Réttur lánþega tryggður Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs og lagalegrar óvissu hefur ríkisvaldið ekki átt hægt um vik í þessum efnum. Engu að síður er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafa stjórnvöld staðið fyrir jafn umfangsmiklum og víðtækum aðgerðum til að koma til móts við skuldug heimili. Samtals hefur nú um 260 milljörðum króna verið létt af skuldugum heimilum, ekki síst vegna endurútreiknings gengisbundinna lána. Með nýjum dómi Hæstaréttar er þeim lánþegum, sem tóku ólögleg gengisbundin lán fyrir hrun, tryggður enn frekari réttur til leiðréttinga en hingað til hefur legið fyrir. Því ber að fagna enda hefur dómurinn líklega í för með sér að skuldir heimila munu lækka um tugi milljarða króna til viðbótar og staða þeirra batna sem því nemur. Breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu vegna ólöglegra gengislána (Nr. 151/ 2010) voru ekki síst gerðar með það í huga að tryggja lánþegum í hvívetna þann rétt sem dómar Hæstaréttar gáfu leiðsögn um. Í þeim efnum hafa stjórnvöld gengið eins langt og þau hafa talið mögulegt, án þess að skapa ríkissjóði og þar með skattgreiðendum skaðabótaábyrgð. Með lögunum var stigið mikilvægt skref til að tryggja rétt tugþúsunda heimila sem voru með gengisbundin lán í ýmsum formum og óvíst var hvort Hæstiréttur teldi lögmæt eða ólögmæt. Þar var einnig lögð til grundvallar hröð meðferð og jafnræði og á grundvelli þeirra hafa skuldir lánþega verið lækkaðar um vel á annað hundrað milljarða króna á mjög skömmum tíma. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að alltaf lá skýrt fyrir og liggur í raun enn, að lög um þessi efni gátu aldrei og áttu aldrei að rýra rétt lánþega að neinu leyti. Lögin byggðu á fyrri leiðsögn Hæstaréttar um að reikna ætti lægstu vexti Seðlabankans í stað hinna erlendu vaxta allt frá upphafi lántöku. Hin nýja leiðsögn dómsins nú er hins vegar sú að ekki sé heimilt að krefjast hærri vaxta vegna þess sem liðið er hafi vextirnir verið greiddir og fullnaðarkvittun liggi fyrir. Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs og lagalegrar óvissu hefur ríkisvaldið ekki átt hægt um vik í þessum efnum. Engu að síður er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafa stjórnvöld staðið fyrir jafn umfangsmiklum og víðtækum aðgerðum til að koma til móts við skuldug heimili. Samtals hefur nú um 260 milljörðum króna verið létt af skuldugum heimilum, ekki síst vegna endurútreiknings gengisbundinna lána. Með nýjum dómi Hæstaréttar er þeim lánþegum, sem tóku ólögleg gengisbundin lán fyrir hrun, tryggður enn frekari réttur til leiðréttinga en hingað til hefur legið fyrir. Því ber að fagna enda hefur dómurinn líklega í för með sér að skuldir heimila munu lækka um tugi milljarða króna til viðbótar og staða þeirra batna sem því nemur. Breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu vegna ólöglegra gengislána (Nr. 151/ 2010) voru ekki síst gerðar með það í huga að tryggja lánþegum í hvívetna þann rétt sem dómar Hæstaréttar gáfu leiðsögn um. Í þeim efnum hafa stjórnvöld gengið eins langt og þau hafa talið mögulegt, án þess að skapa ríkissjóði og þar með skattgreiðendum skaðabótaábyrgð. Með lögunum var stigið mikilvægt skref til að tryggja rétt tugþúsunda heimila sem voru með gengisbundin lán í ýmsum formum og óvíst var hvort Hæstiréttur teldi lögmæt eða ólögmæt. Þar var einnig lögð til grundvallar hröð meðferð og jafnræði og á grundvelli þeirra hafa skuldir lánþega verið lækkaðar um vel á annað hundrað milljarða króna á mjög skömmum tíma. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að alltaf lá skýrt fyrir og liggur í raun enn, að lög um þessi efni gátu aldrei og áttu aldrei að rýra rétt lánþega að neinu leyti. Lögin byggðu á fyrri leiðsögn Hæstaréttar um að reikna ætti lægstu vexti Seðlabankans í stað hinna erlendu vaxta allt frá upphafi lántöku. Hin nýja leiðsögn dómsins nú er hins vegar sú að ekki sé heimilt að krefjast hærri vaxta vegna þess sem liðið er hafi vextirnir verið greiddir og fullnaðarkvittun liggi fyrir. Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun