"Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott" Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 18:30 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna. mynd/AFP Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan. Snemma í morgun var minningarathöfn á reitnum í miðborg Osló þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið. Jens Stoltenberg sagði við það tilefni að Breivik hafi mistekist ætlunarverk sitt að breyta samfélaginu í Noregi heldur þess í stað hafi árásin styrkt þjóðina og hún hafi borið sigur úr bítum gegn árásarmanninum. Stoltenberg hélt síðan til eyjunnar Útey ásamt Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra Danmerkur. Þar fór fram minningarathöfn og einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna var viðstödd athöfnina í Útey. „Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott, ofboðslega innilegt. Það sögðu allir hvernig þeim leið, ef það vildi gráta þá grét það og ef það vildi hlægja þá hló það." Hún segir það hafa verið óraunverulegt að hlusta á lýsingar þeirra sem voru úti í eynni af atburðum þessa örlagaríka dags. „Hjartað á manni var bara kramið þegar maður hugsaði til þess hvað hefði átt sér þarna stað. Samt var þetta ótrúlega langt frá því að þetta hefði getað átt sér stað á þessum stað, þetta er svo langt frá öllu sem að manni finnst raunverulegt." Í kvöld mun Guðrún ásamt öðrum ungum jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum vera viðstödd minningartónleika í miðborg Osló. Hér í Reykjavík verða ungir jafnaðarmenn með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri og hefst hún klukkan hálf níu.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira