Umfjöllun og viðtal: HC Mojkovac - Haukar 19-25 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 15. september 2012 18:21 Mynd/Daníel Haukar sigruðu HC Mojkovac 25-19 í seinni leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins í kvöld. Haukar unnu því einvígi liðanna með 26 marka mun eftir 20 marka sigur í gær. Úrslit leiksins í gær höfðu þau áhrif að Haukar mættu værukærir til leiks á sama tíma og leikmenn HC Mojkovac voru ákveðnir í að láta ekki niðurlægja sig annan leikinn í röð. Svartfellingarnir voru mun léttari á fæti en í fyrri leiknum sem skýrist að einhverju leiti að því að þeir lentu klukkan 1 eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins. Þreyta útskýrir samt ekki getumuninn á liðunum. Haukar eru með mun betra lið og þó liðið hafi ekki náð að hrista Svartfellingana af sér fyrr en að seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra leikinn í kvöld. Svartfellingar reyndu þó hvað þeir gátu til að koma Haukum úr jafnvægi. Hræktu þeir á leikmenn Hauka, Stefán Rafn Sigurmannsson var skallaður skömmu eftir að hann skoraði 11. mark sitt og þeir skutu ítrekað í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar eftir að hann kom í markið í upphafi seinni hálfleiks. Hátternir Svartfellinganna varð til þess að kveikja í Haukum sem fóru að berjast af krafti og láta finna fyrir sér sem svo skilaði sex marka sigri í lokin. Aron: Höguðu sér eins og asnar„Ég er ánægður með að við náðum að klára öruggan sigur í lokin. Við komum værukærir til leiks og það vantaði einbeitingu í okkar leik. Markvarslan var slök, vörnin var slök og sóknin var slök, það var nánast sama hver kom inn á nema Einar Ólafur kom ágætlega út úr þessu í markinu þegar hann kom inn á. Við skiptum í 5-1 vörnina í seinni hálfleik og náðum meiri baráttu í liðið og fáum sterkari varnarleik, hraðaupphlaup og sóknarleik. Við leikum töluvert betur í seinni hálfleik en fyrri," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Það er grátlegt við þetta að hafa hafa unnið þá með 20 mörkum í gær og vera samt með fjóra leikmenn meidda eftir þetta því þeir spila virkilega gróft á móti okkur. Þeir skjóta fimm sinnum í hausinn á Aroni, úr víti þar sem hann hreyfist ekki og tvisvar, þrisvar úr hornunum og dómararnir gera ekkert í því nema reka okkur útaf fyrir það. Þeir voru virkilega grófir, hrækjandi á menn og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir höguðu sér eins og asnar í dag og það var leiðinlegt í ljósi þess að við unnum þá með 20 mörkum í gær. Þeir vilja auðvitað koma til baka og berja frá sér en við sýndum karakter með að koma til baka og vinna þennan leik. „Þetta vakti okkar menn og við fengum góðar mínútur fyrir unga leikmenn. Egill Eiríksson fékk töluvert af mínútum á miðjunni þegar leikurinn var spennandi og Brynjólfur Brynjólfsson í horninu, það var ágætar mínútur fyrir þá að fá eins og Einar Ólaf Vilmundarson í markinu," sagði Aron sem tók undir að það hafi verið erfitt að kom mönnum í rétt hugarástand eftir stóran sigur í gær. „Þetta sýnir eina staðreynd um okkar lið, sama og í fyrra. Við erum ekki betri en þetta þegar við erum ekki 100%. Þá erum við ofboðslega lélegir. Þegar við erum klárir og tilbúnir í leikina þá getum við náð háu getustigi en þegar við erum ekki einbeittir þá erum við virkilega slakir. „Botninn hjá okkur er ekki nógu hátt uppi, hann er of lágt niðri. Það er góð staðreynd fyrir okkur og krefur okkur um meira. Við þurfum að leggja meira á okkur, hver einstaklingur þarf að leggja meira á sig í undirbúningi fyrir leik. Ég vissi að þetta yrði erfitt fyrir daginn í dag eftir 20 marka sigur í gær en við tókum sex marka sigur í lokin sem ágætt," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13/4, Adam Haukur Baumruk 3, Elías Már Halldórsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Matthías Ingimarsson 2, Gísli Jón Þórisson 1, Freyr Brynjarsson 1.Varin skot:Giereius Morkunas 3, Einar Ólafur Vilmundarson 9, Aron Rafn Eðvarðsson 7/1. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. 14. september 2012 18:51 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Haukar sigruðu HC Mojkovac 25-19 í seinni leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins í kvöld. Haukar unnu því einvígi liðanna með 26 marka mun eftir 20 marka sigur í gær. Úrslit leiksins í gær höfðu þau áhrif að Haukar mættu værukærir til leiks á sama tíma og leikmenn HC Mojkovac voru ákveðnir í að láta ekki niðurlægja sig annan leikinn í röð. Svartfellingarnir voru mun léttari á fæti en í fyrri leiknum sem skýrist að einhverju leiti að því að þeir lentu klukkan 1 eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins. Þreyta útskýrir samt ekki getumuninn á liðunum. Haukar eru með mun betra lið og þó liðið hafi ekki náð að hrista Svartfellingana af sér fyrr en að seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra leikinn í kvöld. Svartfellingar reyndu þó hvað þeir gátu til að koma Haukum úr jafnvægi. Hræktu þeir á leikmenn Hauka, Stefán Rafn Sigurmannsson var skallaður skömmu eftir að hann skoraði 11. mark sitt og þeir skutu ítrekað í höfuð Arons Rafns Eðvarðssonar eftir að hann kom í markið í upphafi seinni hálfleiks. Hátternir Svartfellinganna varð til þess að kveikja í Haukum sem fóru að berjast af krafti og láta finna fyrir sér sem svo skilaði sex marka sigri í lokin. Aron: Höguðu sér eins og asnar„Ég er ánægður með að við náðum að klára öruggan sigur í lokin. Við komum værukærir til leiks og það vantaði einbeitingu í okkar leik. Markvarslan var slök, vörnin var slök og sóknin var slök, það var nánast sama hver kom inn á nema Einar Ólafur kom ágætlega út úr þessu í markinu þegar hann kom inn á. Við skiptum í 5-1 vörnina í seinni hálfleik og náðum meiri baráttu í liðið og fáum sterkari varnarleik, hraðaupphlaup og sóknarleik. Við leikum töluvert betur í seinni hálfleik en fyrri," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Það er grátlegt við þetta að hafa hafa unnið þá með 20 mörkum í gær og vera samt með fjóra leikmenn meidda eftir þetta því þeir spila virkilega gróft á móti okkur. Þeir skjóta fimm sinnum í hausinn á Aroni, úr víti þar sem hann hreyfist ekki og tvisvar, þrisvar úr hornunum og dómararnir gera ekkert í því nema reka okkur útaf fyrir það. Þeir voru virkilega grófir, hrækjandi á menn og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir höguðu sér eins og asnar í dag og það var leiðinlegt í ljósi þess að við unnum þá með 20 mörkum í gær. Þeir vilja auðvitað koma til baka og berja frá sér en við sýndum karakter með að koma til baka og vinna þennan leik. „Þetta vakti okkar menn og við fengum góðar mínútur fyrir unga leikmenn. Egill Eiríksson fékk töluvert af mínútum á miðjunni þegar leikurinn var spennandi og Brynjólfur Brynjólfsson í horninu, það var ágætar mínútur fyrir þá að fá eins og Einar Ólaf Vilmundarson í markinu," sagði Aron sem tók undir að það hafi verið erfitt að kom mönnum í rétt hugarástand eftir stóran sigur í gær. „Þetta sýnir eina staðreynd um okkar lið, sama og í fyrra. Við erum ekki betri en þetta þegar við erum ekki 100%. Þá erum við ofboðslega lélegir. Þegar við erum klárir og tilbúnir í leikina þá getum við náð háu getustigi en þegar við erum ekki einbeittir þá erum við virkilega slakir. „Botninn hjá okkur er ekki nógu hátt uppi, hann er of lágt niðri. Það er góð staðreynd fyrir okkur og krefur okkur um meira. Við þurfum að leggja meira á okkur, hver einstaklingur þarf að leggja meira á sig í undirbúningi fyrir leik. Ég vissi að þetta yrði erfitt fyrir daginn í dag eftir 20 marka sigur í gær en við tókum sex marka sigur í lokin sem ágætt," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13/4, Adam Haukur Baumruk 3, Elías Már Halldórsson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Matthías Ingimarsson 2, Gísli Jón Þórisson 1, Freyr Brynjarsson 1.Varin skot:Giereius Morkunas 3, Einar Ólafur Vilmundarson 9, Aron Rafn Eðvarðsson 7/1.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. 14. september 2012 18:51 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. 14. september 2012 18:51