Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland 20. apríl 2012 06:00 Breivik heilsaði ekki að nasista-sið þegar hann gekk í dómsalinn í gær. Verjandi hans, Geir Lippestad, fylgdist með framburði hans.nordicphotos/afp Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. birgirh@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. birgirh@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira