Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 0-3 Stefán Hirst Friðriksson í Víkinni skrifar 8. júlí 2012 18:40 Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víking. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Það var blautt og kalt í Víkinni og leikurinn fór nokkuð hægt af stað í samræmi við það. Víkingar voru nálægt því að komast yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Hjalti Már Hauksson var kominn í dauðafæri en Óskar Pétursson í marki Grindavíkur sá við honum. Illa farið með gott færi. Leikurinn dofnaði aðeins á næstu mínútum en það voru gestirnir úr Grindavík sem náðu forystunni í leiknum á 33. mínútu. Þá fékk Pape Mamadou Faye boltann í teignum eftir stutta hornspyrnu og gat ekki annað en rennt boltanum í netið. Grindvíkingar voru nálægt því að auka við forystuna tíu mínútum síðar þegar Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett inn á teig heimamanna en gott skot hans endaði í stönginni fjær. Grindvík byrjaði síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og voru þeir búnir að bæta við forystuna á 47.mínútu. Þá átti Pape Mamadou Faye frábæran sprett upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf sem endaði fyrir fótum Alexanders Magnússonar sem hamraði boltanum í netið. Gestirnir því komnir með fulla stjórn á leiknum þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum. Víkingar voru nálægt því að minnka muninn á 69.mínútu en skalli Þorvaldar Sveins fór hárfínt framhjá markinu og gestirnir því ennþá með þægilega forystu í leiknum. Gestirnir úr Grindavík gerðu svo endanlega útum leikinn á 78.mínútu. Ray Anthony átti þá langskot sem söng í netinu. Glæsilegt mark. Leikurinn fjaraði út og Grindvíkingar uppskáru því nokkuð auðveldan 3-0 sigur á döpru liði heimamanna.Pape: Þarf fimm leiki til þess að vinna bikarinn „Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en sem betur fer tókst okkur að skora í fyrri hálfleiknum og klára leikinn í kjölfarið. 3-0 sigur í bikarnum er bara mjög fínt," sagði Pape. Athygli vakti að Pape fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleiknum en hann vildi ekki meina að meiðslin væru of alvarleg. „Mjöðmin er eitthvað að stríða mér og er ekkert sem ég get gert í því. Ég er búinn að spila níutíu mínútur tvisvar núna á stuttum kafla og ég fann virkilega mikið til í mjöðminni," bætti Pape við. „Mér er alveg sama hverjum við mætum. Það væri ekkert leiðinlegt að fá Þrótt en annars er mér alveg sama. „Það þarf bara að vinna fimm leiki til þess að vinna bikarinn. Nú erum við einum leik frá úrslitaleiknum og þangað ætlum við að fara," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Guðjón: Stefnan sett á úrslitaleikinn „Við vissum að Víkingarnir myndu koma sterkir inn í leikinn. Við þurftum að halda haus og spila varnarleikinn vel. Leikurinn breytist svo gjörsamlega þegar við náum öðru markinu í seinni hálfleiknum. Þetta var í rauninni vinnuatriði eftir það að klára þennan leik, úrvinnsla af okkar hálfu,” sagði Guðjón. „Stefnan er að sjálfsögðu sett á úrslitaleikinn. Ég væri alveg til í að fá Þrótt í undanúrslitunum, það liggur í augum uppi. Við teljum okkur samt eiga fulla möguleika í öll liðin sem eru í pottinum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Annað markið drepur leikinn „Ég er ósáttur eftir að við stjórnuðum öllum fyrri hálfleiknum en náum ekki að skapa okkur almennileg færi. Það var mjög dapurt að fara inn í hálfleikinn 1-0 undir eftir að hafa verið miklu betri," sagði Ólafur „Við ætluðum að reyna að leiðrétta það í síðari hálfleiknum en þeir skora á okkur strax í upphafi hálfleiksins þegar við erum ekki vaknaðir og það mark drepur leikinn," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víking. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Það var blautt og kalt í Víkinni og leikurinn fór nokkuð hægt af stað í samræmi við það. Víkingar voru nálægt því að komast yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Hjalti Már Hauksson var kominn í dauðafæri en Óskar Pétursson í marki Grindavíkur sá við honum. Illa farið með gott færi. Leikurinn dofnaði aðeins á næstu mínútum en það voru gestirnir úr Grindavík sem náðu forystunni í leiknum á 33. mínútu. Þá fékk Pape Mamadou Faye boltann í teignum eftir stutta hornspyrnu og gat ekki annað en rennt boltanum í netið. Grindvíkingar voru nálægt því að auka við forystuna tíu mínútum síðar þegar Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett inn á teig heimamanna en gott skot hans endaði í stönginni fjær. Grindvík byrjaði síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og voru þeir búnir að bæta við forystuna á 47.mínútu. Þá átti Pape Mamadou Faye frábæran sprett upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf sem endaði fyrir fótum Alexanders Magnússonar sem hamraði boltanum í netið. Gestirnir því komnir með fulla stjórn á leiknum þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum. Víkingar voru nálægt því að minnka muninn á 69.mínútu en skalli Þorvaldar Sveins fór hárfínt framhjá markinu og gestirnir því ennþá með þægilega forystu í leiknum. Gestirnir úr Grindavík gerðu svo endanlega útum leikinn á 78.mínútu. Ray Anthony átti þá langskot sem söng í netinu. Glæsilegt mark. Leikurinn fjaraði út og Grindvíkingar uppskáru því nokkuð auðveldan 3-0 sigur á döpru liði heimamanna.Pape: Þarf fimm leiki til þess að vinna bikarinn „Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en sem betur fer tókst okkur að skora í fyrri hálfleiknum og klára leikinn í kjölfarið. 3-0 sigur í bikarnum er bara mjög fínt," sagði Pape. Athygli vakti að Pape fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleiknum en hann vildi ekki meina að meiðslin væru of alvarleg. „Mjöðmin er eitthvað að stríða mér og er ekkert sem ég get gert í því. Ég er búinn að spila níutíu mínútur tvisvar núna á stuttum kafla og ég fann virkilega mikið til í mjöðminni," bætti Pape við. „Mér er alveg sama hverjum við mætum. Það væri ekkert leiðinlegt að fá Þrótt en annars er mér alveg sama. „Það þarf bara að vinna fimm leiki til þess að vinna bikarinn. Nú erum við einum leik frá úrslitaleiknum og þangað ætlum við að fara," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Guðjón: Stefnan sett á úrslitaleikinn „Við vissum að Víkingarnir myndu koma sterkir inn í leikinn. Við þurftum að halda haus og spila varnarleikinn vel. Leikurinn breytist svo gjörsamlega þegar við náum öðru markinu í seinni hálfleiknum. Þetta var í rauninni vinnuatriði eftir það að klára þennan leik, úrvinnsla af okkar hálfu,” sagði Guðjón. „Stefnan er að sjálfsögðu sett á úrslitaleikinn. Ég væri alveg til í að fá Þrótt í undanúrslitunum, það liggur í augum uppi. Við teljum okkur samt eiga fulla möguleika í öll liðin sem eru í pottinum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Annað markið drepur leikinn „Ég er ósáttur eftir að við stjórnuðum öllum fyrri hálfleiknum en náum ekki að skapa okkur almennileg færi. Það var mjög dapurt að fara inn í hálfleikinn 1-0 undir eftir að hafa verið miklu betri," sagði Ólafur „Við ætluðum að reyna að leiðrétta það í síðari hálfleiknum en þeir skora á okkur strax í upphafi hálfleiksins þegar við erum ekki vaknaðir og það mark drepur leikinn," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira