Mynd/Anton Í dag hefst Evrópumeistaramótið í 50 m laug en það fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Ísland sendir tólf sundmenn og -konur til þátttöku en langt er síðan að svo fjölmennt sundlandslið fer frá Íslandi á svo stórt mót. Hópurinn var kynntur á blaðamannafundi fyrir helgi og þar var einnig samið við þjálfarann Jacky Pellerin um að gegna stöðu landsliðsþjálfara í fjögur ár í viðbót eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Pellerin, sem er franskur, hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Sundfélaginu Ægi og mun gera áfram samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann hefur sinnt þeim störfum í nokkur ár og átt stóran þátt í því, ásamt Klaus Jürgen-Ohk, að marka skýra stefnu fyrir afreksfólk í sundi sem hefur borið góðan árangur. „Ég hef frábæra tilfinningu fyrir þessu móti. Sérstaklega þar sem svo margir náðu EM-lágmörkum," sagði hann við Fréttablaðið. „Það gerir hverjum einstaklingi gott að vera í fjölmennum hópi. Hvatinn verður meiri og viljinn til að ná árangri sterkari." Margir nálægt lágmarkinuAðeins Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur náð OQT-lágmarki (gamla A-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana en aðeins besta sundfólk í heimi nær því. En sjö aðrir hafa náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) sem dugir þó ekki til að gulltryggja þeim keppnisrétt á leikunum. „Ég á von á því að fjórir sundmenn muni ná OQT-lágmarki eða komast verulega nálægt því. Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson og Anton Sveinn McKee eru líkleg til þess en 1-2 til viðbótar gætu gert góða atlögu að lágmarkinu – eða þá synt nægilega vel til að komast í hóp 24 bestu sundmanna heims," segir Pellerin. Þeir sem ekki ná OQT-lágmarki á EM fá annað tækifæri til þess á mótum á Spáni og í Frakklandi í byrjun júní. Takist það ekki heldur þá þurfa þeir sundmenn sem hafa aðeins náð OST-lágmarki að bíða þar til um miðjan mánuðinn er FINA, Alþjóðasundsambandið, birtir nöfn þeirra OST-sundmanna sem fá boð um þátttöku á leikunum í Lundúnum. Fyrirfram er mjög erfitt að spá um hvaða sundmenn muni fá boð. Eygló gæti komist í úrslitSem fyrr segir er hin sautján ára Eygló Ósk sú eina sem hefur náð OQT-lágmarki en það gerði hún í 200 m baksundi. Pellerin, sem þjálfar hana einnig daglega hjá Ægi, segir að hún sé einfaldlega að uppskera árangur erfiðisins. „Þetta kom ekki á óvart og hún getur leyft sér að stefna á að komast í undanúrslit og jafnvel úrslit í London," segir Pellerin. „Ef hún kemst í úrslit þá eru hennir allir vegir færir því þá getur allt gerst. Ég fór fyrst sem þjálfari á Ólympíuleika árið 1992 og þá sá ég sundmann sem var í 21. sæti heimslistans (Eygló er í 24. sæti) komast á verðlaunapall. Það er allt hægt." EM-hópurinnAnton Sveinn McKee, Ægi (19 ára) 400, 800, 1500 m skriðsundÁrni Már Árnason, ÍRB (25 ára) 50, 100 m skriðs., 100 m bringus.Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB (24 ára) 100, 200 m bringusundEva Hannesdóttir, KR (25 ára) 50, 100, 200, 4x100, 4x200 m skriðs.Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi (17 ára) 100, 200 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 4x100 m fjórs.Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH (21 árs) 100, 200 m bringus., 4x100 m fjórs.Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH (19 ára) 50, 100 m skriðs., 50 m baks., 100 m skriðs.Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi (30 ára) 100, 200 m bringusundJóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi (22 ára) 50, 100 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 200, 400 m fjórs.Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR (28 ára) 50, 100, 4x100 m skriðs., 4x100 m fjórs.Sarah Blake Bateman, Ægi (22 ára) 50, 100, 4x100, 4x200 skriðs., 50 m flugs., 4x100 m fjórs.Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi (22 ára) 400, 800 m skriðsund Sund Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Í dag hefst Evrópumeistaramótið í 50 m laug en það fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Ísland sendir tólf sundmenn og -konur til þátttöku en langt er síðan að svo fjölmennt sundlandslið fer frá Íslandi á svo stórt mót. Hópurinn var kynntur á blaðamannafundi fyrir helgi og þar var einnig samið við þjálfarann Jacky Pellerin um að gegna stöðu landsliðsþjálfara í fjögur ár í viðbót eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Pellerin, sem er franskur, hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Sundfélaginu Ægi og mun gera áfram samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann hefur sinnt þeim störfum í nokkur ár og átt stóran þátt í því, ásamt Klaus Jürgen-Ohk, að marka skýra stefnu fyrir afreksfólk í sundi sem hefur borið góðan árangur. „Ég hef frábæra tilfinningu fyrir þessu móti. Sérstaklega þar sem svo margir náðu EM-lágmörkum," sagði hann við Fréttablaðið. „Það gerir hverjum einstaklingi gott að vera í fjölmennum hópi. Hvatinn verður meiri og viljinn til að ná árangri sterkari." Margir nálægt lágmarkinuAðeins Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur náð OQT-lágmarki (gamla A-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana en aðeins besta sundfólk í heimi nær því. En sjö aðrir hafa náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) sem dugir þó ekki til að gulltryggja þeim keppnisrétt á leikunum. „Ég á von á því að fjórir sundmenn muni ná OQT-lágmarki eða komast verulega nálægt því. Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson og Anton Sveinn McKee eru líkleg til þess en 1-2 til viðbótar gætu gert góða atlögu að lágmarkinu – eða þá synt nægilega vel til að komast í hóp 24 bestu sundmanna heims," segir Pellerin. Þeir sem ekki ná OQT-lágmarki á EM fá annað tækifæri til þess á mótum á Spáni og í Frakklandi í byrjun júní. Takist það ekki heldur þá þurfa þeir sundmenn sem hafa aðeins náð OST-lágmarki að bíða þar til um miðjan mánuðinn er FINA, Alþjóðasundsambandið, birtir nöfn þeirra OST-sundmanna sem fá boð um þátttöku á leikunum í Lundúnum. Fyrirfram er mjög erfitt að spá um hvaða sundmenn muni fá boð. Eygló gæti komist í úrslitSem fyrr segir er hin sautján ára Eygló Ósk sú eina sem hefur náð OQT-lágmarki en það gerði hún í 200 m baksundi. Pellerin, sem þjálfar hana einnig daglega hjá Ægi, segir að hún sé einfaldlega að uppskera árangur erfiðisins. „Þetta kom ekki á óvart og hún getur leyft sér að stefna á að komast í undanúrslit og jafnvel úrslit í London," segir Pellerin. „Ef hún kemst í úrslit þá eru hennir allir vegir færir því þá getur allt gerst. Ég fór fyrst sem þjálfari á Ólympíuleika árið 1992 og þá sá ég sundmann sem var í 21. sæti heimslistans (Eygló er í 24. sæti) komast á verðlaunapall. Það er allt hægt." EM-hópurinnAnton Sveinn McKee, Ægi (19 ára) 400, 800, 1500 m skriðsundÁrni Már Árnason, ÍRB (25 ára) 50, 100 m skriðs., 100 m bringus.Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB (24 ára) 100, 200 m bringusundEva Hannesdóttir, KR (25 ára) 50, 100, 200, 4x100, 4x200 m skriðs.Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi (17 ára) 100, 200 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 4x100 m fjórs.Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH (21 árs) 100, 200 m bringus., 4x100 m fjórs.Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH (19 ára) 50, 100 m skriðs., 50 m baks., 100 m skriðs.Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi (30 ára) 100, 200 m bringusundJóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi (22 ára) 50, 100 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 200, 400 m fjórs.Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR (28 ára) 50, 100, 4x100 m skriðs., 4x100 m fjórs.Sarah Blake Bateman, Ægi (22 ára) 50, 100, 4x100, 4x200 skriðs., 50 m flugs., 4x100 m fjórs.Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi (22 ára) 400, 800 m skriðsund
Sund Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira