Iðnaðarsalt átti ekki að nota í matvæli 17. janúar 2012 08:00 Þó að litlar líkur séu á að iðnaðarsaltið sem Ölgerðin seldi sé mengað, taldi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ekki ástæðu til að heimila sölu umframbirgða til matvælafyrirtækja. Mynd af vef Ölgerðarinnar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. thorgils@frettabladid.is Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. thorgils@frettabladid.is
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira