Kínverjar unnu tvö gull í fyrsta úrslitahluta sundkeppni Ólympíuleikanna í London í kvöld og þar setti sextán ára kínversk sundkona glæsilegt heimsmet í 400 metra fjórsundi. 400 metra fjórsund karla var líka sögulegt því þar komst Michael Phelps ekki á pall.
Bandaríkjamaðurinn Ryan Lochte fékk gull í 400 metra fjórsundi og Michael Phelps, gullverðlaunahafi á síðustu tveimur leikjum í þessari grein, komst ekki á pall heldur endaði í 4. sætinu. Lochte kom í marki á 4:05.18 mínútum, Thiago Pereira frá Brasilíu varð annar og Japaninn Kosuke Hagino tók bronsið, 34 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Phelps.
Kínverjinn Sun Yang vann 400 metra skriðsund karla og setti nýtt Ólympíumet þegar hann synti á 3:40,14 mínútum. Suður-Kóreumaðurinn Park Tae-Hwan fékk silfur og Peter Vanderkaay frá Bandaríkjunum tók bronsið.
Hin 16 ára gamla Ye Shiwen vann yfirburðarsigur í 400 metra fjórsundi kvenna og setti um leið nýtt glæsilegt heimsmet. Shiwen kom í mark á 4:28.43 mínútum og bætti heimsmet Ástralans Stephanie Rice sem varð í sjötta sæti í úrslitasundinu. Elizabeth Beisel frá Bandaríkjunum varð önnur og Li Xuanxu frá Kína fékk bronsið.
Phelps komst ekki á pall - sextán ára kínversk stelpa með heimsmet
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn




Schumacher orðinn afi
Formúla 1