Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? BBI skrifar 29. júlí 2012 11:12 Mynd/vf.is Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. Ein skýring sem velt hefur verið upp er að hvalirnir noti segulsvið jarðar til að stýra ferðum sínum. Segulsviðið er mjög reglulegt yfir jörðina en sums staðar eru óreglur. Það getur m.a. orsakast þar sem eldstöðvar eru. Það að grindhvalir villist er algengara á stöðum þar sem ætla má að misfellur séu í segulsviðinu. Önnur kenning er sú að sníkjudýrasýking í innra eyra hvalanna valdi því að þeir missi áttaskynið. Hvalirnir nota bergmálstækni til að rata í sjónum og innra eyrað gegnir þar hlutverki. Kenningin tengist því að í hverjum hóp séu forystudýr og ef þau missa áttaskynið fylgi allur hópurinn í blindni. „Það er samt voða lítið sem menn hafa í höndunum," segir Gísli. Þessar kenningar séu í raun bara vangaveltur. Í gær bárust fréttir af því að hvalirnir væru í æti undan ströndum Njarðvíkur. Það er Gísli ekki sannfærður um. „Ég sá þetta reyndar ekki berum augum en í myndböndunum sem sýnd voru gat ég ekki séð neinn kraumandi makríl þarna undir," segir hann. Hann telur allt eins líklegt að hvalirnir hafi ekki verið að elta neitt æti. Tengdar fréttir Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum og áætlar að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu. 28. júlí 2012 14:21 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. Ein skýring sem velt hefur verið upp er að hvalirnir noti segulsvið jarðar til að stýra ferðum sínum. Segulsviðið er mjög reglulegt yfir jörðina en sums staðar eru óreglur. Það getur m.a. orsakast þar sem eldstöðvar eru. Það að grindhvalir villist er algengara á stöðum þar sem ætla má að misfellur séu í segulsviðinu. Önnur kenning er sú að sníkjudýrasýking í innra eyra hvalanna valdi því að þeir missi áttaskynið. Hvalirnir nota bergmálstækni til að rata í sjónum og innra eyrað gegnir þar hlutverki. Kenningin tengist því að í hverjum hóp séu forystudýr og ef þau missa áttaskynið fylgi allur hópurinn í blindni. „Það er samt voða lítið sem menn hafa í höndunum," segir Gísli. Þessar kenningar séu í raun bara vangaveltur. Í gær bárust fréttir af því að hvalirnir væru í æti undan ströndum Njarðvíkur. Það er Gísli ekki sannfærður um. „Ég sá þetta reyndar ekki berum augum en í myndböndunum sem sýnd voru gat ég ekki séð neinn kraumandi makríl þarna undir," segir hann. Hann telur allt eins líklegt að hvalirnir hafi ekki verið að elta neitt æti.
Tengdar fréttir Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum og áætlar að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu. 28. júlí 2012 14:21 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum og áætlar að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu. 28. júlí 2012 14:21