Móðir telpnanna leitar til dómstóla Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. júlí 2012 19:03 Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira