Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2012 16:03 Nordicphotos/getty John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. Ye Shiwen, sem er aðeins 16 ára, kom fyrst í mark í úrslitasundinu í gær og setti um leið nýtt heimsmet. Það var hins vegar frammistaða hennar í skriðsundinu sem vakti athygli Leonard og fleiri að hans sögn. „Kona syndir ekki hraðar en hraðasti karlmaður heims síðasta fjórðunginn af 400 metra fjórsundi eftir eðlilegt sund fram að því. Það gerist ekki," segir Leonard. Ye Shiwen synti síðustu 50 metrana hraðar en Ryan Lochte sem vann til gullverðlauna í sama sundi í karlaflokki á næsthraðasta tíma sögunnar. „Síðustu 100 metrarnir minntu okkur sem höfum verið í kringum íþróttina í lengri tíma um margt á sundfólk frá Austur-Þýskalandi á árum áður. Það minnti einnig á frammistöðu ungrar írskrar sundkonu í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Atlanta," sagði Leonard og vísaði þar til frammistöðu Bandaríkjakonunnar Michelle Smith árið 1996. Smith, nú Michelle de Bruin, vann til gullverðlauna í Atlanta 1996 en var tveimur árum síðar dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna steranotkunar. „Hún (Ye Shiwen) lítur út eins og ofurkona. Í öll þau skipti sem einhver hefur litið út eins og ofurkona hefur síðar komið í ljós að um lyfjanotkun hefur verið að ræða," hefur Guardian eftir Leonard. Sund Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. Ye Shiwen, sem er aðeins 16 ára, kom fyrst í mark í úrslitasundinu í gær og setti um leið nýtt heimsmet. Það var hins vegar frammistaða hennar í skriðsundinu sem vakti athygli Leonard og fleiri að hans sögn. „Kona syndir ekki hraðar en hraðasti karlmaður heims síðasta fjórðunginn af 400 metra fjórsundi eftir eðlilegt sund fram að því. Það gerist ekki," segir Leonard. Ye Shiwen synti síðustu 50 metrana hraðar en Ryan Lochte sem vann til gullverðlauna í sama sundi í karlaflokki á næsthraðasta tíma sögunnar. „Síðustu 100 metrarnir minntu okkur sem höfum verið í kringum íþróttina í lengri tíma um margt á sundfólk frá Austur-Þýskalandi á árum áður. Það minnti einnig á frammistöðu ungrar írskrar sundkonu í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Atlanta," sagði Leonard og vísaði þar til frammistöðu Bandaríkjakonunnar Michelle Smith árið 1996. Smith, nú Michelle de Bruin, vann til gullverðlauna í Atlanta 1996 en var tveimur árum síðar dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna steranotkunar. „Hún (Ye Shiwen) lítur út eins og ofurkona. Í öll þau skipti sem einhver hefur litið út eins og ofurkona hefur síðar komið í ljós að um lyfjanotkun hefur verið að ræða," hefur Guardian eftir Leonard.
Sund Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira