Umfjöllun og viðtöl: KR - HJK Helsinki 1-2 | KR-ingar úr leik Benedikt Grétarsson á KR-velli skrifar 24. júlí 2012 18:30 Mynd/Daníel KR-ingar eru úr leik í Evrópukeppninni eftir 1-2 tap á KR-vellinum fyrir finnsku meisturunum í HJK Helsinki í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Finnarnir unnu fyrri leikinn 7-0 og þar með 9-1 samanlagt. Emil Atlason skoraði eina mark KR þegar hann minnkaði muninn 17 mínútum fyrir leikslok. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hvíldi lykilmenn sína í kvöld og yngri leikmenn leikmannahópsins fengu dýrmæta reynslu í Evrópukeppni en fyrir leikinn var ljóst að KR átti enga möguleika á því að komast áfram. Berat Sadik og Mathias Lindström komu HJK Helsinki í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Emil Atlason minnkaði muninn á 73. mínútu eftir sendingu frá Dofra Snorrasyni. Fyrri hálfleikur bar þess merki að bæði lið vissu að úrslitin væru ráðin. Leikmenn spiluðu boltanum hægt á milli sín og fáar hættulegar sóknir litu dagsins ljós. Gestirnir komust nokkrum sinnum í álitlegar stöður en skorti einbeitingu til að gera sér mat úr þeim. KR-ingar gerðu sjö breytingar á liðinu sem tapaði fyrri leiknum og það sást að leikmenn voru ekki alveg innstilltir á hvorn annan. Heimamönnum gekk bölvanlega að koma sér í færi og voru í raun aldrei líklegir til stórræða fyrstu 45 mínúturnar. Varnarlína KR spilaði vel í fyrri hálfleik og gaf fá færi á sér. Síðari hálfleikur var rólegur framan af en á átta mínútna kafla voru skoruð þrjú mörk. Gestirnir skoruðu tvö mörk á sex mínútna kafla en Emil Atlason lagaði stöðuna fyrir heimamenn eftir fínan undirbúning Dofra Snorrasonar. Leikurinn varð fjörugri í kjölfarið en liðin náðu ekki að bæta við fleiri mörkum þrátt fyrir ágætis marktækifæri. Lokastaðan 1-2 og samanlagt 1-9. KR-ingar eru því komnir í frí í Evrópukeppninni en HJK mætir Glasgow Celtic í næstu umferð. KR-liðið spilaði þennan leik ágætlega þrátt fyrir að möguleikarnir hafi verið litlir. Ungir leikmenn fengu tækifæri í kvöld og stóðu sig með sóma. Emil Atlason skoraði gott mark og hefði átt að bæta við öðru undir lok leiksins. Miðverðirnir Grétar og Aron Bjarki voru traustir og Björn Jónsson átti ágætan leik á miðjunni. HJK Helsinki er ágætt fótboltalið en KR-ingar eiga samt ekki að tapa fyrir þeim með átta marka mun. Rúnar Kristinsson: Fyrri leikurinn var slysMynd/ValliRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð brattur eftir leikinn þrátt fyrir tap. „Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik og gáfum engin færi á okkur. Það var auðvitað ansi erfitt verkefni en mér fannst allir strákarnir spila vel, ekki síst þessir ungu leikmenn sem fengu sénsinn." Rúnar gaf ekki mikið fyrir dómara leiksins, Steven McLean. „Hann flautar á allt sem við gerum en sleppir svo augljósri vítaspyrnu þegar Aroni er hrint þegar hann er að fara setja boltann í markið." Rúnar hefur ekki sérstaklega miklar áhyggjur af stöðu íslenskrar knattspyrnu þrátt fyrir að Islandsmeistararnir hafi tapað illa fyrir þessu finnska liði. „Fyrri leikurinn var slys en þetta er oft svona á móti fótboltamönnum sem hafa knattspyrnu sem atvinnu sína. Þeir þefa uppi veikleika og refsa grimmilega fyrir hver mistök. Ég vil meina að við séum á engan hátt svona miklu lélegri en þetta lið, sama hvað markatalan segir." Emil Atlason: Svekktur að skora ekki tvö mörkMynd/DaníelEmil Atlason var sprækur í framlínu KR og skoraði gott mark. „Við reyndum að hafa einhverja trú á þessu en þetta var auðvitað lítill séns. Allir reyndu að gera sitt besta og við reyndum að fylgja fyrirmælum Rúnars að halda boltanum vel innan liðsins." Emil var ósáttur að ná ekki að setja tvö mörk í kvöld. „Ég er frekar mikið svekktur að hafa ekki sett hann hérna undir lokin en svona er þetta stundum." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
KR-ingar eru úr leik í Evrópukeppninni eftir 1-2 tap á KR-vellinum fyrir finnsku meisturunum í HJK Helsinki í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Finnarnir unnu fyrri leikinn 7-0 og þar með 9-1 samanlagt. Emil Atlason skoraði eina mark KR þegar hann minnkaði muninn 17 mínútum fyrir leikslok. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hvíldi lykilmenn sína í kvöld og yngri leikmenn leikmannahópsins fengu dýrmæta reynslu í Evrópukeppni en fyrir leikinn var ljóst að KR átti enga möguleika á því að komast áfram. Berat Sadik og Mathias Lindström komu HJK Helsinki í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Emil Atlason minnkaði muninn á 73. mínútu eftir sendingu frá Dofra Snorrasyni. Fyrri hálfleikur bar þess merki að bæði lið vissu að úrslitin væru ráðin. Leikmenn spiluðu boltanum hægt á milli sín og fáar hættulegar sóknir litu dagsins ljós. Gestirnir komust nokkrum sinnum í álitlegar stöður en skorti einbeitingu til að gera sér mat úr þeim. KR-ingar gerðu sjö breytingar á liðinu sem tapaði fyrri leiknum og það sást að leikmenn voru ekki alveg innstilltir á hvorn annan. Heimamönnum gekk bölvanlega að koma sér í færi og voru í raun aldrei líklegir til stórræða fyrstu 45 mínúturnar. Varnarlína KR spilaði vel í fyrri hálfleik og gaf fá færi á sér. Síðari hálfleikur var rólegur framan af en á átta mínútna kafla voru skoruð þrjú mörk. Gestirnir skoruðu tvö mörk á sex mínútna kafla en Emil Atlason lagaði stöðuna fyrir heimamenn eftir fínan undirbúning Dofra Snorrasonar. Leikurinn varð fjörugri í kjölfarið en liðin náðu ekki að bæta við fleiri mörkum þrátt fyrir ágætis marktækifæri. Lokastaðan 1-2 og samanlagt 1-9. KR-ingar eru því komnir í frí í Evrópukeppninni en HJK mætir Glasgow Celtic í næstu umferð. KR-liðið spilaði þennan leik ágætlega þrátt fyrir að möguleikarnir hafi verið litlir. Ungir leikmenn fengu tækifæri í kvöld og stóðu sig með sóma. Emil Atlason skoraði gott mark og hefði átt að bæta við öðru undir lok leiksins. Miðverðirnir Grétar og Aron Bjarki voru traustir og Björn Jónsson átti ágætan leik á miðjunni. HJK Helsinki er ágætt fótboltalið en KR-ingar eiga samt ekki að tapa fyrir þeim með átta marka mun. Rúnar Kristinsson: Fyrri leikurinn var slysMynd/ValliRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð brattur eftir leikinn þrátt fyrir tap. „Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik og gáfum engin færi á okkur. Það var auðvitað ansi erfitt verkefni en mér fannst allir strákarnir spila vel, ekki síst þessir ungu leikmenn sem fengu sénsinn." Rúnar gaf ekki mikið fyrir dómara leiksins, Steven McLean. „Hann flautar á allt sem við gerum en sleppir svo augljósri vítaspyrnu þegar Aroni er hrint þegar hann er að fara setja boltann í markið." Rúnar hefur ekki sérstaklega miklar áhyggjur af stöðu íslenskrar knattspyrnu þrátt fyrir að Islandsmeistararnir hafi tapað illa fyrir þessu finnska liði. „Fyrri leikurinn var slys en þetta er oft svona á móti fótboltamönnum sem hafa knattspyrnu sem atvinnu sína. Þeir þefa uppi veikleika og refsa grimmilega fyrir hver mistök. Ég vil meina að við séum á engan hátt svona miklu lélegri en þetta lið, sama hvað markatalan segir." Emil Atlason: Svekktur að skora ekki tvö mörkMynd/DaníelEmil Atlason var sprækur í framlínu KR og skoraði gott mark. „Við reyndum að hafa einhverja trú á þessu en þetta var auðvitað lítill séns. Allir reyndu að gera sitt besta og við reyndum að fylgja fyrirmælum Rúnars að halda boltanum vel innan liðsins." Emil var ósáttur að ná ekki að setja tvö mörk í kvöld. „Ég er frekar mikið svekktur að hafa ekki sett hann hérna undir lokin en svona er þetta stundum."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira