Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið Inga Sigrún Atladóttir skrifar 4. júní 2012 10:30 Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast. Ég held að næmni hennar á íslenskt samfélag sé ekki tilviljun. Hún ólst upp með hernum á Keflavíkurflugvelli og hún hefur tengsl inn í innsta kjarna sjálfstæðisflokksins. Þessa innsýn hefur Herdís nýtt sér til að taka eindregna afstöðu gegn sterkum hagsmunaaðilum og þeim sem vinna gegn grundvallarmannréttindum. Áherslur Herdísar Þorgeirsdóttir í forsetabaráttunni eru: lýðræðisleg umræða, gagnsæi og takmörkun á valdi peninganna. Einkunnarorð framboðsins eru "Lýðræði er alltaf svarið". Ég var fyrst kjörin í sveitarstjórn 2006 og sú reynsla hefur sannfært mig um að Ísland þurfi á lýðræðislegum umbótum að halda. Spilling, yfirdrifin hagsmunagæsla, hótanir og mútur eru því miður staðreynd á Íslandi. Áður en ég fór að taka þátt í pólitík hélt ég að umræðan um tengsl stjórnmálamanna og hagsmunahópa væru orðum auknar. En því miður er það ekki þannig. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Ísland er lítið og með vitundarvakningu og öflugri umræðu getum við breytt þessu. Stjórnmál eiga að stjórnast af hugsjónum og almannahagsmunum en ekki af stundargróða og sérhagsmunum. Þjóðmálaumræða ætti að beinast að því að finna raunverulega hagsmuni í umræðunni og spyrja sig um raunverulega hvata að baki málflutningi manna. Flestir íslendingar eru orðnir yfir sig þreyttir á deilum um hrunið og afleiðingar þess. En þrátt fyrir það megum við ekki gleyma, við verðum að ljúka við að vinna úr þeim staðreyndum sem hrunið leiddi í ljós. Við þurfum að horfast í augu við þá samfélagsgerð sem það opinberaði og viðurkenna þau vinnubrögð sem fengu að þróast í okkar lýðræðislega umhverfi. Við þurfum að koma sterk út úr umræðunni og halda bjartsýn áfram uppbyggingu landsins. Þá vegferð getur Herdís Þorgeirsdóttir leitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast. Ég held að næmni hennar á íslenskt samfélag sé ekki tilviljun. Hún ólst upp með hernum á Keflavíkurflugvelli og hún hefur tengsl inn í innsta kjarna sjálfstæðisflokksins. Þessa innsýn hefur Herdís nýtt sér til að taka eindregna afstöðu gegn sterkum hagsmunaaðilum og þeim sem vinna gegn grundvallarmannréttindum. Áherslur Herdísar Þorgeirsdóttir í forsetabaráttunni eru: lýðræðisleg umræða, gagnsæi og takmörkun á valdi peninganna. Einkunnarorð framboðsins eru "Lýðræði er alltaf svarið". Ég var fyrst kjörin í sveitarstjórn 2006 og sú reynsla hefur sannfært mig um að Ísland þurfi á lýðræðislegum umbótum að halda. Spilling, yfirdrifin hagsmunagæsla, hótanir og mútur eru því miður staðreynd á Íslandi. Áður en ég fór að taka þátt í pólitík hélt ég að umræðan um tengsl stjórnmálamanna og hagsmunahópa væru orðum auknar. En því miður er það ekki þannig. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Ísland er lítið og með vitundarvakningu og öflugri umræðu getum við breytt þessu. Stjórnmál eiga að stjórnast af hugsjónum og almannahagsmunum en ekki af stundargróða og sérhagsmunum. Þjóðmálaumræða ætti að beinast að því að finna raunverulega hagsmuni í umræðunni og spyrja sig um raunverulega hvata að baki málflutningi manna. Flestir íslendingar eru orðnir yfir sig þreyttir á deilum um hrunið og afleiðingar þess. En þrátt fyrir það megum við ekki gleyma, við verðum að ljúka við að vinna úr þeim staðreyndum sem hrunið leiddi í ljós. Við þurfum að horfast í augu við þá samfélagsgerð sem það opinberaði og viðurkenna þau vinnubrögð sem fengu að þróast í okkar lýðræðislega umhverfi. Við þurfum að koma sterk út úr umræðunni og halda bjartsýn áfram uppbyggingu landsins. Þá vegferð getur Herdís Þorgeirsdóttir leitt.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun