Laus úr ruslflokknum Þorgils Jónsson skrifar 22. febrúar 2012 08:00 Bjartari tímar? Með uppfærslu matsfyrirtækisins Fitch er Ísland laust úr ruslflokki. Á meðan hafa matsfyrirtækin lækkað mat sitt á horfum ýmissa Evrópuríkja. Samsett mynd/Fréttablaðið Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Ekki nóg með það, heldur kemur þessi uppfærsla í skugga niðurfærslna á lánsmati eða framtíðarhorfum hjá fjölda Evrópulanda. Vissulega eru úrskurðir matsfyrirtækjanna þriggja, Fitch, Moody's og Standard & Poor's engin lokauppsaga yfir örlögum og lánakjörum ríkja, og þau hafa sannarlega fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir verk sín í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Almennt er álitið að þau komi frekar í kjölfar markaðanna. "Hið nýja AAA“Það sést einna best á því að niðurfærsla S&P á Bandaríkjunum og síðar Frakklandi úr toppflokkunum AAA niður í AA olli engum stórvægilegum breytingum við fjármögnun. Raunar hafa margir það á orði að „AA sé hið nýja AAA", þar sem nú séu tiltölulega fá ríki eftir í toppflokkum allra þriggja matsfyrirtækjanna. Þar eru nú Norðurlöndin fjögur, Bretland, Þýskaland, Holland, Lúxemborg, Sviss, Liechtenstein, Kanada, Ástralía og Singapúr. Raunar má bæta því við að Moody's breytti nýlega horfum Bretlands í neikvæðar, þannig að auknar líkur eru á því að landið verði fellt úr toppflokki á næstu misserum. Öldudalur ÍslandsUpp úr síðustu aldamótum og fram að því að útlitið tók að dökkna á árunum 2007 og 2008 var lánshæfi Íslands með ágætum. Hæst var matið hjá Moody's sem hafði Ísland í hæsta flokki allt frá 2002 fram að vordögum 2008. Eftir það fór, skiljanlega, að halla undan fæti og við árslok 2008, eftir hrun bankakerfisins höfðu öll þrjú fyrirtækin fært lánshæfi ríkissjóðs niður í neðsta þrep fjárfestingarflokks. Þar hefur Ísland haldist hjá S&P og Moody's, en Fitch færði Ísland niður í ruslflokk í janúar 2010 eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögum staðfestingar í fyrra skiptið. Í rökum Fitch með uppfærslunni á föstudaginn segir að árangur hafi náðst í að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Þá sé það mat fyrirtækisins að skuldir muni ekki fara upp fyrir 100% af landsframleiðslu, hagvöxtur sé orðinn jákvæður og ekki sé útlit fyrir að Ísland muni dragast inn í annað samdráttarskeið þrátt fyrir erfiðleika evrusvæðisins. Möguleikar Íslands á því að klífa hærra á lánshæfislistanum eru sagðir velta á skuldamálum einkageirans, afnámi gjaldeyrishafta og því að samskipti við erlenda lánardrottna komist í eðlilegt horf. Aðstæður hér á landi séu frekar í ætt við það sem gerist í ríkjum ofar á listanum. Ágætar horfurÞegar litið er fram á veginn er ekki að sjá annað en að Ísland ætti að vera vel statt með tilliti til matsfyrirtækjanna þriggja. Ríkisskuldabréfaútboð síðasta sumar gekk vel þar sem um 114 milljarða var aflað. Nú er hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka tæpir 600 milljarðar króna og því er fjármögnun ríkissjóðs trygg um fyrirsjáanlegan tíma. Tíðindin í uppfærslu Fitch eru því mun frekar táknræn og varpa ljósi á að Ísland sé á réttri leið eftir allt sem gengið hefur á síðustu ár. Fréttir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Ekki nóg með það, heldur kemur þessi uppfærsla í skugga niðurfærslna á lánsmati eða framtíðarhorfum hjá fjölda Evrópulanda. Vissulega eru úrskurðir matsfyrirtækjanna þriggja, Fitch, Moody's og Standard & Poor's engin lokauppsaga yfir örlögum og lánakjörum ríkja, og þau hafa sannarlega fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir verk sín í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Almennt er álitið að þau komi frekar í kjölfar markaðanna. "Hið nýja AAA“Það sést einna best á því að niðurfærsla S&P á Bandaríkjunum og síðar Frakklandi úr toppflokkunum AAA niður í AA olli engum stórvægilegum breytingum við fjármögnun. Raunar hafa margir það á orði að „AA sé hið nýja AAA", þar sem nú séu tiltölulega fá ríki eftir í toppflokkum allra þriggja matsfyrirtækjanna. Þar eru nú Norðurlöndin fjögur, Bretland, Þýskaland, Holland, Lúxemborg, Sviss, Liechtenstein, Kanada, Ástralía og Singapúr. Raunar má bæta því við að Moody's breytti nýlega horfum Bretlands í neikvæðar, þannig að auknar líkur eru á því að landið verði fellt úr toppflokki á næstu misserum. Öldudalur ÍslandsUpp úr síðustu aldamótum og fram að því að útlitið tók að dökkna á árunum 2007 og 2008 var lánshæfi Íslands með ágætum. Hæst var matið hjá Moody's sem hafði Ísland í hæsta flokki allt frá 2002 fram að vordögum 2008. Eftir það fór, skiljanlega, að halla undan fæti og við árslok 2008, eftir hrun bankakerfisins höfðu öll þrjú fyrirtækin fært lánshæfi ríkissjóðs niður í neðsta þrep fjárfestingarflokks. Þar hefur Ísland haldist hjá S&P og Moody's, en Fitch færði Ísland niður í ruslflokk í janúar 2010 eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögum staðfestingar í fyrra skiptið. Í rökum Fitch með uppfærslunni á föstudaginn segir að árangur hafi náðst í að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Þá sé það mat fyrirtækisins að skuldir muni ekki fara upp fyrir 100% af landsframleiðslu, hagvöxtur sé orðinn jákvæður og ekki sé útlit fyrir að Ísland muni dragast inn í annað samdráttarskeið þrátt fyrir erfiðleika evrusvæðisins. Möguleikar Íslands á því að klífa hærra á lánshæfislistanum eru sagðir velta á skuldamálum einkageirans, afnámi gjaldeyrishafta og því að samskipti við erlenda lánardrottna komist í eðlilegt horf. Aðstæður hér á landi séu frekar í ætt við það sem gerist í ríkjum ofar á listanum. Ágætar horfurÞegar litið er fram á veginn er ekki að sjá annað en að Ísland ætti að vera vel statt með tilliti til matsfyrirtækjanna þriggja. Ríkisskuldabréfaútboð síðasta sumar gekk vel þar sem um 114 milljarða var aflað. Nú er hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka tæpir 600 milljarðar króna og því er fjármögnun ríkissjóðs trygg um fyrirsjáanlegan tíma. Tíðindin í uppfærslu Fitch eru því mun frekar táknræn og varpa ljósi á að Ísland sé á réttri leið eftir allt sem gengið hefur á síðustu ár.
Fréttir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira