Jón Arnór og Helena valin körfuknattleiksfólk ársins 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2012 17:00 Mynd/KKÍ.is Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu. Pálína Gunnlaugsdóttir varð í 2. sæti hjá konunum en í 3. sætinu er síðan Hildur Sigurðardóttir. Aðrar sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Petrúnella Skúladóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Ámundadóttir. Hlynur Bæringsson varð í 2. sæti hjá körlunum en í þriðja sætinu er síðan Jakob Sigurðarson sem var valinn körfuboltamaður ársins í fyrra. Aðrir sem fengu atkvæði eruu í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Justin Shouse og Pavel Ermolinskji.Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice, Slóvakíu Helena er nú á sínu öðru ári hjá Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er langsterkasta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu. Helena varð fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og er lið hennar um þessar mundir efst í sínum riðli í þeirri keppni. Lið hennar er á toppi slóvakísku deildarinnar að auki en þar hefur Helena leikið mjög vel. Hún hefur mest skorað meðal annars 18, 15 og 35 stig í leik fyrir sitt lið og hefur verið að fá stærra hlutverk í báðum keppnum. Helena var með betri leikmönnum á Norðurlandamóti kvenna sem fram fór í Osló sl. vor þar sem Ísland hafnaði í 3. sæti. Hún var valin í úrvalslið mótsins. Helena leiddi mótið í stigum skoruðum að meðaltali (20,8), stoðsendingum að meðaltali (5,0) og var þriðja í fráköstum að meðaltali (7,5).Jón Arnór Stefánsson, CAI Zaragoza, Spáni Jón Arnór Stefánsson er á sínu öðru ári með liði sínu Zaragoza í ACB-deildinni á Spáni og hefur verið lykilmaður liðsins á þeim tíma. Lið CAI Zaragoza gekk vel á síðasta ári i deildinni og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni í lok tímabilsins. Jón Arnór leikur sem fyrr lykilhlutverk í vörn og sókn liðsins og er iðulega inná þegar mest á reynir. Liðið er um þessar mundir í 7. sæti af 18 liðum og hefur gengið vel á fyrri helming tímabilsins. Jón Arnór var frábær með landsliði Íslands í sumar sem tók þátt í erfiðu verkefni þar sem leiknir voru 10 leikir á 30 dögum gegn gríðarlega sterkum körfuknattleiksþjóðum. Íslenska liðið stóð sig vel í mörgum leikjum og var Jón Arnór leiðtogi liðsins. Hann varð að keppni lokinni í 9. sæti yfir stigahæstu menn í keppninni að meðaltali með 18,5 stig í leik.Jón Arnór Stefánsson.Mynd/AntonKörfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena SverrisdóttirOftast valin Körfuboltamaður ársins:* 9 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012) 8 Helena Sverrisdóttir ( 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011)* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu. Pálína Gunnlaugsdóttir varð í 2. sæti hjá konunum en í 3. sætinu er síðan Hildur Sigurðardóttir. Aðrar sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Petrúnella Skúladóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Ámundadóttir. Hlynur Bæringsson varð í 2. sæti hjá körlunum en í þriðja sætinu er síðan Jakob Sigurðarson sem var valinn körfuboltamaður ársins í fyrra. Aðrir sem fengu atkvæði eruu í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Justin Shouse og Pavel Ermolinskji.Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice, Slóvakíu Helena er nú á sínu öðru ári hjá Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er langsterkasta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu. Helena varð fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og er lið hennar um þessar mundir efst í sínum riðli í þeirri keppni. Lið hennar er á toppi slóvakísku deildarinnar að auki en þar hefur Helena leikið mjög vel. Hún hefur mest skorað meðal annars 18, 15 og 35 stig í leik fyrir sitt lið og hefur verið að fá stærra hlutverk í báðum keppnum. Helena var með betri leikmönnum á Norðurlandamóti kvenna sem fram fór í Osló sl. vor þar sem Ísland hafnaði í 3. sæti. Hún var valin í úrvalslið mótsins. Helena leiddi mótið í stigum skoruðum að meðaltali (20,8), stoðsendingum að meðaltali (5,0) og var þriðja í fráköstum að meðaltali (7,5).Jón Arnór Stefánsson, CAI Zaragoza, Spáni Jón Arnór Stefánsson er á sínu öðru ári með liði sínu Zaragoza í ACB-deildinni á Spáni og hefur verið lykilmaður liðsins á þeim tíma. Lið CAI Zaragoza gekk vel á síðasta ári i deildinni og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni í lok tímabilsins. Jón Arnór leikur sem fyrr lykilhlutverk í vörn og sókn liðsins og er iðulega inná þegar mest á reynir. Liðið er um þessar mundir í 7. sæti af 18 liðum og hefur gengið vel á fyrri helming tímabilsins. Jón Arnór var frábær með landsliði Íslands í sumar sem tók þátt í erfiðu verkefni þar sem leiknir voru 10 leikir á 30 dögum gegn gríðarlega sterkum körfuknattleiksþjóðum. Íslenska liðið stóð sig vel í mörgum leikjum og var Jón Arnór leiðtogi liðsins. Hann varð að keppni lokinni í 9. sæti yfir stigahæstu menn í keppninni að meðaltali með 18,5 stig í leik.Jón Arnór Stefánsson.Mynd/AntonKörfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena SverrisdóttirOftast valin Körfuboltamaður ársins:* 9 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012) 8 Helena Sverrisdóttir ( 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011)* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira