Áhætturekstur Bændasamtaka Íslands Þórólfur Matthíasson skrifar 3. maí 2012 10:00 Ég hef eftir talsverða eftirgangsmuni og fyrir tilstilli úrskurðarnefndar um upplýsingamál fengið ársreikning Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008 til 2010 afhentan óritskoðaðan. Það er ekki fögur lesning. Og fleiri ágengar spurningar vakna í kjölfar þeirra sem svör fást við. Bændasamtök Íslands eiga einkahlutafélögin Hótel Saga ehf. og Hótel Ísland ehf. Þessi félög hafa til umráða umtalsverðar og verðmætar fasteignir tengdar hótel- og veitingarekstri sínum. Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi! Félagið virðist ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2010. Eigandinn, Bændasamtökin, tekur afleiðingu þessarar stöðu og færir verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll bæði í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og afskrifar 950 milljón króna skuld Hótels Sögu við Bændasamtök Íslands. Af efnahagsreikningi Bændasamtakanna verður einnig ráðið að Bændasamtökin hafi talsverðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. Hér vaknar sú spurning hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 milljónir króna 2009/10 og 702 milljónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxtatekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virðist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjárreikningi. Margar spurningar vakna í kjölfar þessa lestrar. Hér eru nokkrar:1. Hvað skýrir hið mikla tap í hótelrekstri Bændasamtakanna síðan 2006? 2. Er tap Bændasamtakanna sambærilegt við tap annarra rekstraraðila í sams konar rekstri hér á landi á sama tíma? 3. Hafa lánastofnanir verið viljugri til að lána til hótelrekstrar Bændasamtakanna en til hótelrekstrar annarra aðila? Og ef það er tilfellið, þá hvers vegna? 4. Er rétt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela? 5. Er rétt að félag, sem að stórum hluta hefur tekjur af opinberu fé, sé jafnframt að byggja upp eiginfé sem notað er í áhætturekstri? 6. Hvaða samrekstrarhagkvæmni er fólgin í því að reka saman hagsmunasamtök bænda annars vegar og hótel hins vegar? Eða að reka saman hagsmunasamtök annars vegar og bari og lúxusveitingahús hins vegar? 7. Hvernig er hægt að skýra milljarða halla á rekstri hótela og veitingahúsa þegar ferðamenn flykkjast til landsins sem aldrei fyrr? 8. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað aðstreymi geymslufjár úr ríkissjóði, og ef svo er að hve miklu leyti? 9. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað frástreymi geymslufjár til umbjóðenda sinna, bænda, og þá í hvað ríkum mæli? 10. Hvaða sjónarmið leggja Bændasamtökin til grundvallar þegar þau safna geymslufé á vaxtaberandi reikninga? Af hverju aukast fjárhæðir á þessum reikningum áramót eftir áramót á tímabilinu 2007 til 2010? 11. Hefur það verklag sem viðhaft er hvað varðar fjárreiður Bændasamtakanna verið borið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið? 12. Hver hafa viðbrögð ráðuneytisins verið? 13. Hefur ráðuneytið fylgst af eigin frumkvæði með því hvernig Bændasamtökin greiða út styrki og annað ríkissjóðsfé til bænda? 14. Hafa Bændasamtökin beinan eða óbeinan ávinning af umsýslu geymslufjár? 15. Með hvaða hætti hafa kjörnir og ráðnir forsvarsmenn Bændasamtakanna gert aðildarfélögum sínum grein fyrir tapi af hótelrekstrinum? 16. Hafa komið upp hugmyndir um að fá óháða aðila til að gera úttekt á hallarekstri félaga í eigu Bændasamtaka Íslands? 17. Hefur verið fjallað um hallarekstur félaga í eigu Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu? 18. Hvers vegna eru Bændasamtökin mótfallin því að umsýsla sty rkja til bænda fari um sérstaka greiðslustofu að evrópskri fyrirmynd? Allar þessar spurningar snerta neytendur og skattgreiðendur beint, því staðreyndin er sú að með núverandi fyrirkomulagi á sölumálum landbúnaðarins lendir allur kostnaður, nauðsynlegur jafnt sem ónauðsynlegur, að lokum annað hvort á neytendum í formi hærra vöruverðs eða hjá skattgreiðendum í formi hærri beingreiðslna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef eftir talsverða eftirgangsmuni og fyrir tilstilli úrskurðarnefndar um upplýsingamál fengið ársreikning Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008 til 2010 afhentan óritskoðaðan. Það er ekki fögur lesning. Og fleiri ágengar spurningar vakna í kjölfar þeirra sem svör fást við. Bændasamtök Íslands eiga einkahlutafélögin Hótel Saga ehf. og Hótel Ísland ehf. Þessi félög hafa til umráða umtalsverðar og verðmætar fasteignir tengdar hótel- og veitingarekstri sínum. Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi! Félagið virðist ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2010. Eigandinn, Bændasamtökin, tekur afleiðingu þessarar stöðu og færir verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll bæði í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og afskrifar 950 milljón króna skuld Hótels Sögu við Bændasamtök Íslands. Af efnahagsreikningi Bændasamtakanna verður einnig ráðið að Bændasamtökin hafi talsverðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. Hér vaknar sú spurning hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 milljónir króna 2009/10 og 702 milljónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxtatekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virðist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjárreikningi. Margar spurningar vakna í kjölfar þessa lestrar. Hér eru nokkrar:1. Hvað skýrir hið mikla tap í hótelrekstri Bændasamtakanna síðan 2006? 2. Er tap Bændasamtakanna sambærilegt við tap annarra rekstraraðila í sams konar rekstri hér á landi á sama tíma? 3. Hafa lánastofnanir verið viljugri til að lána til hótelrekstrar Bændasamtakanna en til hótelrekstrar annarra aðila? Og ef það er tilfellið, þá hvers vegna? 4. Er rétt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela? 5. Er rétt að félag, sem að stórum hluta hefur tekjur af opinberu fé, sé jafnframt að byggja upp eiginfé sem notað er í áhætturekstri? 6. Hvaða samrekstrarhagkvæmni er fólgin í því að reka saman hagsmunasamtök bænda annars vegar og hótel hins vegar? Eða að reka saman hagsmunasamtök annars vegar og bari og lúxusveitingahús hins vegar? 7. Hvernig er hægt að skýra milljarða halla á rekstri hótela og veitingahúsa þegar ferðamenn flykkjast til landsins sem aldrei fyrr? 8. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað aðstreymi geymslufjár úr ríkissjóði, og ef svo er að hve miklu leyti? 9. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað frástreymi geymslufjár til umbjóðenda sinna, bænda, og þá í hvað ríkum mæli? 10. Hvaða sjónarmið leggja Bændasamtökin til grundvallar þegar þau safna geymslufé á vaxtaberandi reikninga? Af hverju aukast fjárhæðir á þessum reikningum áramót eftir áramót á tímabilinu 2007 til 2010? 11. Hefur það verklag sem viðhaft er hvað varðar fjárreiður Bændasamtakanna verið borið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið? 12. Hver hafa viðbrögð ráðuneytisins verið? 13. Hefur ráðuneytið fylgst af eigin frumkvæði með því hvernig Bændasamtökin greiða út styrki og annað ríkissjóðsfé til bænda? 14. Hafa Bændasamtökin beinan eða óbeinan ávinning af umsýslu geymslufjár? 15. Með hvaða hætti hafa kjörnir og ráðnir forsvarsmenn Bændasamtakanna gert aðildarfélögum sínum grein fyrir tapi af hótelrekstrinum? 16. Hafa komið upp hugmyndir um að fá óháða aðila til að gera úttekt á hallarekstri félaga í eigu Bændasamtaka Íslands? 17. Hefur verið fjallað um hallarekstur félaga í eigu Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu? 18. Hvers vegna eru Bændasamtökin mótfallin því að umsýsla sty rkja til bænda fari um sérstaka greiðslustofu að evrópskri fyrirmynd? Allar þessar spurningar snerta neytendur og skattgreiðendur beint, því staðreyndin er sú að með núverandi fyrirkomulagi á sölumálum landbúnaðarins lendir allur kostnaður, nauðsynlegur jafnt sem ónauðsynlegur, að lokum annað hvort á neytendum í formi hærra vöruverðs eða hjá skattgreiðendum í formi hærri beingreiðslna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar