Hvað skal með „stóra kvótamálið“? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 8. maí 2012 06:00 Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarpanna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýtingu auðlindarinnar (veiðigjaldinu). Bæði hafa þau vakið hörð viðbrögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta. Lítum fyrst á frumvarp um stjórn fiskveiða. Verði það að lögum mun eftirfarandi gerast: a) Allar aflaheimildir verða innkallaðar á einu bretti, og þeim úthlutað að nýju til afmarkaðs tíma gegn gjaldi. Þetta er „hluti I“ (nýtingarhlutinn). Með honum er rofinn sá ótímabundni eignarréttur sem útgerðin hefur slegið á aflaheimildirnar í tíð núverandi kvótakerfis. Nýtingin verður einskorðuð við 20 ár. Nái þetta fram að ganga er hraðar farið í þá grundvallarbreytingu sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fyrna aflaheimildir um 5% á ári og koma auðlindinni þannig í hendur þjóðarinnar á 20 árum. b) Til hliðar við nýtingarhlutann verður til „hluti II“ sem samanstendur af nokkrum pottum (leigupottur, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar). Stærstur og þýðingarmestur þeirra er leigupotturinn, opinn og almennur leigumarkaður með aflaheimildir þar sem hægt verður að leigja aflaheimildir frá ári til árs á grundvelli tilboða á kvótaþingi. Þessi leigupottur verður ekki á forræði ráðherra, hann verður ekki háður neinni pólitískri stýringu eins og t.d. byggðakvótinn og hann verður ekki á vegum núverandi kvótahafa heldur einungis opinn markaður með aflaheimildir. Upphafsstaðan í leigupottinum verður samkvæmt frumvarpinu 20 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að hann stækki verulega, komi til aflaaukningar: Fari aflamark yfir 202 þúsund tonn í þorski eiga 40% aukningarinnar að renna í leigupottinn, auk annars sem til fellur. Þessi tvö veigamiklu atriði koma til móts við kröfuna um að aflaheimildirnar séu í reynd eign þjóðarinnar, að nýting auðlindarinnar byggist ekki á eignarhaldi einstakra aðila heldur sé þar um að ræða tímabundinn rétt gegn gjaldi í þjóðarbúið. Enn fremur að allir eigi möguleika á að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli jafnræðis- og atvinnufrelsissjónarmiða á opnum leigumarkaði. Mikilvægt er að leigupotturinn verði nægilega stór til þess að bera uppi eðlilega verðmyndun og tryggja aðgengi með nægu framboði aflaheimilda. Að svo miklu leyti sem ástæða er til að breyta kerfinu frekar en frumvarpið gerir ráð fyrir tel ég brýnt að horft verði til stærðar leigupottsins, að hann eigi möguleika á að vaxa enn frekar og verða stöðugri. Þá virðist mér óhjákvæmilegt að aðskilja veiðar og vinnslu, og tryggja það að óunninn afli fari á íslenskan markað. Enn fremur að inntak nýtingarleyfanna verði skilgreint betur í sjálfum lagatextanum, t.d. með áskilnaði um löglega kjarasamninga þar sem við á, skattskil, umgengni við auðlindina og aðra löghlýðni. Þessum breytingum mun ég beita mér fyrir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlind sinni. Veiðigjaldafrumvarpið, sem er hinn angi þessa máls, tekur á þeim þætti. Gjaldstofn hins sérstaka veiðigjalds er sá umframarður sem til verður í greininni þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnað og gefa greininni svigrúm til ríflegrar ávöxtunar. Notuð er svokölluð árgreiðsluaðferð sem Hagstofan hefur notast við í fjölda ára til þess að greina raunafkomu í sjávarútvegi. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuveganefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítarlegrar athugunar. Sjálfsagt er að skoða vel alla þætti þess máls, án þess þó að hvika frá kröfunni um að sjávarútvegurinn leggi sinn sanngjarna skerf í þjóðarbúið. Miklu varðar að sjávarútvegurinn fái risið undir nafni sem undirstöðuatvinnugrein, bæði í sýnd og reynd. Sem burðargrein í íslensku atvinnulífi þarf hann að koma að endurreisn efnahagslífsins og miðla samfélaginu af þeim gæðum sem þjóðarauðlindin gefur. Þau gæði eru gríðarleg og arðurinn af útvegnum svo mikill að hleypur á tugum milljarða hin síðari ár. Af þessu þarf þjóðin að fá sinn sanngjarna skerf enda er það íslenskt samfélag sem hefur fóstrað þessa mikilvægu atvinnugrein frá öndverðu, og stundum kostað miklu til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Sjá meira
Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarpanna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýtingu auðlindarinnar (veiðigjaldinu). Bæði hafa þau vakið hörð viðbrögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta. Lítum fyrst á frumvarp um stjórn fiskveiða. Verði það að lögum mun eftirfarandi gerast: a) Allar aflaheimildir verða innkallaðar á einu bretti, og þeim úthlutað að nýju til afmarkaðs tíma gegn gjaldi. Þetta er „hluti I“ (nýtingarhlutinn). Með honum er rofinn sá ótímabundni eignarréttur sem útgerðin hefur slegið á aflaheimildirnar í tíð núverandi kvótakerfis. Nýtingin verður einskorðuð við 20 ár. Nái þetta fram að ganga er hraðar farið í þá grundvallarbreytingu sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fyrna aflaheimildir um 5% á ári og koma auðlindinni þannig í hendur þjóðarinnar á 20 árum. b) Til hliðar við nýtingarhlutann verður til „hluti II“ sem samanstendur af nokkrum pottum (leigupottur, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar). Stærstur og þýðingarmestur þeirra er leigupotturinn, opinn og almennur leigumarkaður með aflaheimildir þar sem hægt verður að leigja aflaheimildir frá ári til árs á grundvelli tilboða á kvótaþingi. Þessi leigupottur verður ekki á forræði ráðherra, hann verður ekki háður neinni pólitískri stýringu eins og t.d. byggðakvótinn og hann verður ekki á vegum núverandi kvótahafa heldur einungis opinn markaður með aflaheimildir. Upphafsstaðan í leigupottinum verður samkvæmt frumvarpinu 20 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að hann stækki verulega, komi til aflaaukningar: Fari aflamark yfir 202 þúsund tonn í þorski eiga 40% aukningarinnar að renna í leigupottinn, auk annars sem til fellur. Þessi tvö veigamiklu atriði koma til móts við kröfuna um að aflaheimildirnar séu í reynd eign þjóðarinnar, að nýting auðlindarinnar byggist ekki á eignarhaldi einstakra aðila heldur sé þar um að ræða tímabundinn rétt gegn gjaldi í þjóðarbúið. Enn fremur að allir eigi möguleika á að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli jafnræðis- og atvinnufrelsissjónarmiða á opnum leigumarkaði. Mikilvægt er að leigupotturinn verði nægilega stór til þess að bera uppi eðlilega verðmyndun og tryggja aðgengi með nægu framboði aflaheimilda. Að svo miklu leyti sem ástæða er til að breyta kerfinu frekar en frumvarpið gerir ráð fyrir tel ég brýnt að horft verði til stærðar leigupottsins, að hann eigi möguleika á að vaxa enn frekar og verða stöðugri. Þá virðist mér óhjákvæmilegt að aðskilja veiðar og vinnslu, og tryggja það að óunninn afli fari á íslenskan markað. Enn fremur að inntak nýtingarleyfanna verði skilgreint betur í sjálfum lagatextanum, t.d. með áskilnaði um löglega kjarasamninga þar sem við á, skattskil, umgengni við auðlindina og aðra löghlýðni. Þessum breytingum mun ég beita mér fyrir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlind sinni. Veiðigjaldafrumvarpið, sem er hinn angi þessa máls, tekur á þeim þætti. Gjaldstofn hins sérstaka veiðigjalds er sá umframarður sem til verður í greininni þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnað og gefa greininni svigrúm til ríflegrar ávöxtunar. Notuð er svokölluð árgreiðsluaðferð sem Hagstofan hefur notast við í fjölda ára til þess að greina raunafkomu í sjávarútvegi. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuveganefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítarlegrar athugunar. Sjálfsagt er að skoða vel alla þætti þess máls, án þess þó að hvika frá kröfunni um að sjávarútvegurinn leggi sinn sanngjarna skerf í þjóðarbúið. Miklu varðar að sjávarútvegurinn fái risið undir nafni sem undirstöðuatvinnugrein, bæði í sýnd og reynd. Sem burðargrein í íslensku atvinnulífi þarf hann að koma að endurreisn efnahagslífsins og miðla samfélaginu af þeim gæðum sem þjóðarauðlindin gefur. Þau gæði eru gríðarleg og arðurinn af útvegnum svo mikill að hleypur á tugum milljarða hin síðari ár. Af þessu þarf þjóðin að fá sinn sanngjarna skerf enda er það íslenskt samfélag sem hefur fóstrað þessa mikilvægu atvinnugrein frá öndverðu, og stundum kostað miklu til.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar