Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 0-3 Stefán Hirst Friðriksson í Víkinni skrifar 8. júlí 2012 18:40 Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víking. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Það var blautt og kalt í Víkinni og leikurinn fór nokkuð hægt af stað í samræmi við það. Víkingar voru nálægt því að komast yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Hjalti Már Hauksson var kominn í dauðafæri en Óskar Pétursson í marki Grindavíkur sá við honum. Illa farið með gott færi. Leikurinn dofnaði aðeins á næstu mínútum en það voru gestirnir úr Grindavík sem náðu forystunni í leiknum á 33. mínútu. Þá fékk Pape Mamadou Faye boltann í teignum eftir stutta hornspyrnu og gat ekki annað en rennt boltanum í netið. Grindvíkingar voru nálægt því að auka við forystuna tíu mínútum síðar þegar Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett inn á teig heimamanna en gott skot hans endaði í stönginni fjær. Grindvík byrjaði síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og voru þeir búnir að bæta við forystuna á 47.mínútu. Þá átti Pape Mamadou Faye frábæran sprett upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf sem endaði fyrir fótum Alexanders Magnússonar sem hamraði boltanum í netið. Gestirnir því komnir með fulla stjórn á leiknum þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum. Víkingar voru nálægt því að minnka muninn á 69.mínútu en skalli Þorvaldar Sveins fór hárfínt framhjá markinu og gestirnir því ennþá með þægilega forystu í leiknum. Gestirnir úr Grindavík gerðu svo endanlega útum leikinn á 78.mínútu. Ray Anthony átti þá langskot sem söng í netinu. Glæsilegt mark. Leikurinn fjaraði út og Grindvíkingar uppskáru því nokkuð auðveldan 3-0 sigur á döpru liði heimamanna.Pape: Þarf fimm leiki til þess að vinna bikarinn „Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en sem betur fer tókst okkur að skora í fyrri hálfleiknum og klára leikinn í kjölfarið. 3-0 sigur í bikarnum er bara mjög fínt," sagði Pape. Athygli vakti að Pape fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleiknum en hann vildi ekki meina að meiðslin væru of alvarleg. „Mjöðmin er eitthvað að stríða mér og er ekkert sem ég get gert í því. Ég er búinn að spila níutíu mínútur tvisvar núna á stuttum kafla og ég fann virkilega mikið til í mjöðminni," bætti Pape við. „Mér er alveg sama hverjum við mætum. Það væri ekkert leiðinlegt að fá Þrótt en annars er mér alveg sama. „Það þarf bara að vinna fimm leiki til þess að vinna bikarinn. Nú erum við einum leik frá úrslitaleiknum og þangað ætlum við að fara," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Guðjón: Stefnan sett á úrslitaleikinn „Við vissum að Víkingarnir myndu koma sterkir inn í leikinn. Við þurftum að halda haus og spila varnarleikinn vel. Leikurinn breytist svo gjörsamlega þegar við náum öðru markinu í seinni hálfleiknum. Þetta var í rauninni vinnuatriði eftir það að klára þennan leik, úrvinnsla af okkar hálfu,” sagði Guðjón. „Stefnan er að sjálfsögðu sett á úrslitaleikinn. Ég væri alveg til í að fá Þrótt í undanúrslitunum, það liggur í augum uppi. Við teljum okkur samt eiga fulla möguleika í öll liðin sem eru í pottinum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Annað markið drepur leikinn „Ég er ósáttur eftir að við stjórnuðum öllum fyrri hálfleiknum en náum ekki að skapa okkur almennileg færi. Það var mjög dapurt að fara inn í hálfleikinn 1-0 undir eftir að hafa verið miklu betri," sagði Ólafur „Við ætluðum að reyna að leiðrétta það í síðari hálfleiknum en þeir skora á okkur strax í upphafi hálfleiksins þegar við erum ekki vaknaðir og það mark drepur leikinn," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víking. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Það var blautt og kalt í Víkinni og leikurinn fór nokkuð hægt af stað í samræmi við það. Víkingar voru nálægt því að komast yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Hjalti Már Hauksson var kominn í dauðafæri en Óskar Pétursson í marki Grindavíkur sá við honum. Illa farið með gott færi. Leikurinn dofnaði aðeins á næstu mínútum en það voru gestirnir úr Grindavík sem náðu forystunni í leiknum á 33. mínútu. Þá fékk Pape Mamadou Faye boltann í teignum eftir stutta hornspyrnu og gat ekki annað en rennt boltanum í netið. Grindvíkingar voru nálægt því að auka við forystuna tíu mínútum síðar þegar Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett inn á teig heimamanna en gott skot hans endaði í stönginni fjær. Grindvík byrjaði síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og voru þeir búnir að bæta við forystuna á 47.mínútu. Þá átti Pape Mamadou Faye frábæran sprett upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf sem endaði fyrir fótum Alexanders Magnússonar sem hamraði boltanum í netið. Gestirnir því komnir með fulla stjórn á leiknum þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum. Víkingar voru nálægt því að minnka muninn á 69.mínútu en skalli Þorvaldar Sveins fór hárfínt framhjá markinu og gestirnir því ennþá með þægilega forystu í leiknum. Gestirnir úr Grindavík gerðu svo endanlega útum leikinn á 78.mínútu. Ray Anthony átti þá langskot sem söng í netinu. Glæsilegt mark. Leikurinn fjaraði út og Grindvíkingar uppskáru því nokkuð auðveldan 3-0 sigur á döpru liði heimamanna.Pape: Þarf fimm leiki til þess að vinna bikarinn „Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en sem betur fer tókst okkur að skora í fyrri hálfleiknum og klára leikinn í kjölfarið. 3-0 sigur í bikarnum er bara mjög fínt," sagði Pape. Athygli vakti að Pape fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleiknum en hann vildi ekki meina að meiðslin væru of alvarleg. „Mjöðmin er eitthvað að stríða mér og er ekkert sem ég get gert í því. Ég er búinn að spila níutíu mínútur tvisvar núna á stuttum kafla og ég fann virkilega mikið til í mjöðminni," bætti Pape við. „Mér er alveg sama hverjum við mætum. Það væri ekkert leiðinlegt að fá Þrótt en annars er mér alveg sama. „Það þarf bara að vinna fimm leiki til þess að vinna bikarinn. Nú erum við einum leik frá úrslitaleiknum og þangað ætlum við að fara," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Guðjón: Stefnan sett á úrslitaleikinn „Við vissum að Víkingarnir myndu koma sterkir inn í leikinn. Við þurftum að halda haus og spila varnarleikinn vel. Leikurinn breytist svo gjörsamlega þegar við náum öðru markinu í seinni hálfleiknum. Þetta var í rauninni vinnuatriði eftir það að klára þennan leik, úrvinnsla af okkar hálfu,” sagði Guðjón. „Stefnan er að sjálfsögðu sett á úrslitaleikinn. Ég væri alveg til í að fá Þrótt í undanúrslitunum, það liggur í augum uppi. Við teljum okkur samt eiga fulla möguleika í öll liðin sem eru í pottinum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Annað markið drepur leikinn „Ég er ósáttur eftir að við stjórnuðum öllum fyrri hálfleiknum en náum ekki að skapa okkur almennileg færi. Það var mjög dapurt að fara inn í hálfleikinn 1-0 undir eftir að hafa verið miklu betri," sagði Ólafur „Við ætluðum að reyna að leiðrétta það í síðari hálfleiknum en þeir skora á okkur strax í upphafi hálfleiksins þegar við erum ekki vaknaðir og það mark drepur leikinn," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira