Brjóstkirkjur Örn Bárður Jónsson skrifar 12. mars 2012 06:00 Elsta trúarrit á íslenskri tungu er svonefnd Íslensk hómilíubók frá 12. öld sem er safn helgra texta og prédikana. Þar er minnst á „brjóstkirkjur“ í bæn og vísað með þeim orðum til helgidóma hjartnanna. Brjóstkirkja er fallegt orð. Við eigum öll helgidóm hið innra hver sem trú okkar er. Menn spurðu Jesú forðum um Guðs ríki og hann sagði að það væri hvorki hægt að segja það vera þar eða hér „því Guðs ríki er hið innra með yður.“ Þjóðin er mengi fólks með helgidóm í hverju hjarta. Við þurfum nú að huga að innra lífi okkar. Ástandið í þjóðfélaginu kallar á tiltekt hið innra og afstöðu til þess sem er heilagt í lífi manna á öllum öldum, öllum stöðum og innan allra trúarbragða og kristallast í hinni gullnu reglu Krists um að gera öðrum það sem maður vill að snúi að manni sjálfum og hinu æðsta boðorði um að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Við höfum horft upp á þjóðfélag okkar riða til falls vegna óráðsíu, óeiningar og samræðuhefðar sem er okkur til skammar. Þegar menn sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu kalla hvorn annan bjána á opinberum vettvangi þá er eitthvað mikið að. Við erum samfélag í sárum. Sagt er að 30 þúsund heimili séu undir hamrinum. Úrlausnir eru fáar og sagðar kosta of mikið. En hvað kostar vonleysið, beiskjan og reiðin þegar dæmið verður gert upp? Tilfinningar vonsvikinna einstaklinga rata ekki inn í excel-skjölin, slíkar breytur passa ekki inn í formúlur reiknimeistaranna. Hver er fórnarkostnaður þjóðfélagsins í reiðu og vonsviknu fólki sem búið er að missa trúna á land og þjóð? Ráðaleysi okkar og tafir á viðunandi lausnum á vanda fólks er mikið alvörumál. Sagan sýnir að brjóstkirkjan vaknar í okkur öllum þegar áföll verða. Þegar snjóflóðin á Vestfjörðum dundu yfir hringdu klukkur í brjóstkirkju okkar allra. Flest fólk hefur mjög sterka samkennd með þeim sem líða og standa höllum fæti. Í þekktum sjómannasálmi segir „þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll“. Við erum ein þjóð í einu litlu landi. Hvernig getum við leyst úr málum okkar sem ein fjölskylda? Sjúkrahússprestur tjáði mér að í hans starfi verði hann var við nöturlegar aðstæður ungs fólks sem á sjúk börn eða berst sjálft við erfiða sjúkdóma því sumt af þessu fólki er svo hræðilega fátækt, segir hann. Hvernig getum við látið slíkt viðgangast í landi sem er jafn gjöfult og raun ber vitni? Gleðilegar fréttir heyrði ég nýlega af því hvernig margt fólk kemst út úr viðjum atvinnuleysis. Minnihluti þess fær störf í gegnum opinberar skrifstofur. Flest störf verða til fyrir tilstilli vina, kunningja og skyldmenna. Nánd og umhyggja skapa ný störf. Er ekki kominn tími til að hringja klukkum í brjóstkirkjunum og vekja okkur öll upp til góðra verka? Í líknarþjónustu við deyjandi fólk á sjúkrahúsum skiptir einna mestu máli hlý nærvera og vinátta. Orð og mælgi skipta þar minna máli. Hlýjan og vináttan læknar og eflir ónæmiskerfið, segja læknar. Hvernig getum við læknað þjóðina, læknað hvert annað? Við getum það með elsku, með hlýrri nærveru, með nýrri samræðuhefð sem er laus við sakbendingar og dómsýki en stefnir þess í stað að sátt og friði í samfélaginu. Látum nú klukkurnar hringja í brjóstkirkjum okkar og hefjumst handa við endurreisn samfélagsins. Við getum læknað Ísland og reist það upp á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Elsta trúarrit á íslenskri tungu er svonefnd Íslensk hómilíubók frá 12. öld sem er safn helgra texta og prédikana. Þar er minnst á „brjóstkirkjur“ í bæn og vísað með þeim orðum til helgidóma hjartnanna. Brjóstkirkja er fallegt orð. Við eigum öll helgidóm hið innra hver sem trú okkar er. Menn spurðu Jesú forðum um Guðs ríki og hann sagði að það væri hvorki hægt að segja það vera þar eða hér „því Guðs ríki er hið innra með yður.“ Þjóðin er mengi fólks með helgidóm í hverju hjarta. Við þurfum nú að huga að innra lífi okkar. Ástandið í þjóðfélaginu kallar á tiltekt hið innra og afstöðu til þess sem er heilagt í lífi manna á öllum öldum, öllum stöðum og innan allra trúarbragða og kristallast í hinni gullnu reglu Krists um að gera öðrum það sem maður vill að snúi að manni sjálfum og hinu æðsta boðorði um að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Við höfum horft upp á þjóðfélag okkar riða til falls vegna óráðsíu, óeiningar og samræðuhefðar sem er okkur til skammar. Þegar menn sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu kalla hvorn annan bjána á opinberum vettvangi þá er eitthvað mikið að. Við erum samfélag í sárum. Sagt er að 30 þúsund heimili séu undir hamrinum. Úrlausnir eru fáar og sagðar kosta of mikið. En hvað kostar vonleysið, beiskjan og reiðin þegar dæmið verður gert upp? Tilfinningar vonsvikinna einstaklinga rata ekki inn í excel-skjölin, slíkar breytur passa ekki inn í formúlur reiknimeistaranna. Hver er fórnarkostnaður þjóðfélagsins í reiðu og vonsviknu fólki sem búið er að missa trúna á land og þjóð? Ráðaleysi okkar og tafir á viðunandi lausnum á vanda fólks er mikið alvörumál. Sagan sýnir að brjóstkirkjan vaknar í okkur öllum þegar áföll verða. Þegar snjóflóðin á Vestfjörðum dundu yfir hringdu klukkur í brjóstkirkju okkar allra. Flest fólk hefur mjög sterka samkennd með þeim sem líða og standa höllum fæti. Í þekktum sjómannasálmi segir „þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll“. Við erum ein þjóð í einu litlu landi. Hvernig getum við leyst úr málum okkar sem ein fjölskylda? Sjúkrahússprestur tjáði mér að í hans starfi verði hann var við nöturlegar aðstæður ungs fólks sem á sjúk börn eða berst sjálft við erfiða sjúkdóma því sumt af þessu fólki er svo hræðilega fátækt, segir hann. Hvernig getum við látið slíkt viðgangast í landi sem er jafn gjöfult og raun ber vitni? Gleðilegar fréttir heyrði ég nýlega af því hvernig margt fólk kemst út úr viðjum atvinnuleysis. Minnihluti þess fær störf í gegnum opinberar skrifstofur. Flest störf verða til fyrir tilstilli vina, kunningja og skyldmenna. Nánd og umhyggja skapa ný störf. Er ekki kominn tími til að hringja klukkum í brjóstkirkjunum og vekja okkur öll upp til góðra verka? Í líknarþjónustu við deyjandi fólk á sjúkrahúsum skiptir einna mestu máli hlý nærvera og vinátta. Orð og mælgi skipta þar minna máli. Hlýjan og vináttan læknar og eflir ónæmiskerfið, segja læknar. Hvernig getum við læknað þjóðina, læknað hvert annað? Við getum það með elsku, með hlýrri nærveru, með nýrri samræðuhefð sem er laus við sakbendingar og dómsýki en stefnir þess í stað að sátt og friði í samfélaginu. Látum nú klukkurnar hringja í brjóstkirkjum okkar og hefjumst handa við endurreisn samfélagsins. Við getum læknað Ísland og reist það upp á ný.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun