Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, getur glaðst yfir ýmsu þessa dagana. Lið hans vann opnunarleik NFL-deildarinnar í gær gegn meisturum NY Giants og félag hans er verðmætasta íþróttalið Bandaríkjanna samkvæmt Forbes-tímaritinu.
Forbes metur Cowboys á 2,1 milljarð bandaríkjadala en þetta er í fyrsta skipti sem félag kemst yfir tveggja milljarða múrinn hjá Forbes. Þetta er sjötta árið í röð sem Cowboys er verðmætasta félag deildarinnar.
Aðeins eitt íþróttafélag í heiminum er verðmætara en Cowboys að mati Forbes en það er Man. Utd sem Forbes metur á 2,24 milljarða bandaríkjadala.
Félögin í næstu sætum eru svona:
2. New England Patriots - 1,63 milljarðar.
3. Washington Redskins - 1,6
4. New York Giants - 1,46
5. Houston Texans - 1,3
Cowboys verðmætasta NFL-félagið

Mest lesið



„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn


Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt
Körfubolti





„Við þurfum annan titil“
Enski boltinn