Snorri Steinn: Leikaðferðirnar verða þær sömu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 11:15 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/AFP Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira