Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2012 22:11 Jón Margeir og 17500 áhorfendur í sundhöllinni í London hlýddu á þjóðsöng Íslands. Nordicphotos/Getty Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló. Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló.
Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57
Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50