Íslenski boltinn

Haukar upp að hlið Ólsara | Stórsigur KA-manna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Jóhannesson þjálfar Hauka.
Ólafur Jóhannesson þjálfar Hauka. Mynd / Vilhelm
Haukar komust upp að hlið Víkings Ólafsvíkur á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu eftir 1-0 útisigur á Tindastóli. Þá rúllaði KA yfir ÍR 5-1 norðan heiða.

Magnús Páll Gunnarsson skoraði eina mark leiksins í sigri Hauka á Stólunum á Sauðárkróki. Haukar hafa 22 stig á toppnum ásamt Víkingi Ólafsvík en Hafnfirðingar hafa lélegri markatölu.

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvívegis fyrir KA í 5-1 sigri á ÍR. Staðan var 2-1 í leikhléi.

Davíð Rúnar Bjarnason, David Dixztl og Gunnar Valur Gunnarsson skoruðu hin mörk KA en Trausti Björn Ríkharðsson mark ÍR.

KA komst í 4. sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið hefur betri markatölu en Víkingur Reykjavík sem er í 5. sæti. Bæði lið hafa 16 stig.

ÍR er í 8. sæti með 14 stig en deildin er með jafnasta móti í ár.

Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.


Tengdar fréttir

Ólsarar á topp 1. deildar | Spear með tvö fyrir Víking

Víkingur Ólafsvík skaust í efsta sæti 1. deildar karla í dag með 2-1 útisigri á Fjölni í toppslag deildarinnar. Þá skoraði Englendingurinn Aaron Spear tvívegis í 3-0 sigri Víkings á BÍ/Bolungarvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×