Hvað skal með „stóra kvótamálið“? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 8. maí 2012 06:00 Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarpanna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýtingu auðlindarinnar (veiðigjaldinu). Bæði hafa þau vakið hörð viðbrögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta. Lítum fyrst á frumvarp um stjórn fiskveiða. Verði það að lögum mun eftirfarandi gerast: a) Allar aflaheimildir verða innkallaðar á einu bretti, og þeim úthlutað að nýju til afmarkaðs tíma gegn gjaldi. Þetta er „hluti I“ (nýtingarhlutinn). Með honum er rofinn sá ótímabundni eignarréttur sem útgerðin hefur slegið á aflaheimildirnar í tíð núverandi kvótakerfis. Nýtingin verður einskorðuð við 20 ár. Nái þetta fram að ganga er hraðar farið í þá grundvallarbreytingu sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fyrna aflaheimildir um 5% á ári og koma auðlindinni þannig í hendur þjóðarinnar á 20 árum. b) Til hliðar við nýtingarhlutann verður til „hluti II“ sem samanstendur af nokkrum pottum (leigupottur, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar). Stærstur og þýðingarmestur þeirra er leigupotturinn, opinn og almennur leigumarkaður með aflaheimildir þar sem hægt verður að leigja aflaheimildir frá ári til árs á grundvelli tilboða á kvótaþingi. Þessi leigupottur verður ekki á forræði ráðherra, hann verður ekki háður neinni pólitískri stýringu eins og t.d. byggðakvótinn og hann verður ekki á vegum núverandi kvótahafa heldur einungis opinn markaður með aflaheimildir. Upphafsstaðan í leigupottinum verður samkvæmt frumvarpinu 20 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að hann stækki verulega, komi til aflaaukningar: Fari aflamark yfir 202 þúsund tonn í þorski eiga 40% aukningarinnar að renna í leigupottinn, auk annars sem til fellur. Þessi tvö veigamiklu atriði koma til móts við kröfuna um að aflaheimildirnar séu í reynd eign þjóðarinnar, að nýting auðlindarinnar byggist ekki á eignarhaldi einstakra aðila heldur sé þar um að ræða tímabundinn rétt gegn gjaldi í þjóðarbúið. Enn fremur að allir eigi möguleika á að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli jafnræðis- og atvinnufrelsissjónarmiða á opnum leigumarkaði. Mikilvægt er að leigupotturinn verði nægilega stór til þess að bera uppi eðlilega verðmyndun og tryggja aðgengi með nægu framboði aflaheimilda. Að svo miklu leyti sem ástæða er til að breyta kerfinu frekar en frumvarpið gerir ráð fyrir tel ég brýnt að horft verði til stærðar leigupottsins, að hann eigi möguleika á að vaxa enn frekar og verða stöðugri. Þá virðist mér óhjákvæmilegt að aðskilja veiðar og vinnslu, og tryggja það að óunninn afli fari á íslenskan markað. Enn fremur að inntak nýtingarleyfanna verði skilgreint betur í sjálfum lagatextanum, t.d. með áskilnaði um löglega kjarasamninga þar sem við á, skattskil, umgengni við auðlindina og aðra löghlýðni. Þessum breytingum mun ég beita mér fyrir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlind sinni. Veiðigjaldafrumvarpið, sem er hinn angi þessa máls, tekur á þeim þætti. Gjaldstofn hins sérstaka veiðigjalds er sá umframarður sem til verður í greininni þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnað og gefa greininni svigrúm til ríflegrar ávöxtunar. Notuð er svokölluð árgreiðsluaðferð sem Hagstofan hefur notast við í fjölda ára til þess að greina raunafkomu í sjávarútvegi. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuveganefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítarlegrar athugunar. Sjálfsagt er að skoða vel alla þætti þess máls, án þess þó að hvika frá kröfunni um að sjávarútvegurinn leggi sinn sanngjarna skerf í þjóðarbúið. Miklu varðar að sjávarútvegurinn fái risið undir nafni sem undirstöðuatvinnugrein, bæði í sýnd og reynd. Sem burðargrein í íslensku atvinnulífi þarf hann að koma að endurreisn efnahagslífsins og miðla samfélaginu af þeim gæðum sem þjóðarauðlindin gefur. Þau gæði eru gríðarleg og arðurinn af útvegnum svo mikill að hleypur á tugum milljarða hin síðari ár. Af þessu þarf þjóðin að fá sinn sanngjarna skerf enda er það íslenskt samfélag sem hefur fóstrað þessa mikilvægu atvinnugrein frá öndverðu, og stundum kostað miklu til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarpanna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýtingu auðlindarinnar (veiðigjaldinu). Bæði hafa þau vakið hörð viðbrögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta. Lítum fyrst á frumvarp um stjórn fiskveiða. Verði það að lögum mun eftirfarandi gerast: a) Allar aflaheimildir verða innkallaðar á einu bretti, og þeim úthlutað að nýju til afmarkaðs tíma gegn gjaldi. Þetta er „hluti I“ (nýtingarhlutinn). Með honum er rofinn sá ótímabundni eignarréttur sem útgerðin hefur slegið á aflaheimildirnar í tíð núverandi kvótakerfis. Nýtingin verður einskorðuð við 20 ár. Nái þetta fram að ganga er hraðar farið í þá grundvallarbreytingu sem Samfylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fyrna aflaheimildir um 5% á ári og koma auðlindinni þannig í hendur þjóðarinnar á 20 árum. b) Til hliðar við nýtingarhlutann verður til „hluti II“ sem samanstendur af nokkrum pottum (leigupottur, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar). Stærstur og þýðingarmestur þeirra er leigupotturinn, opinn og almennur leigumarkaður með aflaheimildir þar sem hægt verður að leigja aflaheimildir frá ári til árs á grundvelli tilboða á kvótaþingi. Þessi leigupottur verður ekki á forræði ráðherra, hann verður ekki háður neinni pólitískri stýringu eins og t.d. byggðakvótinn og hann verður ekki á vegum núverandi kvótahafa heldur einungis opinn markaður með aflaheimildir. Upphafsstaðan í leigupottinum verður samkvæmt frumvarpinu 20 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að hann stækki verulega, komi til aflaaukningar: Fari aflamark yfir 202 þúsund tonn í þorski eiga 40% aukningarinnar að renna í leigupottinn, auk annars sem til fellur. Þessi tvö veigamiklu atriði koma til móts við kröfuna um að aflaheimildirnar séu í reynd eign þjóðarinnar, að nýting auðlindarinnar byggist ekki á eignarhaldi einstakra aðila heldur sé þar um að ræða tímabundinn rétt gegn gjaldi í þjóðarbúið. Enn fremur að allir eigi möguleika á að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli jafnræðis- og atvinnufrelsissjónarmiða á opnum leigumarkaði. Mikilvægt er að leigupotturinn verði nægilega stór til þess að bera uppi eðlilega verðmyndun og tryggja aðgengi með nægu framboði aflaheimilda. Að svo miklu leyti sem ástæða er til að breyta kerfinu frekar en frumvarpið gerir ráð fyrir tel ég brýnt að horft verði til stærðar leigupottsins, að hann eigi möguleika á að vaxa enn frekar og verða stöðugri. Þá virðist mér óhjákvæmilegt að aðskilja veiðar og vinnslu, og tryggja það að óunninn afli fari á íslenskan markað. Enn fremur að inntak nýtingarleyfanna verði skilgreint betur í sjálfum lagatextanum, t.d. með áskilnaði um löglega kjarasamninga þar sem við á, skattskil, umgengni við auðlindina og aðra löghlýðni. Þessum breytingum mun ég beita mér fyrir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlind sinni. Veiðigjaldafrumvarpið, sem er hinn angi þessa máls, tekur á þeim þætti. Gjaldstofn hins sérstaka veiðigjalds er sá umframarður sem til verður í greininni þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnað og gefa greininni svigrúm til ríflegrar ávöxtunar. Notuð er svokölluð árgreiðsluaðferð sem Hagstofan hefur notast við í fjölda ára til þess að greina raunafkomu í sjávarútvegi. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuveganefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítarlegrar athugunar. Sjálfsagt er að skoða vel alla þætti þess máls, án þess þó að hvika frá kröfunni um að sjávarútvegurinn leggi sinn sanngjarna skerf í þjóðarbúið. Miklu varðar að sjávarútvegurinn fái risið undir nafni sem undirstöðuatvinnugrein, bæði í sýnd og reynd. Sem burðargrein í íslensku atvinnulífi þarf hann að koma að endurreisn efnahagslífsins og miðla samfélaginu af þeim gæðum sem þjóðarauðlindin gefur. Þau gæði eru gríðarleg og arðurinn af útvegnum svo mikill að hleypur á tugum milljarða hin síðari ár. Af þessu þarf þjóðin að fá sinn sanngjarna skerf enda er það íslenskt samfélag sem hefur fóstrað þessa mikilvægu atvinnugrein frá öndverðu, og stundum kostað miklu til.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar