Brjóstkirkjur Örn Bárður Jónsson skrifar 12. mars 2012 06:00 Elsta trúarrit á íslenskri tungu er svonefnd Íslensk hómilíubók frá 12. öld sem er safn helgra texta og prédikana. Þar er minnst á „brjóstkirkjur“ í bæn og vísað með þeim orðum til helgidóma hjartnanna. Brjóstkirkja er fallegt orð. Við eigum öll helgidóm hið innra hver sem trú okkar er. Menn spurðu Jesú forðum um Guðs ríki og hann sagði að það væri hvorki hægt að segja það vera þar eða hér „því Guðs ríki er hið innra með yður.“ Þjóðin er mengi fólks með helgidóm í hverju hjarta. Við þurfum nú að huga að innra lífi okkar. Ástandið í þjóðfélaginu kallar á tiltekt hið innra og afstöðu til þess sem er heilagt í lífi manna á öllum öldum, öllum stöðum og innan allra trúarbragða og kristallast í hinni gullnu reglu Krists um að gera öðrum það sem maður vill að snúi að manni sjálfum og hinu æðsta boðorði um að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Við höfum horft upp á þjóðfélag okkar riða til falls vegna óráðsíu, óeiningar og samræðuhefðar sem er okkur til skammar. Þegar menn sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu kalla hvorn annan bjána á opinberum vettvangi þá er eitthvað mikið að. Við erum samfélag í sárum. Sagt er að 30 þúsund heimili séu undir hamrinum. Úrlausnir eru fáar og sagðar kosta of mikið. En hvað kostar vonleysið, beiskjan og reiðin þegar dæmið verður gert upp? Tilfinningar vonsvikinna einstaklinga rata ekki inn í excel-skjölin, slíkar breytur passa ekki inn í formúlur reiknimeistaranna. Hver er fórnarkostnaður þjóðfélagsins í reiðu og vonsviknu fólki sem búið er að missa trúna á land og þjóð? Ráðaleysi okkar og tafir á viðunandi lausnum á vanda fólks er mikið alvörumál. Sagan sýnir að brjóstkirkjan vaknar í okkur öllum þegar áföll verða. Þegar snjóflóðin á Vestfjörðum dundu yfir hringdu klukkur í brjóstkirkju okkar allra. Flest fólk hefur mjög sterka samkennd með þeim sem líða og standa höllum fæti. Í þekktum sjómannasálmi segir „þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll“. Við erum ein þjóð í einu litlu landi. Hvernig getum við leyst úr málum okkar sem ein fjölskylda? Sjúkrahússprestur tjáði mér að í hans starfi verði hann var við nöturlegar aðstæður ungs fólks sem á sjúk börn eða berst sjálft við erfiða sjúkdóma því sumt af þessu fólki er svo hræðilega fátækt, segir hann. Hvernig getum við látið slíkt viðgangast í landi sem er jafn gjöfult og raun ber vitni? Gleðilegar fréttir heyrði ég nýlega af því hvernig margt fólk kemst út úr viðjum atvinnuleysis. Minnihluti þess fær störf í gegnum opinberar skrifstofur. Flest störf verða til fyrir tilstilli vina, kunningja og skyldmenna. Nánd og umhyggja skapa ný störf. Er ekki kominn tími til að hringja klukkum í brjóstkirkjunum og vekja okkur öll upp til góðra verka? Í líknarþjónustu við deyjandi fólk á sjúkrahúsum skiptir einna mestu máli hlý nærvera og vinátta. Orð og mælgi skipta þar minna máli. Hlýjan og vináttan læknar og eflir ónæmiskerfið, segja læknar. Hvernig getum við læknað þjóðina, læknað hvert annað? Við getum það með elsku, með hlýrri nærveru, með nýrri samræðuhefð sem er laus við sakbendingar og dómsýki en stefnir þess í stað að sátt og friði í samfélaginu. Látum nú klukkurnar hringja í brjóstkirkjum okkar og hefjumst handa við endurreisn samfélagsins. Við getum læknað Ísland og reist það upp á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Elsta trúarrit á íslenskri tungu er svonefnd Íslensk hómilíubók frá 12. öld sem er safn helgra texta og prédikana. Þar er minnst á „brjóstkirkjur“ í bæn og vísað með þeim orðum til helgidóma hjartnanna. Brjóstkirkja er fallegt orð. Við eigum öll helgidóm hið innra hver sem trú okkar er. Menn spurðu Jesú forðum um Guðs ríki og hann sagði að það væri hvorki hægt að segja það vera þar eða hér „því Guðs ríki er hið innra með yður.“ Þjóðin er mengi fólks með helgidóm í hverju hjarta. Við þurfum nú að huga að innra lífi okkar. Ástandið í þjóðfélaginu kallar á tiltekt hið innra og afstöðu til þess sem er heilagt í lífi manna á öllum öldum, öllum stöðum og innan allra trúarbragða og kristallast í hinni gullnu reglu Krists um að gera öðrum það sem maður vill að snúi að manni sjálfum og hinu æðsta boðorði um að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Við höfum horft upp á þjóðfélag okkar riða til falls vegna óráðsíu, óeiningar og samræðuhefðar sem er okkur til skammar. Þegar menn sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu kalla hvorn annan bjána á opinberum vettvangi þá er eitthvað mikið að. Við erum samfélag í sárum. Sagt er að 30 þúsund heimili séu undir hamrinum. Úrlausnir eru fáar og sagðar kosta of mikið. En hvað kostar vonleysið, beiskjan og reiðin þegar dæmið verður gert upp? Tilfinningar vonsvikinna einstaklinga rata ekki inn í excel-skjölin, slíkar breytur passa ekki inn í formúlur reiknimeistaranna. Hver er fórnarkostnaður þjóðfélagsins í reiðu og vonsviknu fólki sem búið er að missa trúna á land og þjóð? Ráðaleysi okkar og tafir á viðunandi lausnum á vanda fólks er mikið alvörumál. Sagan sýnir að brjóstkirkjan vaknar í okkur öllum þegar áföll verða. Þegar snjóflóðin á Vestfjörðum dundu yfir hringdu klukkur í brjóstkirkju okkar allra. Flest fólk hefur mjög sterka samkennd með þeim sem líða og standa höllum fæti. Í þekktum sjómannasálmi segir „þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll“. Við erum ein þjóð í einu litlu landi. Hvernig getum við leyst úr málum okkar sem ein fjölskylda? Sjúkrahússprestur tjáði mér að í hans starfi verði hann var við nöturlegar aðstæður ungs fólks sem á sjúk börn eða berst sjálft við erfiða sjúkdóma því sumt af þessu fólki er svo hræðilega fátækt, segir hann. Hvernig getum við látið slíkt viðgangast í landi sem er jafn gjöfult og raun ber vitni? Gleðilegar fréttir heyrði ég nýlega af því hvernig margt fólk kemst út úr viðjum atvinnuleysis. Minnihluti þess fær störf í gegnum opinberar skrifstofur. Flest störf verða til fyrir tilstilli vina, kunningja og skyldmenna. Nánd og umhyggja skapa ný störf. Er ekki kominn tími til að hringja klukkum í brjóstkirkjunum og vekja okkur öll upp til góðra verka? Í líknarþjónustu við deyjandi fólk á sjúkrahúsum skiptir einna mestu máli hlý nærvera og vinátta. Orð og mælgi skipta þar minna máli. Hlýjan og vináttan læknar og eflir ónæmiskerfið, segja læknar. Hvernig getum við læknað þjóðina, læknað hvert annað? Við getum það með elsku, með hlýrri nærveru, með nýrri samræðuhefð sem er laus við sakbendingar og dómsýki en stefnir þess í stað að sátt og friði í samfélaginu. Látum nú klukkurnar hringja í brjóstkirkjum okkar og hefjumst handa við endurreisn samfélagsins. Við getum læknað Ísland og reist það upp á ný.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun