Fótbolti

Kári: Klaufamörk sem við fáum á okkur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kári í baráttunni í kvöld.
Kári í baráttunni í kvöld. mynd/vilhelm
„Þetta er algjörlega grátlegt. Við vörðumst vel í klukkutíma eða 70 mínútur. Við fáum á okkur klaufalegt mark. Hannes er með boltann en missir hann og við fáum sex sénsa til að hreinsa en allt kemur fyrir ekki og hann snýr boltann skemmtilega upp í skeytin," sagði Kári Árnason annar miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Sviss í kvöld.

„Mér fannst við ráða vel við þá mest allan leikinn og eftir að við fáum okkur þetta mark þá erum við að reyna að skora og fórnum varnarmönnum fram á við. Þá urðum við berskjaldaðir til baka.

„Seinna markið var líka klaufalegt, algjör grís, hann skýtur á markið en hittir ekki og boltinn rennur fram hjá mér.

„Við lögðum upp með að fá skyndisóknir og það heppnaðist. Þegar Gylfi færi boltann veit maður aldrei hvað gerist. Hann getur skapað eitthvað ótrúlegt og það gerðist nokkrum sinnum. Við fengum dauðafæri til að jafnvel klára þennan leik," sagði Kári.

„Auðvitað er allt í lagi að vera með sex stig og fyrir keppnina hefði einhver kannski verið ánægður með það en eins og liðið er og andinn sem við erum með og allt í kringum þetta þá held ég að við hefðum viljað fá meira út úr þessu.

„Mér fannst við taktíst vera með þá kortlagða og vera með þá. Við vorum taktíst sterkir. Miðjumennirnir hlupu hliðar saman hliðar allan leikinn og gerðu leikinn auðveldari fyrir mig og Ragga (Ragnar Sigurðsson). Frammistaðan var góð en það var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu," sagði Kári að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×