Samanlagður brotaferill Annþórs og Barkar 36 ár 20. desember 2012 12:07 Annþór og Börkur við aðalmeðferð. MYND/HALLDÓR BALDURSSON Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira