Líka jólaskraut 26. nóvember 2012 13:47 María Manda hannaði standandi jólakort fyrir jólin í fyrra. Núna hefur hún bætt við standandi pakkamerkispjöldum sem hún hlaut verðlaun fyrir. MYND/ANTON María Manda umbúðahönnuður hlaut Skúlaverðlaunin í ár fyrir pakkamerkispjöld sem hún hannaði. Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánaðarins. Verðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem talinn er eiga besta nýja hlutinn á sýningunni og mega hlutirnir hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna. "Fyrir jólin í fyrra bjó ég til standandi jólakort og sendi til viðskiptavina minna," segir Mandý, eins og hún er kölluð, en hún rekur umbúðasmiðjuna MMHönnun. "Nokkur kort lentu á Þjóðminjasafninu af því ég hafði unnið fyrir það. Vala Ólafsdóttir sem vinnur þar hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki selja jólakortin. Þetta var bara kortér í jól og ég ætlaði ekki að fara út í sölu á þessu. Hún talaði mig til og ég fór með nokkur kort til hennar sem seldust svo upp. Ég fór með fleiri kort og þau seldust upp á hverjum degi fyrir jólin," segir Mandý og hlær. Um síðustu jól notaði Mandý jólakortin sem pakkamerkispjöld á pakka sem hún gaf vinum og vandamönnum. Út frá því ákvað hún að hanna minni pakkamerkispjöldin sem hún hlaut verðlaunin fyrir. "Bæði kortin og merkispjöldin hafa framhaldslíf eða tvöfalt hlutverk því það er líka hægt að stilla þeim upp og nota sem jólaskraut. Jólakortin koma vel út ef þeim er raðað saman á borð eða í glugga og fallegt er að hengja litlu spjöldin á jólatréð." Mandý segir umbúðir skipta miklu máli í framsetningu verslana og í markaðssetningu en fyrirtæki hennar hannar umbúðir fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki. "Það hefur oft verið vandamál fyrir hönnuði og handverksfólk að finna umbúðir sem passa fyrir þeirra vöru. Ég sérhanna formið á umbúðunum svo það smellpassi," segir hún. Jólakortin og pakkamerkispjöldin frá Mandý fást í helstu gjafa- og hönnunarverslunum bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Jólafréttir Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
María Manda umbúðahönnuður hlaut Skúlaverðlaunin í ár fyrir pakkamerkispjöld sem hún hannaði. Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánaðarins. Verðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem talinn er eiga besta nýja hlutinn á sýningunni og mega hlutirnir hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna. "Fyrir jólin í fyrra bjó ég til standandi jólakort og sendi til viðskiptavina minna," segir Mandý, eins og hún er kölluð, en hún rekur umbúðasmiðjuna MMHönnun. "Nokkur kort lentu á Þjóðminjasafninu af því ég hafði unnið fyrir það. Vala Ólafsdóttir sem vinnur þar hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki selja jólakortin. Þetta var bara kortér í jól og ég ætlaði ekki að fara út í sölu á þessu. Hún talaði mig til og ég fór með nokkur kort til hennar sem seldust svo upp. Ég fór með fleiri kort og þau seldust upp á hverjum degi fyrir jólin," segir Mandý og hlær. Um síðustu jól notaði Mandý jólakortin sem pakkamerkispjöld á pakka sem hún gaf vinum og vandamönnum. Út frá því ákvað hún að hanna minni pakkamerkispjöldin sem hún hlaut verðlaunin fyrir. "Bæði kortin og merkispjöldin hafa framhaldslíf eða tvöfalt hlutverk því það er líka hægt að stilla þeim upp og nota sem jólaskraut. Jólakortin koma vel út ef þeim er raðað saman á borð eða í glugga og fallegt er að hengja litlu spjöldin á jólatréð." Mandý segir umbúðir skipta miklu máli í framsetningu verslana og í markaðssetningu en fyrirtæki hennar hannar umbúðir fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki. "Það hefur oft verið vandamál fyrir hönnuði og handverksfólk að finna umbúðir sem passa fyrir þeirra vöru. Ég sérhanna formið á umbúðunum svo það smellpassi," segir hún. Jólakortin og pakkamerkispjöldin frá Mandý fást í helstu gjafa- og hönnunarverslunum bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Jólafréttir Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning