Forsetinn: Tákn eða afl Ólafur Páll Jónsson skrifar 18. maí 2012 06:00 Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera forseti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftirsóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti. En hvernig skyldi góður forseti vera? Stundum er sagt að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fólksins í landinu, þessarar óræðu stærðar sem sumir reyna að hafa fyrir lóð á vogarskálina þeim megin sem þeir sjálfir standa. Þá er talað eins og forsetinn geti hafið sig upp yfir stjórnmálin og hversdagsleikann og sameinað fólkið í landinu í krafti þess að vera sá sem hann er. En fólkið í landinu er frekar sundurleitur hópur, það eru varla neinar vogarskálar sem það kærir sig um að fjölmenna á og það er ekki til neitt tákn sem það er tilbúið að sameinast um. Ekki einu sinni náttúran hefur megnað að vera slíkt tákn. En ef forsetinn getur ekki verið sameiningartákn, er þá ekki borin von að hann geti verið forseti allra? Er hugmyndin um forseta allra ekki bara einhvers konar brandari sem enginn vill segja – þótt sjö manns vilji reyndar verða forseti? Er forsetinn ekki einmitt aukastærð í lýðræðinu, einhvers konar menningarlegt skjaldarmerki sem hefur engu hlutverki að gegna í eiginlegri stjórnskipan lýðveldisins? Ég held ekki. Hugmyndin um forseta er ekki bara einhver brandari, heldur alvarleg hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan. Til skamms tíma var fátt sem tengdi forsetann við valdaskak lýðræðisins, en lýðræðið snýst ekki bara um valdaskak. Að minnsta kosti ekki þegar sæmilega lætur. Og raunar er það einmitt valdaskakið sem hætt er við að gangi af lýðræðinu dauðu á endanum. Stjórnmál einkennast af tvenns konar baráttu. Annars vegar baráttu fyrir sérhagsmunum og hins vegar baráttu fyrir almannahagsmunum. Þessi tvenns konar barátta verður alltaf hluti af stjórnmálum, og þannig hlýtur það að vera – og þannig á það að vera. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá sérhagsmuni sem einmitt geti sameinað fólkið. En eðli sínu samkvæmt eru sérhagsmunirnir ekki allra og þeir sameina ekki aðra en þá sem njóta þeirra – með réttu eða röngu. Forsetinn getur ekki umbreytt sérhagsmunum í almannahagsmuni hversu mikilfenglegur og mælskur sem hann annars er. Lýðræðið snýst ekki bara um að fólk nái að koma því til leiðar sem það skynjar sem hagsmuni sína á hverju augnabliki. Lýðræði snýst líka um skynsemi. Það snýst líka um virðingu. Það snýst líka um leikreglur. Það snýst nefnilega ekki bara um leikslok, heldur um gildi, verðmæti og leikreglur. Og það er hér sem forsetinn getur haft hlutverki að gegna í lýðræðinu. Hann þarf að tala máli skynseminnar, með því að styðja embættisverk sín skynsamlegum rökum. Hann þarf að byggja slík rök á mikilvægustu gildum lýðræðislegs samlífis – m.a. virðingu fyrir öðrum, ekki síst þeim sem eru honum ósammála. Hann þarf að sýna að hann kunni að hlusta, ekki bara á þá sem hafa hátt heldur líka á þá sem tala af veikum mætti. Hann þarf að sýna að hann stendur fyrir eitthvað sem er nógu bitastætt til þess að þeir sem eru forsetanum ósammála geti eftir sem áður sagt: „Já, gott og vel, ég er honum ósammála en ég get samt fallist á að sjónarmiðin séu studd gildum rökum.“ Þannig verður forsetinn ekki sameiningartákn, heldur sameiningarafl. Lýðræði snýst um það að lifa saman þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þrátt fyrir öndverð sjónarmið, þrátt fyrir athafnir sem við erum ósammála um. En lýðræðið snýst ekki bara um þetta. Því tónn lýðræðisins er ekki einungis sleginn á „þrátt fyrir“-strengi. Lýðræði snýst ekki um að lifa saman þrátt fyrir að við séum ólík, heldur „vegna þess“ að við erum ólík. Líf okkar er einmitt innihaldsríkt og gefandi vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, stefnum í ólíkar áttir og ferðumst með margvíslegum hætti. Það er í margbreytileikanum og ágreiningnum sem við getum menntast hvert af öðru og það er með viðbrögðum við þessum staðreyndum mannlegs samlífis sem forseti getur verið sameiningarafl. Eitt sterkasta sameiningarafl í íslensku samfélagi í dag eru dómstólar. Þeir sameina ekki með því að finna það sem allir eru sammála um, heldur með því að vera farvegur fyrir ósamkomulag – stundum jafnvel hatrammar deilur. En þótt fólk sé ósammála og deili harkalega, þá eru samt flestir sammála um að leið dómstólanna sé réttlát leið til úrlausnar. Og þótt fólk sé ekki endilega sammála niðurstöðu dómstólanna – og síst þegar dómur fellur því í óhag – þá sættir fólk sig yfirleitt við niðurstöðuna einmitt vegna þess að hún er niðurstaða hlutlægs dómstóls og rökstudd í löngu máli, með vísun í almennar leikreglur samfélagsins og þau viðmið um réttlæti sem hafa verið ríkjandi um langan tíma. Ég held að ef það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni um forseta lýðveldisins sem sameiningarafl þá liggi það vit einmitt í því að forsetinn geti stuðlað að einingu frekar en sundrungu með því að sýna okkur hvernig við getum hlustað hvert á annað og lært hvert af öðru – hvernig við getum lifað innihaldsríku og lærdómsríku lífi einmitt vegna þess að við erum ólík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera forseti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftirsóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti. En hvernig skyldi góður forseti vera? Stundum er sagt að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fólksins í landinu, þessarar óræðu stærðar sem sumir reyna að hafa fyrir lóð á vogarskálina þeim megin sem þeir sjálfir standa. Þá er talað eins og forsetinn geti hafið sig upp yfir stjórnmálin og hversdagsleikann og sameinað fólkið í landinu í krafti þess að vera sá sem hann er. En fólkið í landinu er frekar sundurleitur hópur, það eru varla neinar vogarskálar sem það kærir sig um að fjölmenna á og það er ekki til neitt tákn sem það er tilbúið að sameinast um. Ekki einu sinni náttúran hefur megnað að vera slíkt tákn. En ef forsetinn getur ekki verið sameiningartákn, er þá ekki borin von að hann geti verið forseti allra? Er hugmyndin um forseta allra ekki bara einhvers konar brandari sem enginn vill segja – þótt sjö manns vilji reyndar verða forseti? Er forsetinn ekki einmitt aukastærð í lýðræðinu, einhvers konar menningarlegt skjaldarmerki sem hefur engu hlutverki að gegna í eiginlegri stjórnskipan lýðveldisins? Ég held ekki. Hugmyndin um forseta er ekki bara einhver brandari, heldur alvarleg hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan. Til skamms tíma var fátt sem tengdi forsetann við valdaskak lýðræðisins, en lýðræðið snýst ekki bara um valdaskak. Að minnsta kosti ekki þegar sæmilega lætur. Og raunar er það einmitt valdaskakið sem hætt er við að gangi af lýðræðinu dauðu á endanum. Stjórnmál einkennast af tvenns konar baráttu. Annars vegar baráttu fyrir sérhagsmunum og hins vegar baráttu fyrir almannahagsmunum. Þessi tvenns konar barátta verður alltaf hluti af stjórnmálum, og þannig hlýtur það að vera – og þannig á það að vera. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá sérhagsmuni sem einmitt geti sameinað fólkið. En eðli sínu samkvæmt eru sérhagsmunirnir ekki allra og þeir sameina ekki aðra en þá sem njóta þeirra – með réttu eða röngu. Forsetinn getur ekki umbreytt sérhagsmunum í almannahagsmuni hversu mikilfenglegur og mælskur sem hann annars er. Lýðræðið snýst ekki bara um að fólk nái að koma því til leiðar sem það skynjar sem hagsmuni sína á hverju augnabliki. Lýðræði snýst líka um skynsemi. Það snýst líka um virðingu. Það snýst líka um leikreglur. Það snýst nefnilega ekki bara um leikslok, heldur um gildi, verðmæti og leikreglur. Og það er hér sem forsetinn getur haft hlutverki að gegna í lýðræðinu. Hann þarf að tala máli skynseminnar, með því að styðja embættisverk sín skynsamlegum rökum. Hann þarf að byggja slík rök á mikilvægustu gildum lýðræðislegs samlífis – m.a. virðingu fyrir öðrum, ekki síst þeim sem eru honum ósammála. Hann þarf að sýna að hann kunni að hlusta, ekki bara á þá sem hafa hátt heldur líka á þá sem tala af veikum mætti. Hann þarf að sýna að hann stendur fyrir eitthvað sem er nógu bitastætt til þess að þeir sem eru forsetanum ósammála geti eftir sem áður sagt: „Já, gott og vel, ég er honum ósammála en ég get samt fallist á að sjónarmiðin séu studd gildum rökum.“ Þannig verður forsetinn ekki sameiningartákn, heldur sameiningarafl. Lýðræði snýst um það að lifa saman þrátt fyrir ólíkar skoðanir, þrátt fyrir öndverð sjónarmið, þrátt fyrir athafnir sem við erum ósammála um. En lýðræðið snýst ekki bara um þetta. Því tónn lýðræðisins er ekki einungis sleginn á „þrátt fyrir“-strengi. Lýðræði snýst ekki um að lifa saman þrátt fyrir að við séum ólík, heldur „vegna þess“ að við erum ólík. Líf okkar er einmitt innihaldsríkt og gefandi vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, stefnum í ólíkar áttir og ferðumst með margvíslegum hætti. Það er í margbreytileikanum og ágreiningnum sem við getum menntast hvert af öðru og það er með viðbrögðum við þessum staðreyndum mannlegs samlífis sem forseti getur verið sameiningarafl. Eitt sterkasta sameiningarafl í íslensku samfélagi í dag eru dómstólar. Þeir sameina ekki með því að finna það sem allir eru sammála um, heldur með því að vera farvegur fyrir ósamkomulag – stundum jafnvel hatrammar deilur. En þótt fólk sé ósammála og deili harkalega, þá eru samt flestir sammála um að leið dómstólanna sé réttlát leið til úrlausnar. Og þótt fólk sé ekki endilega sammála niðurstöðu dómstólanna – og síst þegar dómur fellur því í óhag – þá sættir fólk sig yfirleitt við niðurstöðuna einmitt vegna þess að hún er niðurstaða hlutlægs dómstóls og rökstudd í löngu máli, með vísun í almennar leikreglur samfélagsins og þau viðmið um réttlæti sem hafa verið ríkjandi um langan tíma. Ég held að ef það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni um forseta lýðveldisins sem sameiningarafl þá liggi það vit einmitt í því að forsetinn geti stuðlað að einingu frekar en sundrungu með því að sýna okkur hvernig við getum hlustað hvert á annað og lært hvert af öðru – hvernig við getum lifað innihaldsríku og lærdómsríku lífi einmitt vegna þess að við erum ólík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun