Ólafur Gunnarsson og Tinna Óðinsdóttir unnu til silfurverðlauna á Norður-Evrópumeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Glasgow í Skotlandi um helgina.
Ólafur vann sín verðlaun fyrir frammistöðu á bogahesti. Ólafur fékk 13,675 stig og var rétt á eftir Helge Vammen frá Danmörku sem fékk 13,875 stig. Ólafur hafnaði í 4. sæti á svifrá og 6. sæti í hringjum.
Tinna vann silfurverðlaun sín í keppni á jafnvægisslá. Tinna hlaut 12,900 stig en Jessica Hogg frá Wales var hlutskörpust með 13,300 stig.
Auk Ólafs og Tinnu keppti Thelma Rut Hermannsdóttir á mótinu. Thelma Rut keppti í úrslitum í stökki þar sem hún hafnaði í 9. sæti.
Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í 4. sæti í sveitakeppni í gær. Ísland fékk 144,450 stig en Wales hafði sigur með 157,500 stig. Karlalandsliðið hafnaði í 7. sæti en Finnar unnur sigur.
Ólafur og Tinna unnu silfurverðlaun
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Enski boltinn

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Fótbolti

Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli
Enski boltinn