Við sníðum norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni 31. janúar 2012 10:00 Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar. Norræna velferðarsamfélagið nýtur aðdáunar víða, en þar fara saman með árangursríkum hætti framþróun og jöfnuður sem hafa stuðlað að samfélagslegri sátt og njóta mikils stuðnings almennings. Grunngildin eru jöfn tækifæri, félagsleg samstaða og öryggi fyrir alla. Allur almenningur nýtur öryggis og almannatrygginga sem byggð eru á meginreglunni um að velferðarþjónusta, kostuð með skatttekjum, skuli látin í té eftir þörfum og á jafnréttisgrundvelli. Gott skipulag og víðtækt samstarf milli aðila vinnumarkaðarins hafa skapað bæði stöðugleika og frið á vinnumarkaði og gert að verkum að nauðsynlegar breytingar hafa orðið á gerð hans. Fjárfesting í umönnun barna og aldraðra hefur gert konum kleift að vinna utan heimilis og taka þátt í pólitísku starfi í meiri mæli en þekkist annars staðar í heiminum. Norræna velferðarsamfélagið hefur reynst borgurum norrænu landanna vel. En norræna velferðarsamfélagið stendur í dag og í framtíðinni frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum. Ytri og innri breytingar af völdum hnattrænnar samkeppni, hraðrar iðnvæðingar fjölmennra stórríkja á borð við Kína og Indland og hluta Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, loftslagsbreytinga, lýðfræðilegra breytinga vegna hækkandi aldurs þjóða, fjármálakreppa og vaxandi atvinnuleysis kalla á nýjar lausnir og hugmyndir. Viðleitni til að takast á við framtíðina með því að lækka laun er skref afturábak. Þannig efnahagslíf skapar ekki þann vöxt velmegunar sem nauðsynlegur er til að sameina kröftugan vöxt og metnaðarfull markmið um velferðarsamfélag sem byggt er á jafnrétti og er í fremstu röð í heiminum. Atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að keppa á grundvelli þekkingar og gæða. Því er þörf á fjárfestingum í rannsóknum, á að menntakerfið verði eflt og að mun fleiri fái tækifæri til að mennta sig ævina á enda – í stað lakari kjara á vinnumarkaði. Þetta snýst um að byggja áfram á samstarfi milli stjórnmála, aðila vinnumarkaðarins og menntakerfisins í því skyni að endurnýja framleiðsluvörur landa vorra og skapa vörur og þjónustu sem byggja á aukinni menntun og þekkingu. Við viljum sníða norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni og gangsetjum því rannsóknarverkefni. Í fyrsta sinn munu öll norrænu löndin í sameiningu láta hið frjálsa og óháða rannsóknasamfélag greina ítarlega, álagsprófa og framkvæma afleiðingagreiningar. Rannsóknin mun veita okkur mikilvæga innsýn í það hvaða augum borgararnir líta samfélagsþróunina, bæði innri og ytri breytingar, ásamt því að grafast fyrir um væntingar og óskir borgaranna um framtíð barna sinna. Lykilspurning er hvernig stjórnmálin geta endurnýjað aðferðafræði sína þannig að hægt sé að sinna þeim þörfum sem eru að koma fram samhliða því að núverandi aðferðafræði, sem reynsla er komin á, er þróuð áfram. Niðurstöðurnar verða birtar á ráðstefnu SAMAK árið 2014. Samfélög byggð á jafnrétti og almennri fjárfestingu í velferð hafa sannað sig að vera traustur grundvöllur undir efnahagslegum vexti sakir menntunartækifæra og tækifæra til þróunar sem öllum standa opin. Undir stjórn fjölmargra ríkisstjórna jafnaðarmanna og í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafa Norðurlöndin markað sína eigin stefnu. Við vonumst til þess að verkefnið muni benda á þá valkosti til framþróunar sem verkalýðhreyfingunni standa til boða. Við stöndum ekki aðeins fyrir langri sögu velferðar sem og áhrifum á nútímann, heldur er framtíðin einnig okkar. Jóhanna Sigurðardóttír, formaður Samfylkingarinnar á Íslandi, forsætisráðherra Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð Wanja Lundby-Wedin, formaður Alþýðusambandsins í Svíþjóð Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, forsætisráðherra Harald Børsting, formaður LO í Danmörku Jens Stoltenberg, formaður Jafnaðarmannaflokkssins í Noregi, forsætisráðherra Roar Flåthen, formaður LO í Noregi, Jutta Urpilainen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi, vara-forsætisráðherra Lauri Lyly, formaður SAK/FFC í Finnlandi Camilla Gunell formaður Jafnaðarmannaflokksins á Álandseyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar. Norræna velferðarsamfélagið nýtur aðdáunar víða, en þar fara saman með árangursríkum hætti framþróun og jöfnuður sem hafa stuðlað að samfélagslegri sátt og njóta mikils stuðnings almennings. Grunngildin eru jöfn tækifæri, félagsleg samstaða og öryggi fyrir alla. Allur almenningur nýtur öryggis og almannatrygginga sem byggð eru á meginreglunni um að velferðarþjónusta, kostuð með skatttekjum, skuli látin í té eftir þörfum og á jafnréttisgrundvelli. Gott skipulag og víðtækt samstarf milli aðila vinnumarkaðarins hafa skapað bæði stöðugleika og frið á vinnumarkaði og gert að verkum að nauðsynlegar breytingar hafa orðið á gerð hans. Fjárfesting í umönnun barna og aldraðra hefur gert konum kleift að vinna utan heimilis og taka þátt í pólitísku starfi í meiri mæli en þekkist annars staðar í heiminum. Norræna velferðarsamfélagið hefur reynst borgurum norrænu landanna vel. En norræna velferðarsamfélagið stendur í dag og í framtíðinni frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum. Ytri og innri breytingar af völdum hnattrænnar samkeppni, hraðrar iðnvæðingar fjölmennra stórríkja á borð við Kína og Indland og hluta Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, loftslagsbreytinga, lýðfræðilegra breytinga vegna hækkandi aldurs þjóða, fjármálakreppa og vaxandi atvinnuleysis kalla á nýjar lausnir og hugmyndir. Viðleitni til að takast á við framtíðina með því að lækka laun er skref afturábak. Þannig efnahagslíf skapar ekki þann vöxt velmegunar sem nauðsynlegur er til að sameina kröftugan vöxt og metnaðarfull markmið um velferðarsamfélag sem byggt er á jafnrétti og er í fremstu röð í heiminum. Atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að keppa á grundvelli þekkingar og gæða. Því er þörf á fjárfestingum í rannsóknum, á að menntakerfið verði eflt og að mun fleiri fái tækifæri til að mennta sig ævina á enda – í stað lakari kjara á vinnumarkaði. Þetta snýst um að byggja áfram á samstarfi milli stjórnmála, aðila vinnumarkaðarins og menntakerfisins í því skyni að endurnýja framleiðsluvörur landa vorra og skapa vörur og þjónustu sem byggja á aukinni menntun og þekkingu. Við viljum sníða norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni og gangsetjum því rannsóknarverkefni. Í fyrsta sinn munu öll norrænu löndin í sameiningu láta hið frjálsa og óháða rannsóknasamfélag greina ítarlega, álagsprófa og framkvæma afleiðingagreiningar. Rannsóknin mun veita okkur mikilvæga innsýn í það hvaða augum borgararnir líta samfélagsþróunina, bæði innri og ytri breytingar, ásamt því að grafast fyrir um væntingar og óskir borgaranna um framtíð barna sinna. Lykilspurning er hvernig stjórnmálin geta endurnýjað aðferðafræði sína þannig að hægt sé að sinna þeim þörfum sem eru að koma fram samhliða því að núverandi aðferðafræði, sem reynsla er komin á, er þróuð áfram. Niðurstöðurnar verða birtar á ráðstefnu SAMAK árið 2014. Samfélög byggð á jafnrétti og almennri fjárfestingu í velferð hafa sannað sig að vera traustur grundvöllur undir efnahagslegum vexti sakir menntunartækifæra og tækifæra til þróunar sem öllum standa opin. Undir stjórn fjölmargra ríkisstjórna jafnaðarmanna og í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafa Norðurlöndin markað sína eigin stefnu. Við vonumst til þess að verkefnið muni benda á þá valkosti til framþróunar sem verkalýðhreyfingunni standa til boða. Við stöndum ekki aðeins fyrir langri sögu velferðar sem og áhrifum á nútímann, heldur er framtíðin einnig okkar. Jóhanna Sigurðardóttír, formaður Samfylkingarinnar á Íslandi, forsætisráðherra Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð Wanja Lundby-Wedin, formaður Alþýðusambandsins í Svíþjóð Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, forsætisráðherra Harald Børsting, formaður LO í Danmörku Jens Stoltenberg, formaður Jafnaðarmannaflokkssins í Noregi, forsætisráðherra Roar Flåthen, formaður LO í Noregi, Jutta Urpilainen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi, vara-forsætisráðherra Lauri Lyly, formaður SAK/FFC í Finnlandi Camilla Gunell formaður Jafnaðarmannaflokksins á Álandseyjum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun