Framkvæmdastjóri KSÍ svarar gagnrýni Tindastóls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2012 16:10 Halldór Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls í knattspyrnu sem leikur í 1. deild, var harðorður í garð Knattspyrnusambands Íslands í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í gær. Gagnrýni Halldórs sneri að ráðleggingum sem hann segir KSÍ hafa gefið vegna félagaskipta fjögurra Englendinga til félagsins. Sagði hann slæm ráð sambandsins hafa orðið til þess að Ben Everson og Theodore Furness yfirgáfu félagið án greiðslu í félagaskiptaglugganum. Fréttina, sem bar titilinn „KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning", má lesa hér. Í yfirlýsingu frá Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, segir að málflutningur þjálfara Tindastóls sé að hluta oftúlkun og að hluta til hreinn þvættingur. Þá hafi Hafþór Hafliðason, umboðsmaður sá er vitnað er til í fréttinni, augljóslega ekki vitneskju um hvernig málum hafi verið í öllu háttað varðandi félagaskipti erlendra leikmanna til Íslands og varðandi kröfur um uppeldisbætur. Þórir segir KSÍ hafa bent á reglugerð FIFA um uppeldisbætur og á að kröfur gætu myndast á Tindastól gerði það samning við leikmann yngri en 23 ára. Hins vegar hafi margítrekað verið bent á að það ætti ekki við um leikmenn eldri en 23 ára eins og tilfellið er með Ben Everson sem gekk í raðir Blika. Forsvarsmenn KSÍ hafi bent á þann möguleika að setja sig í samband við fyrrverandi félög yngri leikmanna til að tryggja að ekki yrði gerð krafa um uppeldisbætur. „Í því tilfelli sem um ræðir og þjálfari Tindastóls vísar til er augljóst að auðveldlega hefði félagið getað gert samning við Ben Everson án þess að til uppeldisbóta gæti komið og á það var bent margítrekað. Tindastóll tók þá ákvörðun að gera ekki samning við leikmanninn," segir í yfirlýsingunni og ennfrekar: „Það er og verður alltaf á ábyrgð viðkomandi félaga að taka ákvarðanir um samninga við leikmenn og taka þá hugsanlegum afleiðingum sem af því geta hlotist. Það er skylda KSÍ að benda félögunum á þær reglur sem í gildi eru hverju sinni og það var gert í umræddu tilfelli auk þess sem bent var á leiðir til þess að tryggja að hægt væri að gera samninga við þá leikmenn sem eru yngri en 23 ára án þess að hætta væri á hugsanlegum kröfum frá erlendum félögum upp á milljónir króna." Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Samningsmál leikmanna – staðreyndirnarÍ frétt sem birtist á vefmiðlinum visir.is í gær undir fyrirsögninni „KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" er fullyrt að leiðbeiningar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands hafi orðið til þess að tveir leikmenn Tindastóls séu nú á förum til annarra félaga án greiðslu til félagsins. Málflutningur sá er fram kemur í viðtali við þjálfara félagsins er að hluta oftúlkun og að hluta til hreinn þvættingur. Jafnframt er vitnað í umboðsmann sem augljóslega hefur ekki vitneskju um það hvernig málum hefur verið í öllu háttað í félagaskiptum erlendra leikmanna til Íslands og kröfur um uppeldisbætur. Tindastóll leitaði til KSÍ vegna fyrirhugaðrar samningagerðar við 4 erlenda leikmenn í júní 2012, tvo leikmenn yngri en 23 ára og tvo leikmenn eldri, og í samskiptum aðila á milli kom m.a. eftirfarandi mjög skýrt fram: 1) Bent var á reglugerð FIFA um uppeldisbætur og að kröfur gætu myndast á félagið gerði það samning við leikmann sem er yngri en 23 ára – hvatt var til þess að félagið færi varlega í þessum efnum og þau viðvörunarorð voru sett fram að gefnu tilefni. 2) Margítrekað var bent á að þetta ætti ekki við um þá leikmenn sem eldri eru en 23 ára og ætti því ákvæðið t.d. ekki við um Ben Everson og á það var sérstaklega bent í samskiptum aðila á milli. Það er því alger þvættingur af hálfu þjálfara Tindastóls að starfsmenn KSÍ hafi í einhverju ráðlagt félaginu að gera ekki samninga og allra síst í tengslum við Ben Everson sem nú er á förum frá félaginu. 3) Starfsmaður KSÍ benti á þann möguleika Tindastóls að setja sig í samband við fyrrverandi félög yngri leikmannanna til þess að fá málin á hreint og tryggja að ekki yrði gerð krafa um uppeldisbætur. 4) Starfsmaður KSÍ benti jafnframt á þann möguleika að hugsanlegt væri að setja leikmennina á sambandssamning KSÍ. Þessu er við að bæta að jafnvel þó að umboðsmaðurinn sem vitnað er í viti ekki dæmi þess að uppeldisbætur hafi verið innheimtar af íslenskum félögum þá er raunin önnur. Knattspyrnusamband Íslands hefur aðstoðað íslensk félög sem gert hafa samninga við unga erlenda leikmenn og erlend félög hafa svo gert kröfu um uppeldisbætur upp á verulegar fjárhæðir, fjárhæðir sem skipta milljónum íslenskra króna. Hyggjast félög skrifa undir samninga við erlenda leikmenn sem eru yngri en 23 ára er algerlega nauðsynlegt fyrir félögin að ganga úr skugga um að ekki myndist kröfur um uppeldisbætur skv. reglugerðum FIFA en þær bætur geta numið tugum milljóna króna. Á þetta var bent í samskiptum KSÍ við Tindastól en margítrekað að þessar reglur ættu ekki við um leikmenn sem væru eldri en 23 ára. KSÍ reynir að veita félögum ráðgjöf varðandi alþjóðareglur í félagaskiptum eftir bestu getu og þekkingu og bendir jafnframt félögum á þá fjárhagslegu áhættu sem hugsanlega getur skapast þegar gerðir eru samningar við unga erlenda leikmenn. Þrátt fyrir að KSÍ bendi á þær reglur sem í gildi eru verður það ávallt á ábyrgð viðkomandi félaga hvort samningar eru gerðir eður ei, Knattspyrnusamband Íslands tekur enga ábyrgð á því hvort félag gerir samninga við leikmenn eða ekki. Í því tilfelli sem um ræðir og þjálfari Tindastóls vísar til er augljóst að auðveldlega hefði félagið getað gert samning við Ben Everson án þess að til uppeldisbóta gæti komið og á það var bent margítrekað. Tindastóll tók þá ákvörðun að gera ekki samning við leikmanninn. Varðandi yngri leikmenn var bent á þær reglur sem í gildi eru og hugsanlega áhættu en jafnframt bent á leiðir til þess að tryggja að hægt væri að gera samninga við leikmennina án þess að til kæmi krafa um uppeldisbætur. Tindastóll tók ákvörðun um að kanna málin ekki til hlítar og skrifa ekki undir samninga við leikmennina. Þessar ákvarðanir eru alfarið á ábyrgð Tindastóls. Fjölmörg íslensk félög hafa fengið sömu ráðleggingar og í nær öllum tilfellum hafa félögin unnið að því að setja sig í samband við fyrrum félög leikmannanna og gengið frá skriflegu samkomulagi varðandi kröfur um uppeldisbætur, það hefur gengið fljótt og vel fyrir sig í flestum tilfellum og málin leyst. Það var ekki gert í ofangreindu máli og er þar einungis við félagið að sakast í þeim efnum. Það er og verður alltaf á ábyrgð viðkomandi félaga að taka ákvarðanir um samninga við leikmenn og taka þá hugsanlegum afleiðingum sem af því geta hlotist. Það er skylda KSÍ að benda félögunum á þær reglur sem í gildi eru hverju sinni og það var gert í umræddu tilfelli auk þess sem bent var á leiðir til þess að tryggja að hægt væri að gera samninga við þá leikmenn sem eru yngri en 23 ára án þess að hætta væri á hugsanlegum kröfum frá erlendum félögum upp á milljónir króna. Þetta eru staðreyndir málsins. Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir "KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. 19. júlí 2012 14:38 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Halldór Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls í knattspyrnu sem leikur í 1. deild, var harðorður í garð Knattspyrnusambands Íslands í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í gær. Gagnrýni Halldórs sneri að ráðleggingum sem hann segir KSÍ hafa gefið vegna félagaskipta fjögurra Englendinga til félagsins. Sagði hann slæm ráð sambandsins hafa orðið til þess að Ben Everson og Theodore Furness yfirgáfu félagið án greiðslu í félagaskiptaglugganum. Fréttina, sem bar titilinn „KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning", má lesa hér. Í yfirlýsingu frá Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, segir að málflutningur þjálfara Tindastóls sé að hluta oftúlkun og að hluta til hreinn þvættingur. Þá hafi Hafþór Hafliðason, umboðsmaður sá er vitnað er til í fréttinni, augljóslega ekki vitneskju um hvernig málum hafi verið í öllu háttað varðandi félagaskipti erlendra leikmanna til Íslands og varðandi kröfur um uppeldisbætur. Þórir segir KSÍ hafa bent á reglugerð FIFA um uppeldisbætur og á að kröfur gætu myndast á Tindastól gerði það samning við leikmann yngri en 23 ára. Hins vegar hafi margítrekað verið bent á að það ætti ekki við um leikmenn eldri en 23 ára eins og tilfellið er með Ben Everson sem gekk í raðir Blika. Forsvarsmenn KSÍ hafi bent á þann möguleika að setja sig í samband við fyrrverandi félög yngri leikmanna til að tryggja að ekki yrði gerð krafa um uppeldisbætur. „Í því tilfelli sem um ræðir og þjálfari Tindastóls vísar til er augljóst að auðveldlega hefði félagið getað gert samning við Ben Everson án þess að til uppeldisbóta gæti komið og á það var bent margítrekað. Tindastóll tók þá ákvörðun að gera ekki samning við leikmanninn," segir í yfirlýsingunni og ennfrekar: „Það er og verður alltaf á ábyrgð viðkomandi félaga að taka ákvarðanir um samninga við leikmenn og taka þá hugsanlegum afleiðingum sem af því geta hlotist. Það er skylda KSÍ að benda félögunum á þær reglur sem í gildi eru hverju sinni og það var gert í umræddu tilfelli auk þess sem bent var á leiðir til þess að tryggja að hægt væri að gera samninga við þá leikmenn sem eru yngri en 23 ára án þess að hætta væri á hugsanlegum kröfum frá erlendum félögum upp á milljónir króna." Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Samningsmál leikmanna – staðreyndirnarÍ frétt sem birtist á vefmiðlinum visir.is í gær undir fyrirsögninni „KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" er fullyrt að leiðbeiningar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands hafi orðið til þess að tveir leikmenn Tindastóls séu nú á förum til annarra félaga án greiðslu til félagsins. Málflutningur sá er fram kemur í viðtali við þjálfara félagsins er að hluta oftúlkun og að hluta til hreinn þvættingur. Jafnframt er vitnað í umboðsmann sem augljóslega hefur ekki vitneskju um það hvernig málum hefur verið í öllu háttað í félagaskiptum erlendra leikmanna til Íslands og kröfur um uppeldisbætur. Tindastóll leitaði til KSÍ vegna fyrirhugaðrar samningagerðar við 4 erlenda leikmenn í júní 2012, tvo leikmenn yngri en 23 ára og tvo leikmenn eldri, og í samskiptum aðila á milli kom m.a. eftirfarandi mjög skýrt fram: 1) Bent var á reglugerð FIFA um uppeldisbætur og að kröfur gætu myndast á félagið gerði það samning við leikmann sem er yngri en 23 ára – hvatt var til þess að félagið færi varlega í þessum efnum og þau viðvörunarorð voru sett fram að gefnu tilefni. 2) Margítrekað var bent á að þetta ætti ekki við um þá leikmenn sem eldri eru en 23 ára og ætti því ákvæðið t.d. ekki við um Ben Everson og á það var sérstaklega bent í samskiptum aðila á milli. Það er því alger þvættingur af hálfu þjálfara Tindastóls að starfsmenn KSÍ hafi í einhverju ráðlagt félaginu að gera ekki samninga og allra síst í tengslum við Ben Everson sem nú er á förum frá félaginu. 3) Starfsmaður KSÍ benti á þann möguleika Tindastóls að setja sig í samband við fyrrverandi félög yngri leikmannanna til þess að fá málin á hreint og tryggja að ekki yrði gerð krafa um uppeldisbætur. 4) Starfsmaður KSÍ benti jafnframt á þann möguleika að hugsanlegt væri að setja leikmennina á sambandssamning KSÍ. Þessu er við að bæta að jafnvel þó að umboðsmaðurinn sem vitnað er í viti ekki dæmi þess að uppeldisbætur hafi verið innheimtar af íslenskum félögum þá er raunin önnur. Knattspyrnusamband Íslands hefur aðstoðað íslensk félög sem gert hafa samninga við unga erlenda leikmenn og erlend félög hafa svo gert kröfu um uppeldisbætur upp á verulegar fjárhæðir, fjárhæðir sem skipta milljónum íslenskra króna. Hyggjast félög skrifa undir samninga við erlenda leikmenn sem eru yngri en 23 ára er algerlega nauðsynlegt fyrir félögin að ganga úr skugga um að ekki myndist kröfur um uppeldisbætur skv. reglugerðum FIFA en þær bætur geta numið tugum milljóna króna. Á þetta var bent í samskiptum KSÍ við Tindastól en margítrekað að þessar reglur ættu ekki við um leikmenn sem væru eldri en 23 ára. KSÍ reynir að veita félögum ráðgjöf varðandi alþjóðareglur í félagaskiptum eftir bestu getu og þekkingu og bendir jafnframt félögum á þá fjárhagslegu áhættu sem hugsanlega getur skapast þegar gerðir eru samningar við unga erlenda leikmenn. Þrátt fyrir að KSÍ bendi á þær reglur sem í gildi eru verður það ávallt á ábyrgð viðkomandi félaga hvort samningar eru gerðir eður ei, Knattspyrnusamband Íslands tekur enga ábyrgð á því hvort félag gerir samninga við leikmenn eða ekki. Í því tilfelli sem um ræðir og þjálfari Tindastóls vísar til er augljóst að auðveldlega hefði félagið getað gert samning við Ben Everson án þess að til uppeldisbóta gæti komið og á það var bent margítrekað. Tindastóll tók þá ákvörðun að gera ekki samning við leikmanninn. Varðandi yngri leikmenn var bent á þær reglur sem í gildi eru og hugsanlega áhættu en jafnframt bent á leiðir til þess að tryggja að hægt væri að gera samninga við leikmennina án þess að til kæmi krafa um uppeldisbætur. Tindastóll tók ákvörðun um að kanna málin ekki til hlítar og skrifa ekki undir samninga við leikmennina. Þessar ákvarðanir eru alfarið á ábyrgð Tindastóls. Fjölmörg íslensk félög hafa fengið sömu ráðleggingar og í nær öllum tilfellum hafa félögin unnið að því að setja sig í samband við fyrrum félög leikmannanna og gengið frá skriflegu samkomulagi varðandi kröfur um uppeldisbætur, það hefur gengið fljótt og vel fyrir sig í flestum tilfellum og málin leyst. Það var ekki gert í ofangreindu máli og er þar einungis við félagið að sakast í þeim efnum. Það er og verður alltaf á ábyrgð viðkomandi félaga að taka ákvarðanir um samninga við leikmenn og taka þá hugsanlegum afleiðingum sem af því geta hlotist. Það er skylda KSÍ að benda félögunum á þær reglur sem í gildi eru hverju sinni og það var gert í umræddu tilfelli auk þess sem bent var á leiðir til þess að tryggja að hægt væri að gera samninga við þá leikmenn sem eru yngri en 23 ára án þess að hætta væri á hugsanlegum kröfum frá erlendum félögum upp á milljónir króna. Þetta eru staðreyndir málsins. Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir "KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. 19. júlí 2012 14:38 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. 19. júlí 2012 14:38