Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Svartfjallaland 92-101 | Hetjuleg barátta ekki nóg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2012 15:21 Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska liðinu. Ísland tapaði naumlega fyrir ógnarsterku liði Svartfjallalands í Laugardalshöllinni í dag. Strákarnir spiluðu ótrúlega í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir í þeim síðari. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 61-39 og vissu Svartfellingar ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir sneru til baka í síðari hálfleik og spiluðu afar vel, bæði í vörn og sókn. Ísland skoraði aðeins 31 stig í seinni hálfleik en hélt sér þó inn í leiknum alveg fram á lokamínúturnar. Fyrri hálfleikur var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt í mjög langan tíma. Jón Arnór og Haukur Helgi gáfu tóninn með tveimur þriggja stiga körfum snemma leiks en íslenska liðið hitti mjög vel í fyrri hálfleik, sérstaklega Jón Arnór sem skoraði alls 32 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik. Íslendingar voru einnig óhræddir við að keyra á vörn gestanna sem létu mótlætið fara sífellt meira í taugarnar á sér, sérstaklega eftir því sem forysta Íslands jókst í leiknum. Alls urðu tæknivillurnar þrjár hjá Svartfjallalandi í öðrum leikhluta og þegar leikmenn gengu til búningsklefa virtist allt hafa gengið okkar mönnum í hag. Svartfellingar komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn. Taylor Rochestie, sem er reyndar Bandaríkjamaður, fór fyrir sóknarleiknum og lék oft íslensku vörnina grátt. Hann skoraði alls 31 stig í leiknum, nýtti tíu af fjórtán skotum sínum og öll sjö vítaskot sín. Vladimir Dasic reyndist líka afar drjúgur en hann var stigahæstur gestanna með 38 stig auk þess að taka fjórtán fráköst. Gestirnir, sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni, söxuðu á forystu Íslands jafn og þétt og jöfnuðu metin þegar rúmar fimm mínútur voru eftir. Logi Gunnarsson setti svo niður þrist og jók forystuna aftur í þrjú stig, 83-80, en þá fékk Jón Arnór sína fimmtu villu í leiknum fyrir afar litlar sakir. Sóknarleikur Íslands hrundi endanlega eftir það og gestirnir gengu á lagið. Þeir tóku forystuna í fyrsta sinn í leiknum og kláruðu leikinn nokkuð örugglega á lokamínútunum. Haukur Helgi Pálsson hafði fengið sína fimmtu villu fyrr í seinni hálfleiknum og Pavel Ermolinskij fór meiddur af velli snemma í þriðja leikhluta. Jón Arnór átti stórleik, sem og Hlynur Bæringsson. Aðrir áttu góða spretti en því miður dugði það ekki til gegn þessu öfluga liði gestanna. Tölfræði og leiklýsing er neðst hér í greininni.Hlynur: Gjörspillt apparat „Þetta er nú með því mest svekkjandi sem ég hef lent í," sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Íslands fyrir Svartfjallalandi í dag. „Þetta er alveg hrikalegt. Við hittum alveg svakalega í fyrri hálfleik og þeir byrja seinni hálfleikinn á að hitta mjög vel. Þá komast þeir á mikla ferð og þá fór aðeins um okkur." „En við misstum sterka menn út af vegna meiðsla og villuvandræða og ég er alveg handviss um að við hefðum verið í mun betra standi til að vinna leikinn ef það hefði ekki gerst," sagði hann en Pavel Ermolinskij meiddist og þeir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson fengu báðir fimm villur. „Svo var þessi Kani hjá þeim svakalega góður í seinni hálfleik. Það er ótrúlegt að vera að tala um Kana í landsleikjum. Þetta er gjörspillt apparat hjá þeim. Númer fimmtán hjá þeim, Dasic, var líka mjög öflugur." Þegar Ísland spilaði sem best í fyrri hálfleik gekk nánast allt upp. Ísland skoraði alls 61 stig og strákarnir léku á als oddi. „Við vorum óhræddir að ráðast á körfuna þeirra, þó svo að við séum ekki jafn háir í loftinu. Svo hittum við úr nokkrum skotum og fengum sjálfstraust til að halda áfram að skjóta." „Ég var búinn að bíða eftir einum svona leik þar sem það myndi svona mikið detta með okkur í upphafi leiksins. En því miður náðum við ekki að klára þetta."Peter Öqvist: Erfitt að taka þessu tapi Landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist var vitanlega niðurlútur eins og allir leikmenn íslenska liðsins eftir tapið gegn Svartfellingum í dag. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik. Strákarnir voru ákveðnir og við spilum mjög vel, bæði í sókn og vörn,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Svo gerist það sem vill oft gerast hjá nýjum liðum. Við reyndum að verja forystuna í stað þess að halda okkar striki. Við ræddum þetta ítarlega í búningsklefanum í hálfleik en það er svo annað að framkvæma það á vellinum.“ „Það hafði sitt að segja og einnig meiðslin hans Pavel og villuvandræðin sem við lentum í. Þetta var erfitt hjá okkur í seinni hálfleik og þess vegna er svo erfitt að taka þessu tapi,“ sagði Öqvist. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, rétt eins og við gerðum í fyrri hálfleik gegn Ísrael. Nú fáum við eitt tækifæri enn til að setja saman góðan 40 mínútna leik og við munum gera okkar besta til þess.“Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 32, Hlynur Bæringsson 22 (9 fráköst), Jakob Örn Sigurðarson 10, Logi Gunnarsson 8, Haukur Helgi Pálsson 5, Helgi Már Magnússon 5, Finnur Magnússon 4, Pavel Ermolinskij 4, Ægir Steinarsson 2.Stigahæstir hjá Svartfjallalandi: Vladimir Dasic 38 (14 fráköst), Taylor Rochestie 31, Saed Sehovic 11.Leik lokið: Ísland - Svartfjallaland 92-101: Lokamínúturnar voru okkur erfiðar og án Jón Arnórs í sókninni gekk ekkert upp fyrr en á síðustu mínútunni þegar munurinn var orðinn of mikill. Svekkjandi tap niðurstaða eftir frábæra frammistöðu lengst af, sérstaklega í fyrri hálfleik.38. mín: Ísland - Svartfjallaland 83-87: Helgi klikkar á galopnum þristi og Svartfellingar setja svo niður þrist og komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Svo annar þristur hjá gestunum og munurinn nú fjögur stig þegar tvær mínútur eru eftir.37. mín: Ísland - Svartfjallaland 83-81: Ísland skoraði ekki og Helgi fékk svo afar klaufalega villu á sig. Svartfellingar á vítalínuna aftur en hvorugt skotið niður.37. mín: Ísland - Svartfjallaland 83-81: Galin ákvörðun hjá dómurunum sem gefa Jóni Arnóri hans fimmtu villu fyrir afar, afar litlar sakir. Þetta var ótrúleg ákvörðun hjá ömurulegum dómurum þessa leiks. 3:54 eftir.36. mín: Ísland - Svartfjallaland 83-80: Frábær og afar mikilvægur þristur hjá Loga. Ísland fær svo boltann aftur eftir misheppnað skot hjá gestunum.35. mín: Ísland - Svartfjallaland 80-80: Baráttan heldur áfram. Hlynur fer á vítalínuna og setur bæði niður. Rochestie fer svo inn og setur niður körfu og fiskar villu á Jón Arnór þar að auki. Fjórða villan hans Jóns og staðan er nú jöfn.33. mín: Ísland - Svartfjallaland 78-75: Jón Arnór keyrir inn að körfu með svo miklum krafti að einn Svartfellingurinn liggur efti rog heldur um nefið. Það virðist einfaldlega vera brotið.33. mín: Ísland - Svartfjallaland 76-75: Rochestie er nú allt í öllu. Tekur skotin, keyrir inn að körfu, fiskar villur og tekur fráköst. Setur svo niður þrist og munurinn orðinn eitt stig. Ísland tekur leikhlé.31. mín: Ísland - Svartfjallaland 76-70: Fjórði leikhluti byrjar illa. Fyrsta sóknin rann út í sandinn og Haukur Helgi fékk svo sína fimmtu villu í fyrstu sókn gestanna. Munurinn nú sex stig.Þriðja leikhluta lokið: Ísland - Svartfjallaland 76-69: Svartfellingar skoruðu 30 stig í þessum leikhluta, níu færri en í öllum fyrri hálfleik. Skotin hafa verið að detta og í lokin setti Rochestie niður þrist sem minnkaði forystu Íslands í sjö stig. Strákarnir þurfa að stöðva þá betur í fjórða leikhluta og standa vaktina í vörninni.29. mín: Ísland - Svartfjallaland 76-64: Bojan Dubljevic er farinn af velli með sína fimmtu villu eftir að hafa brotið á Hlyni, sem setti skotið samt niður. Hlynur er í aðalhlutverki þessa stundina enda algjörlega óþreytandi og gefst aldrei upp.28. mín: Ísland - Svartfjallaland 71-60: Tveir þristar í röð frá Svartfjallalandi sem eru að fara illa með okkar menn þessa stundina, bæði í vörn og sókn.26. mín: Ísland - Svartfjallaland 71-54: Jón Arnór með flottan þrist en Svartfellingar svara í sömu mynt. Hörkubarátta í leiknum og leikurinn opinn og hraður. Dómararnir hafa verið í sviðsljósinu fyrir furðulegar ákvarðanir af og til.24. mín: Ísland - Svartfjallaland 68-51: Svartfellingar að nýta sóknir sínar mun betur. Eru rólegri á boltann og taka skynsamar ákvarðanir. Íslendingar eru þó enn að spila vel í sínum sóknarleik.22. mín: Ísland - Svartfjallaland 63-41: Hlynur finnur Jón Arnór undir körfunni og Ísland er komið á blað í seinni hálfleik.Hálfleikur: Ég minni á að Svartfjallaland er ósigrað í riðlinum og þó svo að þeir hafi tryggt sér sigur í riðlinum eru þeir æfir yfir gangi mála hér. Það er greinilegt á hegðun þeirra í leiknum. Þeir ætla sér ekki að tapa fyrir Íslandi átta sigra í átta leikjum.Hálfleikur: Vladimir Dasic er með nítján stig fyrir Svartfellinga en aðrir eru með fjögur stig eða minna. Svartfellingar hafa þó tekið fleiri fráköst - átján gegn fjórtán hjá Íslandi.Stig Íslands í fyrri hálfleik: Jón Arnór Stefánsson 23, Hlynur Bæringsson 14, Jakob Örn Sigurðarson 8, Logi Gunnarsson 5, Haukur Helgi Pálsson 5, Pavel Ermolinskij 4, Finnur Magnússon 2.Hálfleikur: Ísland - Svartfjallaland 61-39: Hvað annað! Jakob setur niður þrist og fullkomnar niðurlæginguna. Ísland hefur skorað meira en 60 stig í fyrri hálfleik gegn Svartfellingum. Það hefði enginn giskað á fyrir þennan leik. Ótrúlegur sóknarleikur og þvílík frammistaða hjá Jóni Arnóri sem hefur skorað 23 stig. Hlynur er svo með fjórtán og Jakob átta.20. mín: Ísland - Svartfjallaland 58-39: Þvílíkt og annað eins! Jakob og Jón Arnór báðir með þrista og þeir eru einfaldlega að gera lítið úr Svartfellingum. Frábær sóknarleikur og frábær skot. Fimmtán sekúndur eftir og Ísland á boltann.18. mín: Ísland - Svartfjallaland 48-35: Ísland fékk aftur ósanngjarna villu dæmda á sig. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri KKÍ, er ósáttur og lætur dómarana vita af því. Varamenn Svartfellinga heyra það og segja honum að þegja. Friðrik Ingi svarar í sömu mynt og biður menn vinsamlegast ekki að eyða orðum í sig.18. mín: Ísland - Svartfjallaland 48-33: Hlynur fékk dæmda á sig ósanngjarna villu en bætir fyrir það í næstu sókn með því að setja niður þrist.17. mín: Ísland - Svartfjallaland 45-33: Þeir eru brjálaðir. Þeirra besti maður, Vladimir Dasic, var að fá tæknivillu en það er þriðja tæknivilla Svartfellinga í leiknum. Ísland fékk fyrst villu og því fjögur skot og bolta. Jón Arnór gerði vel á línunni og nýtti öll.14. mín: Ísland - Svartfjallaland 34-28: Jón Arnór hefur átt stórleik og er kominn með tólf stig. Suad Sehovic, einn sterkasti leikmaður Svartfellinga, er kominn með þrjár villur eftir að hafa ekkert ráðið við Jón Arnór. Svartfellingar hafa aðeins gefið í síðustu mínúturnar og minnkað muninn í sex stig.12. mín: Ísland - Svartfjallaland 32-23: Hér er ekkert verið að grínast. Svartfellingar orðnir mjög pirraðir og búnir að fá á sig tvær tæknivillur í upphafi annars leikhluta. Þá átti Haukur Helgi svakalegt blokk sem vakti mikla kátínu í höllinni.Fyrsta leikhluta lokið. Ísland - Svartfjallaland 23-19: Það dró aðeins saman með liðunum en Jakob skoraði síðustu tvö stig leikhlutans af vítalínunni og sá til þess að Ísland er með fjögurra stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta. Flott frammistaða hjá Íslandi.7. mín: Ísland - Svartfjallaland 18-13: Fín barátta í íslenska liðinu og strákarnir hafa varist vel síðustu mínúturnar. Spurning hvort þeim takist að halda þetta út.5. mín: Ísland - Svartfjallaland 12-11: Svartfellingar setja niður tvo þrista í röð eftir að Hlynur kom Íslandi sjö stigum yfir.3. mín: Ísland - Svartfjallaland 9-5: Við skorum bara úr þristum í dag. Pavel setti niður þennan.1. mín. Ísland - Svartfjallaland 6-0: Flott byrjun. Jón Arnór með skot en Hlynur nær frákastinu. Boltinn aftur á Jón Arnór sem setur niður þrist. Svartfellingar klikka í næstu sókn og Haukur Helgi setur niður annan þrist.15.44: Allt til reiðu. Jón Arnór, Hlynur, Pavel, Haukur og Jakob í byrjunarliði Íslands.15.40: Flestir í liði Svartfjallalands spila í heimalandinu en fjórir leikmenn spila með spænskum liðum og fjórir til viðbótar í öðrum sterkum deildum í Evrópu. Einn leikmanna liðsins, Taylor Rochestie, fæddist í Bandaríkjunum en hann spilar með Caja Laboral á Spáni.15.33: Fjórir leikmenn eiga meira en 200 mínútur í keppninni - Jón Arnór (269), Hlynur (276), Jakob (269) og Haukur (209). Pavel, Helgi Már og Ægir koma næstir en aðrir eiga talsvert færri mínútur.15.32: Jón Arnór Stefánsson er stigahæstur íslenska liðsins í undankeppninni með 140 stig eða 17,5 að meðaltali í leik. Hlynur Bæringsson kemur næstur með 13,9 en hann hefur tekið langflest fráköst af Íslendingunum eða 9,1 að meðaltali í leik.15.28: Ísland vann síðast sigur í Laugardalshöllinni árið 2008, þá gegn Dönum. Fyrirfram má gera ráð fyrir sigri Svartfellinga í dag en það er aldrei að vita hvað gerist. Strákarnir eru án efa staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit.15.26: Svartfjallaland hefur unnið alla átta leiki sína í riðlinum og þegar tryggt sér efsta sætið. Svartfellingar fá ekki minna en átján stig í riðlinum og Serbía og Ísrael geta mest komist upp í sautján.15.25: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með viðureign Íslands og Svartfjallalands. Um er að ræða síðasta heimaleik Íslands í undankeppninni en í þetta sinn er komið að hinu ógnarsterka liði Svartfellinga sem eru enn taplausir í riðlinum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Ísland tapaði naumlega fyrir ógnarsterku liði Svartfjallalands í Laugardalshöllinni í dag. Strákarnir spiluðu ótrúlega í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir í þeim síðari. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 61-39 og vissu Svartfellingar ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir sneru til baka í síðari hálfleik og spiluðu afar vel, bæði í vörn og sókn. Ísland skoraði aðeins 31 stig í seinni hálfleik en hélt sér þó inn í leiknum alveg fram á lokamínúturnar. Fyrri hálfleikur var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt í mjög langan tíma. Jón Arnór og Haukur Helgi gáfu tóninn með tveimur þriggja stiga körfum snemma leiks en íslenska liðið hitti mjög vel í fyrri hálfleik, sérstaklega Jón Arnór sem skoraði alls 32 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik. Íslendingar voru einnig óhræddir við að keyra á vörn gestanna sem létu mótlætið fara sífellt meira í taugarnar á sér, sérstaklega eftir því sem forysta Íslands jókst í leiknum. Alls urðu tæknivillurnar þrjár hjá Svartfjallalandi í öðrum leikhluta og þegar leikmenn gengu til búningsklefa virtist allt hafa gengið okkar mönnum í hag. Svartfellingar komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn. Taylor Rochestie, sem er reyndar Bandaríkjamaður, fór fyrir sóknarleiknum og lék oft íslensku vörnina grátt. Hann skoraði alls 31 stig í leiknum, nýtti tíu af fjórtán skotum sínum og öll sjö vítaskot sín. Vladimir Dasic reyndist líka afar drjúgur en hann var stigahæstur gestanna með 38 stig auk þess að taka fjórtán fráköst. Gestirnir, sem hafa unnið alla níu leiki sína í undankeppninni, söxuðu á forystu Íslands jafn og þétt og jöfnuðu metin þegar rúmar fimm mínútur voru eftir. Logi Gunnarsson setti svo niður þrist og jók forystuna aftur í þrjú stig, 83-80, en þá fékk Jón Arnór sína fimmtu villu í leiknum fyrir afar litlar sakir. Sóknarleikur Íslands hrundi endanlega eftir það og gestirnir gengu á lagið. Þeir tóku forystuna í fyrsta sinn í leiknum og kláruðu leikinn nokkuð örugglega á lokamínútunum. Haukur Helgi Pálsson hafði fengið sína fimmtu villu fyrr í seinni hálfleiknum og Pavel Ermolinskij fór meiddur af velli snemma í þriðja leikhluta. Jón Arnór átti stórleik, sem og Hlynur Bæringsson. Aðrir áttu góða spretti en því miður dugði það ekki til gegn þessu öfluga liði gestanna. Tölfræði og leiklýsing er neðst hér í greininni.Hlynur: Gjörspillt apparat „Þetta er nú með því mest svekkjandi sem ég hef lent í," sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Íslands fyrir Svartfjallalandi í dag. „Þetta er alveg hrikalegt. Við hittum alveg svakalega í fyrri hálfleik og þeir byrja seinni hálfleikinn á að hitta mjög vel. Þá komast þeir á mikla ferð og þá fór aðeins um okkur." „En við misstum sterka menn út af vegna meiðsla og villuvandræða og ég er alveg handviss um að við hefðum verið í mun betra standi til að vinna leikinn ef það hefði ekki gerst," sagði hann en Pavel Ermolinskij meiddist og þeir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson fengu báðir fimm villur. „Svo var þessi Kani hjá þeim svakalega góður í seinni hálfleik. Það er ótrúlegt að vera að tala um Kana í landsleikjum. Þetta er gjörspillt apparat hjá þeim. Númer fimmtán hjá þeim, Dasic, var líka mjög öflugur." Þegar Ísland spilaði sem best í fyrri hálfleik gekk nánast allt upp. Ísland skoraði alls 61 stig og strákarnir léku á als oddi. „Við vorum óhræddir að ráðast á körfuna þeirra, þó svo að við séum ekki jafn háir í loftinu. Svo hittum við úr nokkrum skotum og fengum sjálfstraust til að halda áfram að skjóta." „Ég var búinn að bíða eftir einum svona leik þar sem það myndi svona mikið detta með okkur í upphafi leiksins. En því miður náðum við ekki að klára þetta."Peter Öqvist: Erfitt að taka þessu tapi Landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist var vitanlega niðurlútur eins og allir leikmenn íslenska liðsins eftir tapið gegn Svartfellingum í dag. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik. Strákarnir voru ákveðnir og við spilum mjög vel, bæði í sókn og vörn,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Svo gerist það sem vill oft gerast hjá nýjum liðum. Við reyndum að verja forystuna í stað þess að halda okkar striki. Við ræddum þetta ítarlega í búningsklefanum í hálfleik en það er svo annað að framkvæma það á vellinum.“ „Það hafði sitt að segja og einnig meiðslin hans Pavel og villuvandræðin sem við lentum í. Þetta var erfitt hjá okkur í seinni hálfleik og þess vegna er svo erfitt að taka þessu tapi,“ sagði Öqvist. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, rétt eins og við gerðum í fyrri hálfleik gegn Ísrael. Nú fáum við eitt tækifæri enn til að setja saman góðan 40 mínútna leik og við munum gera okkar besta til þess.“Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 32, Hlynur Bæringsson 22 (9 fráköst), Jakob Örn Sigurðarson 10, Logi Gunnarsson 8, Haukur Helgi Pálsson 5, Helgi Már Magnússon 5, Finnur Magnússon 4, Pavel Ermolinskij 4, Ægir Steinarsson 2.Stigahæstir hjá Svartfjallalandi: Vladimir Dasic 38 (14 fráköst), Taylor Rochestie 31, Saed Sehovic 11.Leik lokið: Ísland - Svartfjallaland 92-101: Lokamínúturnar voru okkur erfiðar og án Jón Arnórs í sókninni gekk ekkert upp fyrr en á síðustu mínútunni þegar munurinn var orðinn of mikill. Svekkjandi tap niðurstaða eftir frábæra frammistöðu lengst af, sérstaklega í fyrri hálfleik.38. mín: Ísland - Svartfjallaland 83-87: Helgi klikkar á galopnum þristi og Svartfellingar setja svo niður þrist og komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Svo annar þristur hjá gestunum og munurinn nú fjögur stig þegar tvær mínútur eru eftir.37. mín: Ísland - Svartfjallaland 83-81: Ísland skoraði ekki og Helgi fékk svo afar klaufalega villu á sig. Svartfellingar á vítalínuna aftur en hvorugt skotið niður.37. mín: Ísland - Svartfjallaland 83-81: Galin ákvörðun hjá dómurunum sem gefa Jóni Arnóri hans fimmtu villu fyrir afar, afar litlar sakir. Þetta var ótrúleg ákvörðun hjá ömurulegum dómurum þessa leiks. 3:54 eftir.36. mín: Ísland - Svartfjallaland 83-80: Frábær og afar mikilvægur þristur hjá Loga. Ísland fær svo boltann aftur eftir misheppnað skot hjá gestunum.35. mín: Ísland - Svartfjallaland 80-80: Baráttan heldur áfram. Hlynur fer á vítalínuna og setur bæði niður. Rochestie fer svo inn og setur niður körfu og fiskar villu á Jón Arnór þar að auki. Fjórða villan hans Jóns og staðan er nú jöfn.33. mín: Ísland - Svartfjallaland 78-75: Jón Arnór keyrir inn að körfu með svo miklum krafti að einn Svartfellingurinn liggur efti rog heldur um nefið. Það virðist einfaldlega vera brotið.33. mín: Ísland - Svartfjallaland 76-75: Rochestie er nú allt í öllu. Tekur skotin, keyrir inn að körfu, fiskar villur og tekur fráköst. Setur svo niður þrist og munurinn orðinn eitt stig. Ísland tekur leikhlé.31. mín: Ísland - Svartfjallaland 76-70: Fjórði leikhluti byrjar illa. Fyrsta sóknin rann út í sandinn og Haukur Helgi fékk svo sína fimmtu villu í fyrstu sókn gestanna. Munurinn nú sex stig.Þriðja leikhluta lokið: Ísland - Svartfjallaland 76-69: Svartfellingar skoruðu 30 stig í þessum leikhluta, níu færri en í öllum fyrri hálfleik. Skotin hafa verið að detta og í lokin setti Rochestie niður þrist sem minnkaði forystu Íslands í sjö stig. Strákarnir þurfa að stöðva þá betur í fjórða leikhluta og standa vaktina í vörninni.29. mín: Ísland - Svartfjallaland 76-64: Bojan Dubljevic er farinn af velli með sína fimmtu villu eftir að hafa brotið á Hlyni, sem setti skotið samt niður. Hlynur er í aðalhlutverki þessa stundina enda algjörlega óþreytandi og gefst aldrei upp.28. mín: Ísland - Svartfjallaland 71-60: Tveir þristar í röð frá Svartfjallalandi sem eru að fara illa með okkar menn þessa stundina, bæði í vörn og sókn.26. mín: Ísland - Svartfjallaland 71-54: Jón Arnór með flottan þrist en Svartfellingar svara í sömu mynt. Hörkubarátta í leiknum og leikurinn opinn og hraður. Dómararnir hafa verið í sviðsljósinu fyrir furðulegar ákvarðanir af og til.24. mín: Ísland - Svartfjallaland 68-51: Svartfellingar að nýta sóknir sínar mun betur. Eru rólegri á boltann og taka skynsamar ákvarðanir. Íslendingar eru þó enn að spila vel í sínum sóknarleik.22. mín: Ísland - Svartfjallaland 63-41: Hlynur finnur Jón Arnór undir körfunni og Ísland er komið á blað í seinni hálfleik.Hálfleikur: Ég minni á að Svartfjallaland er ósigrað í riðlinum og þó svo að þeir hafi tryggt sér sigur í riðlinum eru þeir æfir yfir gangi mála hér. Það er greinilegt á hegðun þeirra í leiknum. Þeir ætla sér ekki að tapa fyrir Íslandi átta sigra í átta leikjum.Hálfleikur: Vladimir Dasic er með nítján stig fyrir Svartfellinga en aðrir eru með fjögur stig eða minna. Svartfellingar hafa þó tekið fleiri fráköst - átján gegn fjórtán hjá Íslandi.Stig Íslands í fyrri hálfleik: Jón Arnór Stefánsson 23, Hlynur Bæringsson 14, Jakob Örn Sigurðarson 8, Logi Gunnarsson 5, Haukur Helgi Pálsson 5, Pavel Ermolinskij 4, Finnur Magnússon 2.Hálfleikur: Ísland - Svartfjallaland 61-39: Hvað annað! Jakob setur niður þrist og fullkomnar niðurlæginguna. Ísland hefur skorað meira en 60 stig í fyrri hálfleik gegn Svartfellingum. Það hefði enginn giskað á fyrir þennan leik. Ótrúlegur sóknarleikur og þvílík frammistaða hjá Jóni Arnóri sem hefur skorað 23 stig. Hlynur er svo með fjórtán og Jakob átta.20. mín: Ísland - Svartfjallaland 58-39: Þvílíkt og annað eins! Jakob og Jón Arnór báðir með þrista og þeir eru einfaldlega að gera lítið úr Svartfellingum. Frábær sóknarleikur og frábær skot. Fimmtán sekúndur eftir og Ísland á boltann.18. mín: Ísland - Svartfjallaland 48-35: Ísland fékk aftur ósanngjarna villu dæmda á sig. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri KKÍ, er ósáttur og lætur dómarana vita af því. Varamenn Svartfellinga heyra það og segja honum að þegja. Friðrik Ingi svarar í sömu mynt og biður menn vinsamlegast ekki að eyða orðum í sig.18. mín: Ísland - Svartfjallaland 48-33: Hlynur fékk dæmda á sig ósanngjarna villu en bætir fyrir það í næstu sókn með því að setja niður þrist.17. mín: Ísland - Svartfjallaland 45-33: Þeir eru brjálaðir. Þeirra besti maður, Vladimir Dasic, var að fá tæknivillu en það er þriðja tæknivilla Svartfellinga í leiknum. Ísland fékk fyrst villu og því fjögur skot og bolta. Jón Arnór gerði vel á línunni og nýtti öll.14. mín: Ísland - Svartfjallaland 34-28: Jón Arnór hefur átt stórleik og er kominn með tólf stig. Suad Sehovic, einn sterkasti leikmaður Svartfellinga, er kominn með þrjár villur eftir að hafa ekkert ráðið við Jón Arnór. Svartfellingar hafa aðeins gefið í síðustu mínúturnar og minnkað muninn í sex stig.12. mín: Ísland - Svartfjallaland 32-23: Hér er ekkert verið að grínast. Svartfellingar orðnir mjög pirraðir og búnir að fá á sig tvær tæknivillur í upphafi annars leikhluta. Þá átti Haukur Helgi svakalegt blokk sem vakti mikla kátínu í höllinni.Fyrsta leikhluta lokið. Ísland - Svartfjallaland 23-19: Það dró aðeins saman með liðunum en Jakob skoraði síðustu tvö stig leikhlutans af vítalínunni og sá til þess að Ísland er með fjögurra stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta. Flott frammistaða hjá Íslandi.7. mín: Ísland - Svartfjallaland 18-13: Fín barátta í íslenska liðinu og strákarnir hafa varist vel síðustu mínúturnar. Spurning hvort þeim takist að halda þetta út.5. mín: Ísland - Svartfjallaland 12-11: Svartfellingar setja niður tvo þrista í röð eftir að Hlynur kom Íslandi sjö stigum yfir.3. mín: Ísland - Svartfjallaland 9-5: Við skorum bara úr þristum í dag. Pavel setti niður þennan.1. mín. Ísland - Svartfjallaland 6-0: Flott byrjun. Jón Arnór með skot en Hlynur nær frákastinu. Boltinn aftur á Jón Arnór sem setur niður þrist. Svartfellingar klikka í næstu sókn og Haukur Helgi setur niður annan þrist.15.44: Allt til reiðu. Jón Arnór, Hlynur, Pavel, Haukur og Jakob í byrjunarliði Íslands.15.40: Flestir í liði Svartfjallalands spila í heimalandinu en fjórir leikmenn spila með spænskum liðum og fjórir til viðbótar í öðrum sterkum deildum í Evrópu. Einn leikmanna liðsins, Taylor Rochestie, fæddist í Bandaríkjunum en hann spilar með Caja Laboral á Spáni.15.33: Fjórir leikmenn eiga meira en 200 mínútur í keppninni - Jón Arnór (269), Hlynur (276), Jakob (269) og Haukur (209). Pavel, Helgi Már og Ægir koma næstir en aðrir eiga talsvert færri mínútur.15.32: Jón Arnór Stefánsson er stigahæstur íslenska liðsins í undankeppninni með 140 stig eða 17,5 að meðaltali í leik. Hlynur Bæringsson kemur næstur með 13,9 en hann hefur tekið langflest fráköst af Íslendingunum eða 9,1 að meðaltali í leik.15.28: Ísland vann síðast sigur í Laugardalshöllinni árið 2008, þá gegn Dönum. Fyrirfram má gera ráð fyrir sigri Svartfellinga í dag en það er aldrei að vita hvað gerist. Strákarnir eru án efa staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit.15.26: Svartfjallaland hefur unnið alla átta leiki sína í riðlinum og þegar tryggt sér efsta sætið. Svartfellingar fá ekki minna en átján stig í riðlinum og Serbía og Ísrael geta mest komist upp í sautján.15.25: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með viðureign Íslands og Svartfjallalands. Um er að ræða síðasta heimaleik Íslands í undankeppninni en í þetta sinn er komið að hinu ógnarsterka liði Svartfellinga sem eru enn taplausir í riðlinum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira