Hásinin fór á versta tíma | Síðasti koss Liu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 16:15 Liu Xiang kyssir grindina í gær. Nordicphotos/Getty Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira