Aukum hagvöxt Svana Helen Björnsdóttir skrifar 18. apríl 2012 06:00 Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. Ýmsir hafa réttilega bent á að stórframkvæmdir og fjárfestingar erlendra aðila séu nauðsynlegar til að auka hagvöxtinn. Um leið varpa menn gjarnan ábyrgðinni alfarið á stjórnvöld og bíða eftir að þau eða aðrir leysi vandann í stað þess að líta sér nær og spyrja: „Hvað get ég gert til að auka hagvöxt á Íslandi?“ Vilji menn auka hagvöxt er best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem nú þegar á sér stað í landinu. Iðnaðurinn aflar um helmings útflutningstekna landsins og skapar að jafnaði tæplega fjórðung af landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Í iðnaði starfar ennfremur um fimmtungur þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækin í Samtökum iðnaðarins starfa í ýmsum atvinnugreinum, s.s. í byggingariðnaði, tækni- og hugverkagreinum, matvælaiðnaði, stóriðju, framleiðslu og fjölbreyttum hönnunar- og þjónustugreinum. Ef litið er til vaxtarmöguleika atvinnugreina, er ljóst að tækni- og hugverkaiðnaður er sú tegund iðnaðar sem á hvað mesta vaxtarmöguleika hér á landi. Það er m.a. sérhæfð matvæla- og efnavinnsla til útflutnings, heilbrigðisþjónusta, hönnun og sköpun ýmis konar auk verkfræði, m.a. á sviði orku- og umhverfismála. Það gefur auga leið að skynsamlegt er að byggja á því sem þegar er til staðar og góð reynsla er af. Það liggur einnig beint við að ætla að þeir aðilar sem gerst þekkja til í rekstri fyrirtækja landsins séu færir um að taka rekstur sinn skrefinu lengra, auka nýsköpun og um leið verðmætasköpun með útflutning að markmiði. Betri sérfræðinga en þá sem nú starfa í fyrirtækjum landsins finnum við vart hér á landi. Það er miklu nærtækara að fela hæfu rekstrarfólki slík verkefni en ætlast til að eingöngu stjórnvöld og erlendar fjárfestingar skrifaðar í skýin leysi hagvaxtarvandann. Er ekki kominn tími til þess að huga að nýsköpun og verðmætasköpun sem nær út fyrir hefðbundnar starfsgreinar og um leið þvert yfir þær? Sílóin sem við höfum komið okkur upp og múrarnir sem við höfum byggt til varnar atvinnugreinum landsins eru e.t.v. hindrun í þeirri nýju sköpun sem hér þarf að eiga sér stað. Í Samtökum iðnaðarins eru menn reiðubúnir til að starfa saman að settu marki. Þar bíða menn ekki eftir stjórnvöldum, heldur láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. Ýmsir hafa réttilega bent á að stórframkvæmdir og fjárfestingar erlendra aðila séu nauðsynlegar til að auka hagvöxtinn. Um leið varpa menn gjarnan ábyrgðinni alfarið á stjórnvöld og bíða eftir að þau eða aðrir leysi vandann í stað þess að líta sér nær og spyrja: „Hvað get ég gert til að auka hagvöxt á Íslandi?“ Vilji menn auka hagvöxt er best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem nú þegar á sér stað í landinu. Iðnaðurinn aflar um helmings útflutningstekna landsins og skapar að jafnaði tæplega fjórðung af landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Í iðnaði starfar ennfremur um fimmtungur þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækin í Samtökum iðnaðarins starfa í ýmsum atvinnugreinum, s.s. í byggingariðnaði, tækni- og hugverkagreinum, matvælaiðnaði, stóriðju, framleiðslu og fjölbreyttum hönnunar- og þjónustugreinum. Ef litið er til vaxtarmöguleika atvinnugreina, er ljóst að tækni- og hugverkaiðnaður er sú tegund iðnaðar sem á hvað mesta vaxtarmöguleika hér á landi. Það er m.a. sérhæfð matvæla- og efnavinnsla til útflutnings, heilbrigðisþjónusta, hönnun og sköpun ýmis konar auk verkfræði, m.a. á sviði orku- og umhverfismála. Það gefur auga leið að skynsamlegt er að byggja á því sem þegar er til staðar og góð reynsla er af. Það liggur einnig beint við að ætla að þeir aðilar sem gerst þekkja til í rekstri fyrirtækja landsins séu færir um að taka rekstur sinn skrefinu lengra, auka nýsköpun og um leið verðmætasköpun með útflutning að markmiði. Betri sérfræðinga en þá sem nú starfa í fyrirtækjum landsins finnum við vart hér á landi. Það er miklu nærtækara að fela hæfu rekstrarfólki slík verkefni en ætlast til að eingöngu stjórnvöld og erlendar fjárfestingar skrifaðar í skýin leysi hagvaxtarvandann. Er ekki kominn tími til þess að huga að nýsköpun og verðmætasköpun sem nær út fyrir hefðbundnar starfsgreinar og um leið þvert yfir þær? Sílóin sem við höfum komið okkur upp og múrarnir sem við höfum byggt til varnar atvinnugreinum landsins eru e.t.v. hindrun í þeirri nýju sköpun sem hér þarf að eiga sér stað. Í Samtökum iðnaðarins eru menn reiðubúnir til að starfa saman að settu marki. Þar bíða menn ekki eftir stjórnvöldum, heldur láta verkin tala.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar