Fótbolti

Stelpurnar töpuðu á móti Dönum

Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen. Mynd/Daníel
Íslenska 19 ára landslið kvenna tapaði 1-3 á móti Dönum í síðasta leik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Danmörku. Bæði lið voru fyrir leikinn búin að tryggja sér sæti í milliriðlum sem fram fara á næsta ári.

Danir fengu sannkallaða óskabyrjun og skoruðu strax á fyrstu mínútu eftir hornspyrnu. Á fjórðu mínútu bættu þær marki við og leiddu þannig í leikhléi. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Elín Metta Jensen muninn en Danir svöruðu aðeins mínútu síðar. Það urðu svo lokatölur leiksins.

Elín Metta skoraði í öllum þremur leikjum íslenska liðsins og samtals fimm mörk. Hún varð annar markahæsti leikmaður riðilsins á eftir Dananum Camilla Andersen sem skoraði sex sinnum.

Danir urðu því í efsta sæti riðilsins og Íslendingar í því öðru og þessar þjóðir því komnar áfram í milliriðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×