SÍ segist líklega munu tapa á FIH 23. mars 2012 05:30 Helgi Hjörvar. Vegna tímaskorts var verklagsreglum ekki fylgt þegar ákvörðun var tekin um lán upp á 500 milljónir evra, 6. október 2008. Af sömu ástæðu var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu sem Kaupþing lagði fram, sem var hlutur í danska bankanum FIH. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við spurningum Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, um málið. Þar segir að þegar reglur um verklag í neyðarástandi séu samdar liggi ekki fyrir hverjar raunverulegar aðstæður verði. Þær hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja þeim, daginn sem lánið var veitt. Í svarinu kemur einnig fram að miðað við núverandi stöðu séu líkur á að hluti fjárins geti tapast. Það komi þó ekki í ljós fyrr en 2016. Helgi segir svarið sýna að umtalsverðir fjármunir geti glatast, öfugt við það sem haldið hafi verið fram. Það hve aðdragandi lánveitingarinnar hafi verið sérstakur kalli á að kanna hann til hlítar. „Efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd hafa fundað tvívegis um málið. Við munum taka til frekari umfjöllunar hvort og þá hvernig eigi að halda áfram athugun málsins." Í svari Seðlabankans kemur fram að öll meðferð málsins og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. - kóp Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Vegna tímaskorts var verklagsreglum ekki fylgt þegar ákvörðun var tekin um lán upp á 500 milljónir evra, 6. október 2008. Af sömu ástæðu var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu sem Kaupþing lagði fram, sem var hlutur í danska bankanum FIH. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við spurningum Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, um málið. Þar segir að þegar reglur um verklag í neyðarástandi séu samdar liggi ekki fyrir hverjar raunverulegar aðstæður verði. Þær hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja þeim, daginn sem lánið var veitt. Í svarinu kemur einnig fram að miðað við núverandi stöðu séu líkur á að hluti fjárins geti tapast. Það komi þó ekki í ljós fyrr en 2016. Helgi segir svarið sýna að umtalsverðir fjármunir geti glatast, öfugt við það sem haldið hafi verið fram. Það hve aðdragandi lánveitingarinnar hafi verið sérstakur kalli á að kanna hann til hlítar. „Efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd hafa fundað tvívegis um málið. Við munum taka til frekari umfjöllunar hvort og þá hvernig eigi að halda áfram athugun málsins." Í svari Seðlabankans kemur fram að öll meðferð málsins og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. - kóp
Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira