Rugby lið á höttunum eftir næsta Usain Bolt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 11:15 Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira