Króatía tryggði sér í kvöld efsta sæti B-riðils í handknattleik á Ólympíuleikunum í London með góðum fimm marka sigri á Spánverjum, 30-25.
Ivan Cupic og Blaženko Lackovic fóru fyrir sínum menn í sóknarleiknum í kvöld en leikmennirnir skoruðu sitthvor sjö mörkin í leiknum.
Króatar hafa verið ógnarsterkir á mótinu en þeir unnu riðillinn með fullt hús stiga, líkt og við Íslendingar. Danir lenda því í öðru sæti B-riðilsins og Spánverjar í því þriðja.
Króatía mætir því Túnis í átta liða úrslitum keppninnar en þau verða spiluð á miðvikudaginn.
Króatar áfram með fullt hús stiga eftir sigur á Spánverjum
Stefán Hirst Friðriksson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn