Hafnaboltamaðurinn í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2012 08:00 Weeden fagnar eftir sigur á Andrew Luck og Stanford-skólanum í janúar. nordicphotos/getty Stuðningsmenn Cleveland Browns gætu átt bjartari tíma í vændum. Í nýliðavali NFL-deildarinnar fékk liðið hlauparann efnilega Trent Richardson og leikstjórnandann Brandon Weeder. Leikstjórnandi Browns, Colt McCoy, mun því fá samkeppni frá nýliða sem er þremur árum eldri en hann. Hvernig stendur á því? Jú, Weeden er 28 ára gamall og á hreint ótrúlega sögu í bandarísku íþróttalífi. Í nýliðavalinu varð hann elsti leikmaður í sögu valsins sem valinn er í fyrstu umferð. Hann er þess utan elsti maðurinn sem hefur verið valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar síðan árið 1967. Talið er að McCoy vilji fara frá félaginu eftir þetta val en hvort eitthvað lið vill fá hann er svo allt önnur saga. Mike Holmgren, sem gerði Green Bay Packers að meisturum og gerði svo alvöru lið úr Seattle Seahawks, sér um uppbyggingu liðsins í Cleveland en það er í eigu Randy Lerner sem á einnig enska knattspyrnufélagið Aston Villa. Holmgren hefur trú á því að með Weeden sem leikstjórnanda geti Browns farið að geta eitthvað aftur eftir mörg mögur ár. Weeden hefur alla tíð verið mikill íþróttamaður en þegar hann var búinn með framhaldsskóla taldi hann að leið sín í atvinnumennsku væri í gegnum hafnaboltann þó svo hann væri einnig liðtækur í amerískum fótbolta. Hann var ekki einn um það því stærsta hafnaboltalið Bandaríkjanna, New York Yankees, valdi hann í annarri umferð nýliðavalsins árið 2002. Weeden náði aldrei að festa sig í sessi þar og spilaði með neðrideildarliðum í fimm ár. Þá var honum nóg boðið og ákvað að skella sér í háskóla. Hann ákvað að láta hafnaboltann eiga sig í Oklahoma State-skólanum og einbeitti sér að því að vera leikstjórnandi í amerískum fótbolta. Það gerði Weeden með glæsibrag og fór svo að hann var valinn númer 22 í nýliðavalinu. „Þetta er með algjörum ólíkindum. Þetta er bara frábært. Að hafa verið valinn til Cleveland númer 22 er draumur fyrir mig. Ég er mjög lánsamur," sagði Weeden með tárin í augunum en nýliðinn verður orðinn 29 ára þegar leiktímabilið í NFL-deildinni hefst. „Hvern hefði grunað þegar ég var leikstjórnandi númer þrjú hjá Oklahoma State að ég kæmist hingað? Ég er búinn að leggja ótrúlega hart að mér til þess að komast hingað." Weeden var ólíkt flestum sem voru valdir í fyrstu umferð ekki á staðnum. Hann fylgdist með í sjónvarpi heima hjá foreldrum sínum ásamt 50 öðrum vinum. Þegar símtalið kom frá Browns um að þeir ætluðu sér að velja Weeden þá varð allt vitlaust heima hjá foreldrum hans. Draumurinn var loksins orðinn að veruleika. Síðustu tvö ár hefur Weeden verið aðalleikstjórnandi Oklahoma og slegið flest met sem máli skipta hjá skólanum. Þrír aðrir leikstjórnendur voru valdir á undan Weeden í nýliðavalinu og flestir sérfræðingar voru á því að Weeden hefði klárlega verið á meðal tíu fyrstu í valinu ef hann væri yngri. Það kom engum á óvart að Andrew Luck frá Stanford-háskólanum skyldi verða valinn fyrstur af Indianapolis Colts. Luck fær það verðuga verkefni að leysa goðsögnina Peyton Manning af hólmi hjá Colts. Það verður ekki auðvelt verk. Það er skemmtileg tilviljun að þeir Luck og Weeden mættust í síðasta leik þeirra í háskólaboltanum. Þá mættust Oklahoma State og Stanford í Fiesta Bowl-leiknum. Weeden undirstrikaði í þeim leik hversu góður hann er með því að hafa betur gegn Luck í hreint út sagt frábærum leik. Lokatölur þar 41-38 og frábær frammistaða Weeden gerði klárlega gæfumuninn í þeim leik. NFL Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Stuðningsmenn Cleveland Browns gætu átt bjartari tíma í vændum. Í nýliðavali NFL-deildarinnar fékk liðið hlauparann efnilega Trent Richardson og leikstjórnandann Brandon Weeder. Leikstjórnandi Browns, Colt McCoy, mun því fá samkeppni frá nýliða sem er þremur árum eldri en hann. Hvernig stendur á því? Jú, Weeden er 28 ára gamall og á hreint ótrúlega sögu í bandarísku íþróttalífi. Í nýliðavalinu varð hann elsti leikmaður í sögu valsins sem valinn er í fyrstu umferð. Hann er þess utan elsti maðurinn sem hefur verið valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar síðan árið 1967. Talið er að McCoy vilji fara frá félaginu eftir þetta val en hvort eitthvað lið vill fá hann er svo allt önnur saga. Mike Holmgren, sem gerði Green Bay Packers að meisturum og gerði svo alvöru lið úr Seattle Seahawks, sér um uppbyggingu liðsins í Cleveland en það er í eigu Randy Lerner sem á einnig enska knattspyrnufélagið Aston Villa. Holmgren hefur trú á því að með Weeden sem leikstjórnanda geti Browns farið að geta eitthvað aftur eftir mörg mögur ár. Weeden hefur alla tíð verið mikill íþróttamaður en þegar hann var búinn með framhaldsskóla taldi hann að leið sín í atvinnumennsku væri í gegnum hafnaboltann þó svo hann væri einnig liðtækur í amerískum fótbolta. Hann var ekki einn um það því stærsta hafnaboltalið Bandaríkjanna, New York Yankees, valdi hann í annarri umferð nýliðavalsins árið 2002. Weeden náði aldrei að festa sig í sessi þar og spilaði með neðrideildarliðum í fimm ár. Þá var honum nóg boðið og ákvað að skella sér í háskóla. Hann ákvað að láta hafnaboltann eiga sig í Oklahoma State-skólanum og einbeitti sér að því að vera leikstjórnandi í amerískum fótbolta. Það gerði Weeden með glæsibrag og fór svo að hann var valinn númer 22 í nýliðavalinu. „Þetta er með algjörum ólíkindum. Þetta er bara frábært. Að hafa verið valinn til Cleveland númer 22 er draumur fyrir mig. Ég er mjög lánsamur," sagði Weeden með tárin í augunum en nýliðinn verður orðinn 29 ára þegar leiktímabilið í NFL-deildinni hefst. „Hvern hefði grunað þegar ég var leikstjórnandi númer þrjú hjá Oklahoma State að ég kæmist hingað? Ég er búinn að leggja ótrúlega hart að mér til þess að komast hingað." Weeden var ólíkt flestum sem voru valdir í fyrstu umferð ekki á staðnum. Hann fylgdist með í sjónvarpi heima hjá foreldrum sínum ásamt 50 öðrum vinum. Þegar símtalið kom frá Browns um að þeir ætluðu sér að velja Weeden þá varð allt vitlaust heima hjá foreldrum hans. Draumurinn var loksins orðinn að veruleika. Síðustu tvö ár hefur Weeden verið aðalleikstjórnandi Oklahoma og slegið flest met sem máli skipta hjá skólanum. Þrír aðrir leikstjórnendur voru valdir á undan Weeden í nýliðavalinu og flestir sérfræðingar voru á því að Weeden hefði klárlega verið á meðal tíu fyrstu í valinu ef hann væri yngri. Það kom engum á óvart að Andrew Luck frá Stanford-háskólanum skyldi verða valinn fyrstur af Indianapolis Colts. Luck fær það verðuga verkefni að leysa goðsögnina Peyton Manning af hólmi hjá Colts. Það verður ekki auðvelt verk. Það er skemmtileg tilviljun að þeir Luck og Weeden mættust í síðasta leik þeirra í háskólaboltanum. Þá mættust Oklahoma State og Stanford í Fiesta Bowl-leiknum. Weeden undirstrikaði í þeim leik hversu góður hann er með því að hafa betur gegn Luck í hreint út sagt frábærum leik. Lokatölur þar 41-38 og frábær frammistaða Weeden gerði klárlega gæfumuninn í þeim leik.
NFL Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira