Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins 12. desember 2012 17:15 Allt bendir til þess að Tom Watson verði næsti fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins í golfi í næstu Ryderkeppni. Nordic Photos / Getty Images Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink. Golf Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira
Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink.
Golf Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira