Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2012 08:00 Shanae Baker-Brice úr Njarðvík. Mynd/Stefán Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti