Blóðugur niðurskurður á Spáni BBI skrifar 11. júlí 2012 16:00 Blóðug kona umkringd óeirðarlögreglumönnum eftir átök í Madrid í dag. Mynd/AFP Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Aðhaldsaðgerðirnar eru í tengslum við neyðarlán sem Spánn fékk frá Evrópusambandinu til að standa undir fjármögnun bankakerfisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fagnað aðgerðunum sem boðaðar voru í dag. Forsætisráðherran Mariano Rajoy sagði þingheimi að aðhaldsaðgerðir hans yrðu að koma til framkvæmda strax. Meðal aðgerðanna mun virðisaukaskattur hækka úr 18% í 21%. Jólabónus ríkisstarfsmanna verður afnuminn. Styrkir til stjórnmálaflokka minnka um 20% á næsta ári. Atvinnuleysisbætur lækka. Uppi eru áform um nýja óbeina skatta á orku. Ýmis samgöngumannvirki verða einkavædd. Virðisaukaskattahækkunin er ekki í samræmi við kosningaloforð Rajoy. Það er ekki lengra en 6 mánuðir síðan Rajoy fullyrti að ekki stæði til að hækka virðisaukaskattinn. Breyttar aðstæður hafa valdið þessari stefnubreytingu hans að eigin sögn. Lífeyrisþegar munu aftur á móti halda óbreyttum kjörum í bili og þar með tekst Rajoy að standa við eitt af kosningaloforðum sínum. Í Madrid kom til átaka þegar námuverkmenn mótmæltu. Lögregla skaut gúmmíboltum að verkamönnunum sem nutu stuðnings fjölda fólks. Einhverjir slösuðust og nokkrir voru handteknir. Leiðtogar iðnaðar í landinu vara við því að aðgerðir stjórnarinnar muni fæla ferðamenn frá landinu sem muni kosta þúsundir manna atvinnuna. Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Aðstæður í landinu eru vissulega átakanlegar. Atvinumál eru í miklum ólestri. Einn af hverjum fjórum er atvinnulaus og aðeins annað hvert ungmenni hefur vinnu. Ástandið í atvinnumálum er því svartara en í Grikklandi. Húsnæðisverð hefur fallið um 25% frá árinu 2008 og bankakerfi landsins er á brauðfótum.Umfjöllun BBC. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Aðhaldsaðgerðirnar eru í tengslum við neyðarlán sem Spánn fékk frá Evrópusambandinu til að standa undir fjármögnun bankakerfisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fagnað aðgerðunum sem boðaðar voru í dag. Forsætisráðherran Mariano Rajoy sagði þingheimi að aðhaldsaðgerðir hans yrðu að koma til framkvæmda strax. Meðal aðgerðanna mun virðisaukaskattur hækka úr 18% í 21%. Jólabónus ríkisstarfsmanna verður afnuminn. Styrkir til stjórnmálaflokka minnka um 20% á næsta ári. Atvinnuleysisbætur lækka. Uppi eru áform um nýja óbeina skatta á orku. Ýmis samgöngumannvirki verða einkavædd. Virðisaukaskattahækkunin er ekki í samræmi við kosningaloforð Rajoy. Það er ekki lengra en 6 mánuðir síðan Rajoy fullyrti að ekki stæði til að hækka virðisaukaskattinn. Breyttar aðstæður hafa valdið þessari stefnubreytingu hans að eigin sögn. Lífeyrisþegar munu aftur á móti halda óbreyttum kjörum í bili og þar með tekst Rajoy að standa við eitt af kosningaloforðum sínum. Í Madrid kom til átaka þegar námuverkmenn mótmæltu. Lögregla skaut gúmmíboltum að verkamönnunum sem nutu stuðnings fjölda fólks. Einhverjir slösuðust og nokkrir voru handteknir. Leiðtogar iðnaðar í landinu vara við því að aðgerðir stjórnarinnar muni fæla ferðamenn frá landinu sem muni kosta þúsundir manna atvinnuna. Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Aðstæður í landinu eru vissulega átakanlegar. Atvinumál eru í miklum ólestri. Einn af hverjum fjórum er atvinnulaus og aðeins annað hvert ungmenni hefur vinnu. Ástandið í atvinnumálum er því svartara en í Grikklandi. Húsnæðisverð hefur fallið um 25% frá árinu 2008 og bankakerfi landsins er á brauðfótum.Umfjöllun BBC.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira