Brjóstkirkjur Örn Bárður Jónsson skrifar 12. mars 2012 06:00 Elsta trúarrit á íslenskri tungu er svonefnd Íslensk hómilíubók frá 12. öld sem er safn helgra texta og prédikana. Þar er minnst á „brjóstkirkjur“ í bæn og vísað með þeim orðum til helgidóma hjartnanna. Brjóstkirkja er fallegt orð. Við eigum öll helgidóm hið innra hver sem trú okkar er. Menn spurðu Jesú forðum um Guðs ríki og hann sagði að það væri hvorki hægt að segja það vera þar eða hér „því Guðs ríki er hið innra með yður.“ Þjóðin er mengi fólks með helgidóm í hverju hjarta. Við þurfum nú að huga að innra lífi okkar. Ástandið í þjóðfélaginu kallar á tiltekt hið innra og afstöðu til þess sem er heilagt í lífi manna á öllum öldum, öllum stöðum og innan allra trúarbragða og kristallast í hinni gullnu reglu Krists um að gera öðrum það sem maður vill að snúi að manni sjálfum og hinu æðsta boðorði um að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Við höfum horft upp á þjóðfélag okkar riða til falls vegna óráðsíu, óeiningar og samræðuhefðar sem er okkur til skammar. Þegar menn sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu kalla hvorn annan bjána á opinberum vettvangi þá er eitthvað mikið að. Við erum samfélag í sárum. Sagt er að 30 þúsund heimili séu undir hamrinum. Úrlausnir eru fáar og sagðar kosta of mikið. En hvað kostar vonleysið, beiskjan og reiðin þegar dæmið verður gert upp? Tilfinningar vonsvikinna einstaklinga rata ekki inn í excel-skjölin, slíkar breytur passa ekki inn í formúlur reiknimeistaranna. Hver er fórnarkostnaður þjóðfélagsins í reiðu og vonsviknu fólki sem búið er að missa trúna á land og þjóð? Ráðaleysi okkar og tafir á viðunandi lausnum á vanda fólks er mikið alvörumál. Sagan sýnir að brjóstkirkjan vaknar í okkur öllum þegar áföll verða. Þegar snjóflóðin á Vestfjörðum dundu yfir hringdu klukkur í brjóstkirkju okkar allra. Flest fólk hefur mjög sterka samkennd með þeim sem líða og standa höllum fæti. Í þekktum sjómannasálmi segir „þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll“. Við erum ein þjóð í einu litlu landi. Hvernig getum við leyst úr málum okkar sem ein fjölskylda? Sjúkrahússprestur tjáði mér að í hans starfi verði hann var við nöturlegar aðstæður ungs fólks sem á sjúk börn eða berst sjálft við erfiða sjúkdóma því sumt af þessu fólki er svo hræðilega fátækt, segir hann. Hvernig getum við látið slíkt viðgangast í landi sem er jafn gjöfult og raun ber vitni? Gleðilegar fréttir heyrði ég nýlega af því hvernig margt fólk kemst út úr viðjum atvinnuleysis. Minnihluti þess fær störf í gegnum opinberar skrifstofur. Flest störf verða til fyrir tilstilli vina, kunningja og skyldmenna. Nánd og umhyggja skapa ný störf. Er ekki kominn tími til að hringja klukkum í brjóstkirkjunum og vekja okkur öll upp til góðra verka? Í líknarþjónustu við deyjandi fólk á sjúkrahúsum skiptir einna mestu máli hlý nærvera og vinátta. Orð og mælgi skipta þar minna máli. Hlýjan og vináttan læknar og eflir ónæmiskerfið, segja læknar. Hvernig getum við læknað þjóðina, læknað hvert annað? Við getum það með elsku, með hlýrri nærveru, með nýrri samræðuhefð sem er laus við sakbendingar og dómsýki en stefnir þess í stað að sátt og friði í samfélaginu. Látum nú klukkurnar hringja í brjóstkirkjum okkar og hefjumst handa við endurreisn samfélagsins. Við getum læknað Ísland og reist það upp á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Elsta trúarrit á íslenskri tungu er svonefnd Íslensk hómilíubók frá 12. öld sem er safn helgra texta og prédikana. Þar er minnst á „brjóstkirkjur“ í bæn og vísað með þeim orðum til helgidóma hjartnanna. Brjóstkirkja er fallegt orð. Við eigum öll helgidóm hið innra hver sem trú okkar er. Menn spurðu Jesú forðum um Guðs ríki og hann sagði að það væri hvorki hægt að segja það vera þar eða hér „því Guðs ríki er hið innra með yður.“ Þjóðin er mengi fólks með helgidóm í hverju hjarta. Við þurfum nú að huga að innra lífi okkar. Ástandið í þjóðfélaginu kallar á tiltekt hið innra og afstöðu til þess sem er heilagt í lífi manna á öllum öldum, öllum stöðum og innan allra trúarbragða og kristallast í hinni gullnu reglu Krists um að gera öðrum það sem maður vill að snúi að manni sjálfum og hinu æðsta boðorði um að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Við höfum horft upp á þjóðfélag okkar riða til falls vegna óráðsíu, óeiningar og samræðuhefðar sem er okkur til skammar. Þegar menn sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu kalla hvorn annan bjána á opinberum vettvangi þá er eitthvað mikið að. Við erum samfélag í sárum. Sagt er að 30 þúsund heimili séu undir hamrinum. Úrlausnir eru fáar og sagðar kosta of mikið. En hvað kostar vonleysið, beiskjan og reiðin þegar dæmið verður gert upp? Tilfinningar vonsvikinna einstaklinga rata ekki inn í excel-skjölin, slíkar breytur passa ekki inn í formúlur reiknimeistaranna. Hver er fórnarkostnaður þjóðfélagsins í reiðu og vonsviknu fólki sem búið er að missa trúna á land og þjóð? Ráðaleysi okkar og tafir á viðunandi lausnum á vanda fólks er mikið alvörumál. Sagan sýnir að brjóstkirkjan vaknar í okkur öllum þegar áföll verða. Þegar snjóflóðin á Vestfjörðum dundu yfir hringdu klukkur í brjóstkirkju okkar allra. Flest fólk hefur mjög sterka samkennd með þeim sem líða og standa höllum fæti. Í þekktum sjómannasálmi segir „þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll“. Við erum ein þjóð í einu litlu landi. Hvernig getum við leyst úr málum okkar sem ein fjölskylda? Sjúkrahússprestur tjáði mér að í hans starfi verði hann var við nöturlegar aðstæður ungs fólks sem á sjúk börn eða berst sjálft við erfiða sjúkdóma því sumt af þessu fólki er svo hræðilega fátækt, segir hann. Hvernig getum við látið slíkt viðgangast í landi sem er jafn gjöfult og raun ber vitni? Gleðilegar fréttir heyrði ég nýlega af því hvernig margt fólk kemst út úr viðjum atvinnuleysis. Minnihluti þess fær störf í gegnum opinberar skrifstofur. Flest störf verða til fyrir tilstilli vina, kunningja og skyldmenna. Nánd og umhyggja skapa ný störf. Er ekki kominn tími til að hringja klukkum í brjóstkirkjunum og vekja okkur öll upp til góðra verka? Í líknarþjónustu við deyjandi fólk á sjúkrahúsum skiptir einna mestu máli hlý nærvera og vinátta. Orð og mælgi skipta þar minna máli. Hlýjan og vináttan læknar og eflir ónæmiskerfið, segja læknar. Hvernig getum við læknað þjóðina, læknað hvert annað? Við getum það með elsku, með hlýrri nærveru, með nýrri samræðuhefð sem er laus við sakbendingar og dómsýki en stefnir þess í stað að sátt og friði í samfélaginu. Látum nú klukkurnar hringja í brjóstkirkjum okkar og hefjumst handa við endurreisn samfélagsins. Við getum læknað Ísland og reist það upp á ný.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun