Suðurorku í bið – Skaftársvæðið í vernd Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. apríl 2012 06:00 Framkvæmdastjóri Suðurorku komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum vegna áforma fyrirtækisins um Búlandsvirkjun. Hvorki náttúrunni né heimamönnum var þar léð eyra. Nokkrar rangfærslur voru í fréttinni, en um mikilvægt náttúruverndarsvæði er að ræða. Í fyrsta lagi var því slegið fram að Búlandsvirkjun hafi verið metin einn hagkvæmasti virkjanakosturinn í 1. áfanga rammaáætlunar (RÁ). Staðreyndin er sú að þessi virkjunarhugmynd var ekki metin í RÁ 1, heldur önnur útfærsla á virkjun í Skaftá (Skaftárvirkjun) sem gerði m.a. ráð fyrir því að búið væri að losa aur úr ánni með því að veita hluta hennar í Langasjó. Í öðru lagi er haft eftir framkvæmdastjóra Suðurorku: „Efnislegu rökin fyrir að setja okkur [áhersla er greinarhöfundar] í bið voru frekar slöpp. Hluti af því voru umræður um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs…“ Í drögum að þingsályktunartillögunni sem byggir á RÁ 2 segir að Búlandsvirkjun fari í biðflokk vegna þess að hugmyndin hafi komið seint fram og erfitt hafi verið að meta áhrif hennar, en veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin. Í þriðja lagi segir að Suðurorka ehf. hafi gert samninga við stærstan hluta vatnsréttarhafa vegna virkjunarinnar. Þetta er hrakið í grein eftir íbúa í Skaftártungu í Morgunblaðinu 29. mars sl. Þar kemur fram að einungis sé búið að semja við minnihluta þeirra aðila sem málið varðar. Framkvæmdastjóri Suðurorku segir einnig að Skaftárhrepp vanti sárlega búbót. Ég spyr: Er Búlandsvirkjun búbót þegar ljóst er að virkjunin skaðar þá atvinnuvegi sem Skaftárhreppur byggir á í dag, landbúnað og ferðamennsku, að ógleymdum óásættanlegum áhrifum á undirstöðu þessara atvinnugreina, náttúruna sjálfa? Vatnasvið Skaftár var metið fimmta verðmætasta svæðið af 30 hjá faghópi I í 2. áfanga RÁ og Búlandsvirkjun var í hópi tíu vatnsaflsvirkjana sem myndu hafa hvað neikvæðust umhverfisáhrif. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar RÁ er svæðið sem Búlandsvirkjun tilheyrir í hópi þeirra svæða sem hæst skora á öllum sviðum náttúru- og menningarminja, en þó sérstaklega fyrir jarðminjar og vatnafar, landslag og víðerni. Virkjunin yrði rétt við Eldgjá og áhrifasvæði hennar víðfeðmt. Það er því mun ríkari ástæða að setja Búlandsvirkjun í verndarflokk en orkunýtingarflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Suðurorku komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum vegna áforma fyrirtækisins um Búlandsvirkjun. Hvorki náttúrunni né heimamönnum var þar léð eyra. Nokkrar rangfærslur voru í fréttinni, en um mikilvægt náttúruverndarsvæði er að ræða. Í fyrsta lagi var því slegið fram að Búlandsvirkjun hafi verið metin einn hagkvæmasti virkjanakosturinn í 1. áfanga rammaáætlunar (RÁ). Staðreyndin er sú að þessi virkjunarhugmynd var ekki metin í RÁ 1, heldur önnur útfærsla á virkjun í Skaftá (Skaftárvirkjun) sem gerði m.a. ráð fyrir því að búið væri að losa aur úr ánni með því að veita hluta hennar í Langasjó. Í öðru lagi er haft eftir framkvæmdastjóra Suðurorku: „Efnislegu rökin fyrir að setja okkur [áhersla er greinarhöfundar] í bið voru frekar slöpp. Hluti af því voru umræður um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs…“ Í drögum að þingsályktunartillögunni sem byggir á RÁ 2 segir að Búlandsvirkjun fari í biðflokk vegna þess að hugmyndin hafi komið seint fram og erfitt hafi verið að meta áhrif hennar, en veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin. Í þriðja lagi segir að Suðurorka ehf. hafi gert samninga við stærstan hluta vatnsréttarhafa vegna virkjunarinnar. Þetta er hrakið í grein eftir íbúa í Skaftártungu í Morgunblaðinu 29. mars sl. Þar kemur fram að einungis sé búið að semja við minnihluta þeirra aðila sem málið varðar. Framkvæmdastjóri Suðurorku segir einnig að Skaftárhrepp vanti sárlega búbót. Ég spyr: Er Búlandsvirkjun búbót þegar ljóst er að virkjunin skaðar þá atvinnuvegi sem Skaftárhreppur byggir á í dag, landbúnað og ferðamennsku, að ógleymdum óásættanlegum áhrifum á undirstöðu þessara atvinnugreina, náttúruna sjálfa? Vatnasvið Skaftár var metið fimmta verðmætasta svæðið af 30 hjá faghópi I í 2. áfanga RÁ og Búlandsvirkjun var í hópi tíu vatnsaflsvirkjana sem myndu hafa hvað neikvæðust umhverfisáhrif. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar RÁ er svæðið sem Búlandsvirkjun tilheyrir í hópi þeirra svæða sem hæst skora á öllum sviðum náttúru- og menningarminja, en þó sérstaklega fyrir jarðminjar og vatnafar, landslag og víðerni. Virkjunin yrði rétt við Eldgjá og áhrifasvæði hennar víðfeðmt. Það er því mun ríkari ástæða að setja Búlandsvirkjun í verndarflokk en orkunýtingarflokk.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar