Forsetakosningar og fjáraustur Stefán Jón Hafstein skrifar 17. janúar 2012 06:00 Forsetakosningar í sumar verða próf í lýðræðisþroska. Ekki bara á þann hátt að frambjóðendur verða krafðir um skoðanir sínar á lýðræðisvæðingu sem er forsenda þess að byggja hið Nýja Ísland, heldur líka hvernig framboð verða fjármögnuð. Mikilvægt er að frambjóðendur standi jafnt að vígi til að kynna sig og stefnumál sín. Í ljósi grimmilegrar reynslu okkar Íslendinga af pólitískri spillingu er mikilvægt að jafna leikinn á sem flesta lund, ekki síður fyrir kjósendur en frambjóðendur. Því legg ég til að væntanlegir frambjóðendur komi sér saman um siðareglur og leikreglur er varða fjármál þeirra allra, umfram það sem lög kveða á um.Tugmillljóna framboð? Samkvæmt lögum Alþingis um fjármál framboða er leikurinn nú ójafn. Framboð til forseta Íslands má kosta viðkomandi frambjóðanda kringum 34 millljónir króna að hámarki. Miðað við hinn misskipta fjárhag landsmanna má ljóst vera að þetta fé verður ekki auðtekið frá mjólkurpeningum þúsunda heimila. Aðrir hafa úr meiru að spila, svo sem andvirði lítils sumarbústaðar. Væntanlegir frambjóðendur standa því ójafnir að vígi í upphafi. Stuðningsmenn framboða eru líka ójafnir. Hámarksupphæð sem fyrirtæki (lögaðilar) mega gefa er 400 þúsund krónur á ári til eins frambjóðanda (væntanlega sömu upphæð mörg ár i röð?). Einstaklingar mega gefa 400 þúsund krónur hver. (Hjón með tvö börn á kjörskrá gefa því 1.6 milljónir ef þau vilja). Allnokkur fjöldi heimila er í þeirri stöðu að geta gefið frambjóðanda 1-2 milljónir, eða meira ef gefið er líka í nafni afa og ömmu. Miklu fleiri heimili munu eiga erfitt með að hósta upp nokkrum tugum þúsunda og mörg hver láta sér nægja lægri upphæð fyrir sinn mann eða sína konu enda þröngt fyrir. Misskipting tekna og eigna skapar Íslendingum mismunandi möguleika til að styrkja frambjóðanda að vali. Þetta er í einu orði sagt: Ólýðræðislegt. Og óþarft. Því er svo við að bæta að fyrirtæki ættu alls ekki að hafa leyfi til að styrkja einstaklinga til framboðs; ekki hafa þau kosningarétt. Þegar þjóðin kýs einstakling til æðsta embættis á hún ein að koma að máli.Hvað er til ráða? Alþingi hefur skipað svona fyrir með lögum, en um er að ræða hámarksupphæðir. Frambjóðendur geta sjálfir komið sér saman um mun minni kostnað. Nú reynir á siðferðisþrek þeirra sem sækjast eftir embætti forseta. Eru þeir tilbúnir að jafna leikinn fyrirfram? Þar sem þjóðin og frambjóðendur eru enn á byrjunarreit má stinga upp á eftirfarandi reglum sem frambjóðendur koma sér saman um að fylgja sjálfviljugir. Um hvert einstakt framboð gildi: 1) Hámarkskostnaður verði 10 milljónir (auglýsingar, úthringingar og fleira meðtalið). 2) Ekki verði tekið við fé eða gæðum frá fyrirtækjum. 3) Hámarksframlög einstaklinga til hvers framboðs verði 10 þúsund krónur. (Til að ná 10 milljóna markinu þyrfti því 1.000 einstaklinga sem gæfu hámarksupphæð). 4) Engin takmörk verði á framlagi sjálfboðaliða, notkun á netmiðlun eða margmiðlun nema afnotagjöld takmarki. Framboðin komi sér saman um sameiginlegan vettvang til að kynna sig á jafnréttisgrundvelli: 1) Framboðin taka sameiginlega við framlögum fyrirtækja (að hámarki 400.000) til að reka kynningarsjóð undir stjórn trúnaðarmanna. Hér er komið í veg fyrir óæskileg áhrif atvinnugreina eða fyrirtækjasamsteypa á kosningabaráttu einstaklinga. 2) Framlög frá einstaklingum umfram kr. 10 þúsund og allt að kr. 400.000 rennni einnig í þennan sjóð. 3) Framboðin gefa út sameiginleg kynningarrit og standa fyrir framboðsfundum í öllum kjördæmum þar sem frambjóðendum er gert jafn hátt undir höfði. 4) Framboðin koma fram saman til viðræðu við helstu fjölmiðla um kynningarmál. Sjálfgefið er að Ríkisúvarpið gæti jafnræðis, hefð er fyrir því sama á Stöð 2 og tengdum miðlum. Kannað hvort helstu fréttablöð vilji móta jafnræðisstefnu að óskertu ritstjórnarfrelsi. 5) Framboðin koma sér saman um endurskoðanda og reikningsskilareglur til að tryggja að reglum sé fylgt.Kostirnir eru jafnræði Þessi blanda tryggir einstökum frambjóðendum talsvert rými til að skapa sérstöðu með kynningum og sjálfboðaliðastarfi innan ramma 10 milljóna króna. Varla telst það óhóf að verja sem kostnaði af einum vænum jeppa til framboðs enda hægt að skipuleggja stuðning víða að. Til viðbótar kæmi svo hinn sameiginlegi vettvangur þar sem allir sætu við sama borð og fengju að skína við ýmis tækifæri allt eftir verðleikum en ekki fjármagni umfram hina. Kosningar með þessum hætti (eða svipuðum) yrðu mun lýðræðislegri en Alþingi leggur til og til muna hóflegri án þess þó að nokkur hætta sé á að kjósendum verði illa þjónað. Hafni frambjóðandi að taka þátt í svona samstarfi verður hann dæmdur samkvæmt því af kjósendum. Að auki legg ég til að frambjóðendur ræði þá hugmynd að gera framboðum siðareglur í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir forsetaembættið. Þetta tvennt saman myndi skapa traust og velvilja í upphafi kosningabaráttu og brjóta blað í lýðræðissögu landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Stefán Jón Hafstein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar í sumar verða próf í lýðræðisþroska. Ekki bara á þann hátt að frambjóðendur verða krafðir um skoðanir sínar á lýðræðisvæðingu sem er forsenda þess að byggja hið Nýja Ísland, heldur líka hvernig framboð verða fjármögnuð. Mikilvægt er að frambjóðendur standi jafnt að vígi til að kynna sig og stefnumál sín. Í ljósi grimmilegrar reynslu okkar Íslendinga af pólitískri spillingu er mikilvægt að jafna leikinn á sem flesta lund, ekki síður fyrir kjósendur en frambjóðendur. Því legg ég til að væntanlegir frambjóðendur komi sér saman um siðareglur og leikreglur er varða fjármál þeirra allra, umfram það sem lög kveða á um.Tugmillljóna framboð? Samkvæmt lögum Alþingis um fjármál framboða er leikurinn nú ójafn. Framboð til forseta Íslands má kosta viðkomandi frambjóðanda kringum 34 millljónir króna að hámarki. Miðað við hinn misskipta fjárhag landsmanna má ljóst vera að þetta fé verður ekki auðtekið frá mjólkurpeningum þúsunda heimila. Aðrir hafa úr meiru að spila, svo sem andvirði lítils sumarbústaðar. Væntanlegir frambjóðendur standa því ójafnir að vígi í upphafi. Stuðningsmenn framboða eru líka ójafnir. Hámarksupphæð sem fyrirtæki (lögaðilar) mega gefa er 400 þúsund krónur á ári til eins frambjóðanda (væntanlega sömu upphæð mörg ár i röð?). Einstaklingar mega gefa 400 þúsund krónur hver. (Hjón með tvö börn á kjörskrá gefa því 1.6 milljónir ef þau vilja). Allnokkur fjöldi heimila er í þeirri stöðu að geta gefið frambjóðanda 1-2 milljónir, eða meira ef gefið er líka í nafni afa og ömmu. Miklu fleiri heimili munu eiga erfitt með að hósta upp nokkrum tugum þúsunda og mörg hver láta sér nægja lægri upphæð fyrir sinn mann eða sína konu enda þröngt fyrir. Misskipting tekna og eigna skapar Íslendingum mismunandi möguleika til að styrkja frambjóðanda að vali. Þetta er í einu orði sagt: Ólýðræðislegt. Og óþarft. Því er svo við að bæta að fyrirtæki ættu alls ekki að hafa leyfi til að styrkja einstaklinga til framboðs; ekki hafa þau kosningarétt. Þegar þjóðin kýs einstakling til æðsta embættis á hún ein að koma að máli.Hvað er til ráða? Alþingi hefur skipað svona fyrir með lögum, en um er að ræða hámarksupphæðir. Frambjóðendur geta sjálfir komið sér saman um mun minni kostnað. Nú reynir á siðferðisþrek þeirra sem sækjast eftir embætti forseta. Eru þeir tilbúnir að jafna leikinn fyrirfram? Þar sem þjóðin og frambjóðendur eru enn á byrjunarreit má stinga upp á eftirfarandi reglum sem frambjóðendur koma sér saman um að fylgja sjálfviljugir. Um hvert einstakt framboð gildi: 1) Hámarkskostnaður verði 10 milljónir (auglýsingar, úthringingar og fleira meðtalið). 2) Ekki verði tekið við fé eða gæðum frá fyrirtækjum. 3) Hámarksframlög einstaklinga til hvers framboðs verði 10 þúsund krónur. (Til að ná 10 milljóna markinu þyrfti því 1.000 einstaklinga sem gæfu hámarksupphæð). 4) Engin takmörk verði á framlagi sjálfboðaliða, notkun á netmiðlun eða margmiðlun nema afnotagjöld takmarki. Framboðin komi sér saman um sameiginlegan vettvang til að kynna sig á jafnréttisgrundvelli: 1) Framboðin taka sameiginlega við framlögum fyrirtækja (að hámarki 400.000) til að reka kynningarsjóð undir stjórn trúnaðarmanna. Hér er komið í veg fyrir óæskileg áhrif atvinnugreina eða fyrirtækjasamsteypa á kosningabaráttu einstaklinga. 2) Framlög frá einstaklingum umfram kr. 10 þúsund og allt að kr. 400.000 rennni einnig í þennan sjóð. 3) Framboðin gefa út sameiginleg kynningarrit og standa fyrir framboðsfundum í öllum kjördæmum þar sem frambjóðendum er gert jafn hátt undir höfði. 4) Framboðin koma fram saman til viðræðu við helstu fjölmiðla um kynningarmál. Sjálfgefið er að Ríkisúvarpið gæti jafnræðis, hefð er fyrir því sama á Stöð 2 og tengdum miðlum. Kannað hvort helstu fréttablöð vilji móta jafnræðisstefnu að óskertu ritstjórnarfrelsi. 5) Framboðin koma sér saman um endurskoðanda og reikningsskilareglur til að tryggja að reglum sé fylgt.Kostirnir eru jafnræði Þessi blanda tryggir einstökum frambjóðendum talsvert rými til að skapa sérstöðu með kynningum og sjálfboðaliðastarfi innan ramma 10 milljóna króna. Varla telst það óhóf að verja sem kostnaði af einum vænum jeppa til framboðs enda hægt að skipuleggja stuðning víða að. Til viðbótar kæmi svo hinn sameiginlegi vettvangur þar sem allir sætu við sama borð og fengju að skína við ýmis tækifæri allt eftir verðleikum en ekki fjármagni umfram hina. Kosningar með þessum hætti (eða svipuðum) yrðu mun lýðræðislegri en Alþingi leggur til og til muna hóflegri án þess þó að nokkur hætta sé á að kjósendum verði illa þjónað. Hafni frambjóðandi að taka þátt í svona samstarfi verður hann dæmdur samkvæmt því af kjósendum. Að auki legg ég til að frambjóðendur ræði þá hugmynd að gera framboðum siðareglur í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir forsetaembættið. Þetta tvennt saman myndi skapa traust og velvilja í upphafi kosningabaráttu og brjóta blað í lýðræðissögu landsins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun