Enn er mikið verk að vinna Guðbjartur Hannesson skrifar 8. mars 2012 06:00 Ídag er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í 101. sinn. Í tilefni dagsins sendi ég konum um land allt baráttukveðjur. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn valdeflingu kvenna í dreifbýli og útrýmingu hungurs og fátæktar. Í Reykjavík verður sjónum beint að stöðu eldri kvenna við starfslok. Þetta er þarft umfjöllunarefni. Mikill auður og reynsla býr með þeim sem eldri eru en laun heimsins eru ekki alltaf í samræmi við það. Úti í Evrópu er mikið rætt um að lengja starfsævina í ljósi þess hve líf fólks hefur lengst en barneignum fækkað. Þar er spurt hver á að vinna fyrir velferð borgaranna í framtíðinni. Staða okkar er öðruvísi, bæði er eftirlaunaaldur hærri og fæðingartíðni með því mesta sem gerist. Engu að síður þurfum við að vera vakandi yfir breytingum og kjörum sístækkandi hóps eldri borgara. Við búum að öflugum lífeyrissjóðum og almannatryggingum sem tryggja fólki lágmarksframfærslu. Það er staðreynd að stór hluti kvenna sem nú er á eftirlaunaaldri sinnti einkum börnum og búi. Margar voru í hlutastarfi á vinnumarkaði, oft á lágum launum og borguðu því lítið í lífeyrissjóði. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um kjör eldri borgara hér á landi en þetta breytist eftir því sem hlutverk lífeyrissjóðanna eykst. Samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) um jafnrétti kynjanna hefur Ísland reynst standa sig best í heiminum síðustu þrjú ár. Þetta er ánægjulegt og mikilvægt að sjá að við þokumst fram á við og náum árangri. Staðan í stjórnmálum, hátt menntunarstig og ýmis félagsmál skila okkur efsta sætinu en staðan á vinnumarkaði er okkar veika hlið. Enn er mikið verk að vinna meðan hallar á konur félagslega og efnahagslega. Af brýnum verkefnum ber fyrst að nefna launamisrétti kynjanna sem enn viðgengst þrátt fyrir lög og ýmsar aðgerðir í áranna rás. Tölur sýna að eftir hrunið haustið 2008 dró saman með kynjunum og launabilið minnkaði. Nýjustu fregnir benda til þess að launamunurinn aukist að nýju, í það minnsta í ákveðnum starfsstéttum. Því er mikilvægt að grípa þegar til aðgerða til að stöðva þessa þróun og þar gegna atvinnurekendur og stjórnendur meginhlutverki. Stór könnun árið 2008 sýndi mun meiri launamun kynjanna á landsbyggðinni en í þéttbýli. Samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum verður Byggðastofnun falið að greina orsakir þessa launamunar og síðan verður samin aðgerðaáætlun til að taka á honum. Nýlega tók til starfa á vegum velferðarráðuneytisins framkvæmdanefnd um launajafnrétti kynjanna sem á að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti. Ætlunin er að safna saman upplýsingum um árangursríkar aðgerðir og blása svo til sóknar. Enn er unnið að gerð jafnlaunastaðals en það hefur reynst mun flóknara verk en ætlað var. Íslenskur vinnumarkaður er enn mjög kynskiptur og störf metin eftir því hvort þau eru að mestu unnin af konum eða körlum. Þar ríkja aldagamlar hugmyndir um hlutverk og stöðu kynjanna sem ættu að vera horfnar fyrir löngu. Við þurfum að herða róðurinn við að breyta staðalmyndum kynjanna sem koma í veg fyrir að karlar leiti í umönnunarstörf og konur í störf iðnaðarmanna eða tölvutækni svo dæmi séu tekin. Mestu skiptir að rótgrónar hugmyndir komi ekki í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast við val á námi og starfi. Laun skipta verulegu máli við val á störfum og löngu tímabært að endurmeta launakerfi í ljósi gjörbreytts þjóðfélags þar sem umönnun barna og gamals fólks gegnir lykilhlutverki við að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Ef umönnunarstétta nyti ekki við ættu margir erfitt með að stunda vinnu utan heimilis. Við megum ekki gleyma því hve uppbygging velferðarþjónustu, svo sem fæðingarorlofs og leik- og grunnskóla, á ríkan þátt í því kynjajafnrétti sem hér ríkir þrátt fyrir allt. Eitt þeirra verkefna sem velferðarráðuneytið mun setja á oddinn á næstunni er að hækka þakið á greiðslum í fæðingarorlofi sem vonandi eykur þátttöku feðra að nýju. Árið 2008 var í undirbúningi að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. Enn gefa ríkisfjármálin ekki svigrúm til þess en verkefnið er geymt en ekki gleymt. Enn eitt mál sem á okkur brennur er áberandi kynjahalli í stjórnum fyrirtækja í landinu. Nú styttist í að lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga gangi í gildi en það verður í september 2013. Einstaka fyrirtæki hafa þegar brugðist við og fjölgað konum en miklu betur má ef duga skal. Á vettvangi ríkis og sveitarfélaga hefur kvótum verið beitt í öllum nefndum, ráðum og stjórnum frá árinu 2008 og hefur það bæði tekist vel og gefist vel. Að lokum vil ég nefna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi sem eitt brýnasta viðfangsefni samtímans. Könnun á vegum félagsmálaráðuneytisins leiddi í ljós að um það bil fimmta hver kona hér á landi upplifir ofbeldi í nánum samböndum og yfir 40% kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Innan skamms mun ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar líta dagsins ljós byggð á þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir liggur. Vonandi tekst okkur að búa betur að þolendum, fræða almenning og fagstéttir og það sem skiptir mestu máli — að draga úr ofbeldi karla gegn konum sem á ekki að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ídag er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í 101. sinn. Í tilefni dagsins sendi ég konum um land allt baráttukveðjur. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn valdeflingu kvenna í dreifbýli og útrýmingu hungurs og fátæktar. Í Reykjavík verður sjónum beint að stöðu eldri kvenna við starfslok. Þetta er þarft umfjöllunarefni. Mikill auður og reynsla býr með þeim sem eldri eru en laun heimsins eru ekki alltaf í samræmi við það. Úti í Evrópu er mikið rætt um að lengja starfsævina í ljósi þess hve líf fólks hefur lengst en barneignum fækkað. Þar er spurt hver á að vinna fyrir velferð borgaranna í framtíðinni. Staða okkar er öðruvísi, bæði er eftirlaunaaldur hærri og fæðingartíðni með því mesta sem gerist. Engu að síður þurfum við að vera vakandi yfir breytingum og kjörum sístækkandi hóps eldri borgara. Við búum að öflugum lífeyrissjóðum og almannatryggingum sem tryggja fólki lágmarksframfærslu. Það er staðreynd að stór hluti kvenna sem nú er á eftirlaunaaldri sinnti einkum börnum og búi. Margar voru í hlutastarfi á vinnumarkaði, oft á lágum launum og borguðu því lítið í lífeyrissjóði. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um kjör eldri borgara hér á landi en þetta breytist eftir því sem hlutverk lífeyrissjóðanna eykst. Samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) um jafnrétti kynjanna hefur Ísland reynst standa sig best í heiminum síðustu þrjú ár. Þetta er ánægjulegt og mikilvægt að sjá að við þokumst fram á við og náum árangri. Staðan í stjórnmálum, hátt menntunarstig og ýmis félagsmál skila okkur efsta sætinu en staðan á vinnumarkaði er okkar veika hlið. Enn er mikið verk að vinna meðan hallar á konur félagslega og efnahagslega. Af brýnum verkefnum ber fyrst að nefna launamisrétti kynjanna sem enn viðgengst þrátt fyrir lög og ýmsar aðgerðir í áranna rás. Tölur sýna að eftir hrunið haustið 2008 dró saman með kynjunum og launabilið minnkaði. Nýjustu fregnir benda til þess að launamunurinn aukist að nýju, í það minnsta í ákveðnum starfsstéttum. Því er mikilvægt að grípa þegar til aðgerða til að stöðva þessa þróun og þar gegna atvinnurekendur og stjórnendur meginhlutverki. Stór könnun árið 2008 sýndi mun meiri launamun kynjanna á landsbyggðinni en í þéttbýli. Samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum verður Byggðastofnun falið að greina orsakir þessa launamunar og síðan verður samin aðgerðaáætlun til að taka á honum. Nýlega tók til starfa á vegum velferðarráðuneytisins framkvæmdanefnd um launajafnrétti kynjanna sem á að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti. Ætlunin er að safna saman upplýsingum um árangursríkar aðgerðir og blása svo til sóknar. Enn er unnið að gerð jafnlaunastaðals en það hefur reynst mun flóknara verk en ætlað var. Íslenskur vinnumarkaður er enn mjög kynskiptur og störf metin eftir því hvort þau eru að mestu unnin af konum eða körlum. Þar ríkja aldagamlar hugmyndir um hlutverk og stöðu kynjanna sem ættu að vera horfnar fyrir löngu. Við þurfum að herða róðurinn við að breyta staðalmyndum kynjanna sem koma í veg fyrir að karlar leiti í umönnunarstörf og konur í störf iðnaðarmanna eða tölvutækni svo dæmi séu tekin. Mestu skiptir að rótgrónar hugmyndir komi ekki í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast við val á námi og starfi. Laun skipta verulegu máli við val á störfum og löngu tímabært að endurmeta launakerfi í ljósi gjörbreytts þjóðfélags þar sem umönnun barna og gamals fólks gegnir lykilhlutverki við að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Ef umönnunarstétta nyti ekki við ættu margir erfitt með að stunda vinnu utan heimilis. Við megum ekki gleyma því hve uppbygging velferðarþjónustu, svo sem fæðingarorlofs og leik- og grunnskóla, á ríkan þátt í því kynjajafnrétti sem hér ríkir þrátt fyrir allt. Eitt þeirra verkefna sem velferðarráðuneytið mun setja á oddinn á næstunni er að hækka þakið á greiðslum í fæðingarorlofi sem vonandi eykur þátttöku feðra að nýju. Árið 2008 var í undirbúningi að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. Enn gefa ríkisfjármálin ekki svigrúm til þess en verkefnið er geymt en ekki gleymt. Enn eitt mál sem á okkur brennur er áberandi kynjahalli í stjórnum fyrirtækja í landinu. Nú styttist í að lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga gangi í gildi en það verður í september 2013. Einstaka fyrirtæki hafa þegar brugðist við og fjölgað konum en miklu betur má ef duga skal. Á vettvangi ríkis og sveitarfélaga hefur kvótum verið beitt í öllum nefndum, ráðum og stjórnum frá árinu 2008 og hefur það bæði tekist vel og gefist vel. Að lokum vil ég nefna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi sem eitt brýnasta viðfangsefni samtímans. Könnun á vegum félagsmálaráðuneytisins leiddi í ljós að um það bil fimmta hver kona hér á landi upplifir ofbeldi í nánum samböndum og yfir 40% kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Innan skamms mun ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar líta dagsins ljós byggð á þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir liggur. Vonandi tekst okkur að búa betur að þolendum, fræða almenning og fagstéttir og það sem skiptir mestu máli — að draga úr ofbeldi karla gegn konum sem á ekki að líðast.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun