Undir hvers annars áhrifum 20. ágúst 2012 10:59 Þau Elsa María, Magga Stína og Sölvi tilheyra ólíkum tónlistarsenum, en eru þó öll undir sömu áhrifunum þegar vel er gáð. Led Zepplin og önnur bönd sem voru á fóninum heima hafa haft mikil áhrif á þau öll, en þau eru ekki síður undir áhrifum af hvert öðru. fréttablaðið/anton Systkinin Sölvi og Elsa María Blöndal munu ef að líkum lætur hefja rúnt sinn um viðburði menningarnætur á Óðinstorgi í dag. Þar mun eldri systir þeirra, Margrét Kristín, sem flestir kalla Möggu Stínu, koma fram á farandtónleikum sem haldnir verða til heiðurs lagahöfundinum Ingibjörgu Þorbergs, í tilefni þess að hún verður 85 ára á þessu ári. "Ég ætla að syngja Man ég þinn koss, sem er mjög þekkt í hennar flutningi, og lagið Nú ertu þriggja ára, sem er mjög fallegt lag," segir Magga Stína, gefur okkur smá tóndæmi og rifjar lagið upp fyrir viðstöddum. Magga Stína getur svo slegið tvær flugur í einu höggi og séð yngri systkini sín bæði tvö spila á sama sviðinu, sem þau hafa reyndar aldrei gert áður. Undir hatti tónleikaraðarinnar Undiröldunnar, sem haldin hefur verið í Kaldalóni í Hörpu í vetur, verður í þetta sinn blásið til tónleika á útisviði við Hörpu á milli klukkan 17 og 19.30. Þar koma nokkur nýleg bönd fram, þar á meðal Dream Central Station, sem Elsa María syngur með, og Halleluwah, nýjasta gæluverkefnið hans Sölva. "Við spiluðum einmitt í Hörpu á Undiröldunni í vetur og það var mögnuð reynsla. Hljóðkerfið er æðislegt, allt öðruvísi en litlar rokkhljómsveitir eiga að venjast, sem eru vanar að spila á börum þar sem allir eru fullir og kerfið lélegt. Með Undiröldunni hefur það sem er underground verið dregið upp á yfirborðið, sem er frábært, því undiröldumúsíksenan á Íslandi er stór og öflug," segir Elsa María. Þau systkinin hafa öll verið áberandi í íslenskri tónlistarsenu, en tilheyra ólíkum stefnum. Með flokkunarmiða á lofti mætti tengja Elsu Maríu við rokk, Sölva við rapp og Möggu Stínu við nýbylgju, en það er þó alltof mikil einföldun til að vera réttlætanlegt. Þau passa líka illa í flokka, þegar betur er að gáð. Sölvi: "Margir verða voðalega hissa þegar þeir heyra að við séum systkini. Það skýrist kannski af því að það er svo langt á milli okkar. Við erum fjögur systkini og það eru sjö ár á milli okkar allra. Mamma segir stundum að við séum öll eins og einbirni. Við sem eldri erum segjum þá alltaf: "Sérstaklega Elsa!". Elsa María: "Þau vilja meina að ég sé dekurbarnið í fjölskyldunni. Það er náttúrlega haugalygi? Magga Stína: "Ég kalla þau tvö nú stundum dekurtvistinn. Þetta segi ég sem annað tveggja þjáningarfullra eldri systkina." Elsa María: "Við eigum líka eldri bróður, Hauk. Hann fór ekki út í tónlist, heldur er hann doktor í eðlisfræði." Magga Stína: "Hann er listamaður á því sviði!" Foreldrar systkinanna fjögurra eru Sólveig Hauksdóttir, leikkona og kennari með meiru, og Haraldur S. Blöndal, prentmyndasmiður og kennari til margra ára. Þrátt fyrir að foreldrarnir hafi sjálfir ekki lagt fyrir sig tónlistina var hún alltumlykjandi í æsku systkinanna. Móðir þeirra gerði tilraunir til að senda þau öll í hljóðfæranám og faðirinn er forfallinn músíkáhugamaður. Sölvi: "Pabbi eignaðist fyrsta geislaspilarann á Íslandi." Elsa María: "Ertu að meina það?! Djö#%"# töffari! Ég er alltaf að komast að einhverju nýju?? Magga Stína: "Það tók svona hálftíma fyrir þennan geislaspilara að opnast, lokast og byrja að spila. Sölvi: "Ég lét sérstaklega kaupa fyrir mig geisladisk í útlöndum sem hét Pet Shop Boys, til að geta spilað í honum. Annars man ég best eftir vínylnum. Rolling Stones, Canned Heat og auðvitað Led Zeppelin. Þeir höfðu stórkostleg áhrif á mig og urðu þess valdandi að ég fór að læra á hljóðfæri." Magga Stína: "Þeir höfðu líka mikil áhrif á mig. Fyrsta platan sem ég eignaðist var með þeim." Elsa María: Ég hef líka djúpar tilfinningar til Led Zeppelin. En þetta er að sumu leyti öðruvísi með mig, því mitt tónlistaruppeldi fór að mestu leyti í gegnum Sölva og Möggu Stínu. Ég fór í gegnum allan skalann, hlustaði á pönk 7, 8, 9 ára gömul og svo tók hiphop við. Ég fékk það beint í æð frá Sölva sem unglingur. Ég tók Beastie Boys alveg inn að hjartanu." Sölvi: "Svo fann Elsa sína hillu og síðan fór það sem hún hefur verið að hlusta á að hafa áhrif á mig. Hún kynnti mig fyrir böndum eins og Suicide og Silver Apples." Í september er fyrsta plata Dream Central Station væntanleg, en það er hljómsveit Elsu Maríu og Hallbergs Daða Hallbergssonar, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Jakobínurínu. "Það er Hallberg sem semur músíkina. Hann fékk mig til að syngja þrjú lög á plötunni, sem endaði með því að ég söng alla plötuna með honum, en það eru svo fjórir aðrir strákar með okkur í bandinu. Þetta er villt rokk og ról og við spilum inn á fegurðina í myrkrinu. Við Hallberg vinnum vel saman, ég skil hann, hann skilur mig og okkur þykir gaman að búa til skandal." Haustið verður viðburðaríkt hjá Elsu, því ekki aðeins kemur platan hennar út í september, heldur mun hún þá jafnframt taka þátt í gerð bíómyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller fer með aðalhlutverkið í. Elsa er útskrifuð úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Reynsla hennar þaðan mun líkast til nýtast henni í næsta verkefni. "Það kom upp í fangið á mér, fyrir fallega tilviljun, að ég fékk stöðu sem aðstoðarmanneskja í búningadeild í bíómyndinni. Það er mjög gaman, því það hefur löngum blundað með mér áhugi á búningahönnun. Ég er að vinna með Helgu Stefánsdóttur og er þegar búin að læra heilan helling. Þetta verður mikill skóli." Það má búast við því að við fáum að heyra ýmislegt nýtt úr smiðju Sölva og Möggu Stínu næstu mánuðina, nú þegar Sölvi er aftur kominn á stjá og Magga Stína er tiltölulega útskrifuð úr tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Elsa María segist hins vegar ekki hafa lagt sig eftir því að semja tónlist, enda kunni hún því ágætlega að túlka lög annarra. Þá kemur vangavelta frá stóru systur: Magga Stína: "Já, en hvenær býr maður til tónlist? Ég hef reynslu af því að búa til mína eigin tónlist en ekki síður af því að túlka tónlist annarra. Það er náttúrulega bara sköpun í sjálfu sér. Það að nálgast hluti sem aðrir hafa gert er ekki lítill vandi. Maður ber svo mikla virðingu fyrir sköpunarverki annarra." Hún hefur heldur ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim efnum, gaf meðal annars út heila plötu með sinni túlkun af lögum Megasar árið 2006, en þar af voru þrjú óútgefin. Sú plata opnaði eyru undirskrifaðrar fyrir ljóðum Megasar, sem skila sér svo fallega í gegnum mjúka rödd og túlkun söngkonunnar. Elsa María: "Ég heyri þetta oft, að fólk hafi lært að taka á móti Megasi með þessari plötu." Magga Stína: "Mikið þykir mér vænt um að heyra þetta. Þetta var eitt erfiðasta verk sem ég hef unnið. Megas var heimilisvinur hjá okkur og svo kynntist ég honum upp á nýtt þegar ég varð fullorðin. Það var mikið tilfinningalegt ferli að fara í gegnum þessa plötu." Undanfarin ár hefur Sölvi verið búsettur í Stokkhólmi, eða allt frá því að hljómsveitin hans, Quarashi, lagði upp laupana árið 2005. Hann er hagfræðingur og fær launin sín greidd frá seðlabanka Svíþjóðar, sem styrkir hann til doktorsnáms. "Ég hélt ég væri hættur í tónlist, því ég lagði hana alveg til hliðar þegar ég flutti til Svíþjóðar. Þegar Quarashi kom svo saman aftur á síðasta ári, og við héldum meðal annars tíu þúsund manna tónleika á Hellu, þá gerðist eitthvað. Frá því að strákurinn minn fæddist svo fyrir fimm mánuðum fóru mér að detta alls konar lög í hug aftur." Áður en Sölvi stofnaði Quarashi, þegar hann var 21 árs, hafði hann spilað með þó nokkrum pönksveitum. "Ég spilaði hundrað sinnum í Norðurkjallara MH, en ég fann mig samt aldrei í hljómsveitum, fyrr en ég fékk að ráða öllu! Ég er auðvitað að ýkja?? En sannleikurinn liggur þarna inni á milli línanna." Magga Stína: Sölvi er magnaður maníubolti. Svona kjarnorkusprengjusmiður. Hann er fæddur leiðtogi og alltaf á leiðinni eitthvert. Þess vegna er svo lógískt hvernig tónlist hann hefur alltaf verið í. Hún er eins og beint framhald af hans innsta kjarna." Elsa María: "Þannig upplifi ég hann líka. Það er engin leið að stöðva hann." Hið nýja verkefni hans, Halleluwah, vinnur hann með Agli "Tiny" Thorarensen, félaga sínum úr Quarashi. Þeir hafa gefið frá sér eitt lag, K2R. "Við Tiny vinnum vel saman. Hann semur textana, skapar konseptið og ég kem með hljóðheiminn. Konseptið er svolítið dökkt og sjúkt, en samt hresst. Ef þetta væri bíómynd værum við að tala um "early" Tarantino." Magga Stína: "Svona fallegur dúkkuleikur og svo allt í einu sagar einhver af sér höndina?" Sölvi: "Já, eða Reykjavíkurnætur ársins 2012, kannski, svona fyrst við vorum að tala um Megas." Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Systkinin Sölvi og Elsa María Blöndal munu ef að líkum lætur hefja rúnt sinn um viðburði menningarnætur á Óðinstorgi í dag. Þar mun eldri systir þeirra, Margrét Kristín, sem flestir kalla Möggu Stínu, koma fram á farandtónleikum sem haldnir verða til heiðurs lagahöfundinum Ingibjörgu Þorbergs, í tilefni þess að hún verður 85 ára á þessu ári. "Ég ætla að syngja Man ég þinn koss, sem er mjög þekkt í hennar flutningi, og lagið Nú ertu þriggja ára, sem er mjög fallegt lag," segir Magga Stína, gefur okkur smá tóndæmi og rifjar lagið upp fyrir viðstöddum. Magga Stína getur svo slegið tvær flugur í einu höggi og séð yngri systkini sín bæði tvö spila á sama sviðinu, sem þau hafa reyndar aldrei gert áður. Undir hatti tónleikaraðarinnar Undiröldunnar, sem haldin hefur verið í Kaldalóni í Hörpu í vetur, verður í þetta sinn blásið til tónleika á útisviði við Hörpu á milli klukkan 17 og 19.30. Þar koma nokkur nýleg bönd fram, þar á meðal Dream Central Station, sem Elsa María syngur með, og Halleluwah, nýjasta gæluverkefnið hans Sölva. "Við spiluðum einmitt í Hörpu á Undiröldunni í vetur og það var mögnuð reynsla. Hljóðkerfið er æðislegt, allt öðruvísi en litlar rokkhljómsveitir eiga að venjast, sem eru vanar að spila á börum þar sem allir eru fullir og kerfið lélegt. Með Undiröldunni hefur það sem er underground verið dregið upp á yfirborðið, sem er frábært, því undiröldumúsíksenan á Íslandi er stór og öflug," segir Elsa María. Þau systkinin hafa öll verið áberandi í íslenskri tónlistarsenu, en tilheyra ólíkum stefnum. Með flokkunarmiða á lofti mætti tengja Elsu Maríu við rokk, Sölva við rapp og Möggu Stínu við nýbylgju, en það er þó alltof mikil einföldun til að vera réttlætanlegt. Þau passa líka illa í flokka, þegar betur er að gáð. Sölvi: "Margir verða voðalega hissa þegar þeir heyra að við séum systkini. Það skýrist kannski af því að það er svo langt á milli okkar. Við erum fjögur systkini og það eru sjö ár á milli okkar allra. Mamma segir stundum að við séum öll eins og einbirni. Við sem eldri erum segjum þá alltaf: "Sérstaklega Elsa!". Elsa María: "Þau vilja meina að ég sé dekurbarnið í fjölskyldunni. Það er náttúrlega haugalygi? Magga Stína: "Ég kalla þau tvö nú stundum dekurtvistinn. Þetta segi ég sem annað tveggja þjáningarfullra eldri systkina." Elsa María: "Við eigum líka eldri bróður, Hauk. Hann fór ekki út í tónlist, heldur er hann doktor í eðlisfræði." Magga Stína: "Hann er listamaður á því sviði!" Foreldrar systkinanna fjögurra eru Sólveig Hauksdóttir, leikkona og kennari með meiru, og Haraldur S. Blöndal, prentmyndasmiður og kennari til margra ára. Þrátt fyrir að foreldrarnir hafi sjálfir ekki lagt fyrir sig tónlistina var hún alltumlykjandi í æsku systkinanna. Móðir þeirra gerði tilraunir til að senda þau öll í hljóðfæranám og faðirinn er forfallinn músíkáhugamaður. Sölvi: "Pabbi eignaðist fyrsta geislaspilarann á Íslandi." Elsa María: "Ertu að meina það?! Djö#%"# töffari! Ég er alltaf að komast að einhverju nýju?? Magga Stína: "Það tók svona hálftíma fyrir þennan geislaspilara að opnast, lokast og byrja að spila. Sölvi: "Ég lét sérstaklega kaupa fyrir mig geisladisk í útlöndum sem hét Pet Shop Boys, til að geta spilað í honum. Annars man ég best eftir vínylnum. Rolling Stones, Canned Heat og auðvitað Led Zeppelin. Þeir höfðu stórkostleg áhrif á mig og urðu þess valdandi að ég fór að læra á hljóðfæri." Magga Stína: "Þeir höfðu líka mikil áhrif á mig. Fyrsta platan sem ég eignaðist var með þeim." Elsa María: Ég hef líka djúpar tilfinningar til Led Zeppelin. En þetta er að sumu leyti öðruvísi með mig, því mitt tónlistaruppeldi fór að mestu leyti í gegnum Sölva og Möggu Stínu. Ég fór í gegnum allan skalann, hlustaði á pönk 7, 8, 9 ára gömul og svo tók hiphop við. Ég fékk það beint í æð frá Sölva sem unglingur. Ég tók Beastie Boys alveg inn að hjartanu." Sölvi: "Svo fann Elsa sína hillu og síðan fór það sem hún hefur verið að hlusta á að hafa áhrif á mig. Hún kynnti mig fyrir böndum eins og Suicide og Silver Apples." Í september er fyrsta plata Dream Central Station væntanleg, en það er hljómsveit Elsu Maríu og Hallbergs Daða Hallbergssonar, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Jakobínurínu. "Það er Hallberg sem semur músíkina. Hann fékk mig til að syngja þrjú lög á plötunni, sem endaði með því að ég söng alla plötuna með honum, en það eru svo fjórir aðrir strákar með okkur í bandinu. Þetta er villt rokk og ról og við spilum inn á fegurðina í myrkrinu. Við Hallberg vinnum vel saman, ég skil hann, hann skilur mig og okkur þykir gaman að búa til skandal." Haustið verður viðburðaríkt hjá Elsu, því ekki aðeins kemur platan hennar út í september, heldur mun hún þá jafnframt taka þátt í gerð bíómyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller fer með aðalhlutverkið í. Elsa er útskrifuð úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Reynsla hennar þaðan mun líkast til nýtast henni í næsta verkefni. "Það kom upp í fangið á mér, fyrir fallega tilviljun, að ég fékk stöðu sem aðstoðarmanneskja í búningadeild í bíómyndinni. Það er mjög gaman, því það hefur löngum blundað með mér áhugi á búningahönnun. Ég er að vinna með Helgu Stefánsdóttur og er þegar búin að læra heilan helling. Þetta verður mikill skóli." Það má búast við því að við fáum að heyra ýmislegt nýtt úr smiðju Sölva og Möggu Stínu næstu mánuðina, nú þegar Sölvi er aftur kominn á stjá og Magga Stína er tiltölulega útskrifuð úr tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Elsa María segist hins vegar ekki hafa lagt sig eftir því að semja tónlist, enda kunni hún því ágætlega að túlka lög annarra. Þá kemur vangavelta frá stóru systur: Magga Stína: "Já, en hvenær býr maður til tónlist? Ég hef reynslu af því að búa til mína eigin tónlist en ekki síður af því að túlka tónlist annarra. Það er náttúrulega bara sköpun í sjálfu sér. Það að nálgast hluti sem aðrir hafa gert er ekki lítill vandi. Maður ber svo mikla virðingu fyrir sköpunarverki annarra." Hún hefur heldur ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim efnum, gaf meðal annars út heila plötu með sinni túlkun af lögum Megasar árið 2006, en þar af voru þrjú óútgefin. Sú plata opnaði eyru undirskrifaðrar fyrir ljóðum Megasar, sem skila sér svo fallega í gegnum mjúka rödd og túlkun söngkonunnar. Elsa María: "Ég heyri þetta oft, að fólk hafi lært að taka á móti Megasi með þessari plötu." Magga Stína: "Mikið þykir mér vænt um að heyra þetta. Þetta var eitt erfiðasta verk sem ég hef unnið. Megas var heimilisvinur hjá okkur og svo kynntist ég honum upp á nýtt þegar ég varð fullorðin. Það var mikið tilfinningalegt ferli að fara í gegnum þessa plötu." Undanfarin ár hefur Sölvi verið búsettur í Stokkhólmi, eða allt frá því að hljómsveitin hans, Quarashi, lagði upp laupana árið 2005. Hann er hagfræðingur og fær launin sín greidd frá seðlabanka Svíþjóðar, sem styrkir hann til doktorsnáms. "Ég hélt ég væri hættur í tónlist, því ég lagði hana alveg til hliðar þegar ég flutti til Svíþjóðar. Þegar Quarashi kom svo saman aftur á síðasta ári, og við héldum meðal annars tíu þúsund manna tónleika á Hellu, þá gerðist eitthvað. Frá því að strákurinn minn fæddist svo fyrir fimm mánuðum fóru mér að detta alls konar lög í hug aftur." Áður en Sölvi stofnaði Quarashi, þegar hann var 21 árs, hafði hann spilað með þó nokkrum pönksveitum. "Ég spilaði hundrað sinnum í Norðurkjallara MH, en ég fann mig samt aldrei í hljómsveitum, fyrr en ég fékk að ráða öllu! Ég er auðvitað að ýkja?? En sannleikurinn liggur þarna inni á milli línanna." Magga Stína: Sölvi er magnaður maníubolti. Svona kjarnorkusprengjusmiður. Hann er fæddur leiðtogi og alltaf á leiðinni eitthvert. Þess vegna er svo lógískt hvernig tónlist hann hefur alltaf verið í. Hún er eins og beint framhald af hans innsta kjarna." Elsa María: "Þannig upplifi ég hann líka. Það er engin leið að stöðva hann." Hið nýja verkefni hans, Halleluwah, vinnur hann með Agli "Tiny" Thorarensen, félaga sínum úr Quarashi. Þeir hafa gefið frá sér eitt lag, K2R. "Við Tiny vinnum vel saman. Hann semur textana, skapar konseptið og ég kem með hljóðheiminn. Konseptið er svolítið dökkt og sjúkt, en samt hresst. Ef þetta væri bíómynd værum við að tala um "early" Tarantino." Magga Stína: "Svona fallegur dúkkuleikur og svo allt í einu sagar einhver af sér höndina?" Sölvi: "Já, eða Reykjavíkurnætur ársins 2012, kannski, svona fyrst við vorum að tala um Megas."
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira