Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2012 10:19 Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og rekstri stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af sveitarfélaginu, kaupfélaginu á Hólmavík, Byggðastofnun og einstaklingum og útgerðum á Drangsnesi. Þetta var þannig sameiginlegt átak til að tryggja atvinnu á Drangsnesi þegar Útgerðarfélag Akureyringa keypti fyrirtækið Hólmadrang, sem áður var með vinnsluna. Spurður hvort úr þessu megi lesa að mikil samheldni sá á Drangsnesi svarar Óskar að það sé engin spurning. Að halda starfseminni gangandi sé algerlega sameiginlegt verkefni þeirra sem þarna búa. „Menn hlaupa hver fyrir annan ef á þarf að halda. Menn hjálpast mjög mikið að," segir Óskar.Línubáturinn Skúli ST-75 heldur uppi atvinnu á Drangsnesi allt árið.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Og samvinnuhugsjónin nær yfir fleira því hér má segja að einskonar bæjarútgerð sé við lýði því samfélagið sameinast einnig um að gera út línubátinn Skúla, sem er kvótamesti og aflahæsti bátur Drangsness, og hann landar aflanum hjá Drangi. Drangsnesingar kalla þetta raunar bæjarútgerðina enda er báturinn eign hreppbúa, að sögn Haraldar Ingólfssonar skipstjóra. Kaldrananesheppur á bátinn ásamt mörgum heimamönnum, en Skúli er eini línubáturinn sem gerður er út allt árið frá Drangsnesi. „Þetta er máttarstólpinn í byggðarlaginu, þessi bátur," segir Haraldur. Báturinn skapar einnig atvinnu fyrir beitingafólk í landi en þrjár konur annast línubeitinguna fyrir Skúla og við þær var einnig rætt í þættinum. Áður fyrr var rækja þýðingarmikill þáttur í útgerð og vinnslu á Drangsnesi. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Friðgeir Höskuldsson hafði keypt Grímsey ST-2, stærsta skip Drangsnesinga, til rækjuveiða og þekkir það á eigin skinni að það er ekki eintóm sæla að gera út. „Rækjan hvarf og við kvótalausir. Höfðum einbeitt okkur að rækju alla tíð meðan viðmiðunarárin voru, - kvótaárin," sagði Friðgeir. Kaldrananeshreppur Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og rekstri stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af sveitarfélaginu, kaupfélaginu á Hólmavík, Byggðastofnun og einstaklingum og útgerðum á Drangsnesi. Þetta var þannig sameiginlegt átak til að tryggja atvinnu á Drangsnesi þegar Útgerðarfélag Akureyringa keypti fyrirtækið Hólmadrang, sem áður var með vinnsluna. Spurður hvort úr þessu megi lesa að mikil samheldni sá á Drangsnesi svarar Óskar að það sé engin spurning. Að halda starfseminni gangandi sé algerlega sameiginlegt verkefni þeirra sem þarna búa. „Menn hlaupa hver fyrir annan ef á þarf að halda. Menn hjálpast mjög mikið að," segir Óskar.Línubáturinn Skúli ST-75 heldur uppi atvinnu á Drangsnesi allt árið.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Og samvinnuhugsjónin nær yfir fleira því hér má segja að einskonar bæjarútgerð sé við lýði því samfélagið sameinast einnig um að gera út línubátinn Skúla, sem er kvótamesti og aflahæsti bátur Drangsness, og hann landar aflanum hjá Drangi. Drangsnesingar kalla þetta raunar bæjarútgerðina enda er báturinn eign hreppbúa, að sögn Haraldar Ingólfssonar skipstjóra. Kaldrananesheppur á bátinn ásamt mörgum heimamönnum, en Skúli er eini línubáturinn sem gerður er út allt árið frá Drangsnesi. „Þetta er máttarstólpinn í byggðarlaginu, þessi bátur," segir Haraldur. Báturinn skapar einnig atvinnu fyrir beitingafólk í landi en þrjár konur annast línubeitinguna fyrir Skúla og við þær var einnig rætt í þættinum. Áður fyrr var rækja þýðingarmikill þáttur í útgerð og vinnslu á Drangsnesi. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Friðgeir Höskuldsson hafði keypt Grímsey ST-2, stærsta skip Drangsnesinga, til rækjuveiða og þekkir það á eigin skinni að það er ekki eintóm sæla að gera út. „Rækjan hvarf og við kvótalausir. Höfðum einbeitt okkur að rækju alla tíð meðan viðmiðunarárin voru, - kvótaárin," sagði Friðgeir.
Kaldrananeshreppur Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira